Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. júní 2019 07:15 Trump ásamt Elísabetu Englandsdrottningu. Fréttablaðið/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. Trump sagði á Twitter frá því að konungsfjölskyldan væri frábær og sagði samband ríkjanna tveggja mjög gott. Þá sagði hann að stór viðskiptasamningur væri mögulegur þegar Bretland hefði kastað af sér hlekkjunum, og átti þar við útgöngu Breta úr ESB. Mótmæli hafa verið boðuð víða í Bretlandi í tilefni þriggja daga heimsóknar Bandaríkjaforseta. Þannig hafa meðal annars verið boðuð mótmæli í Lundúnum, Manchester, Belfast og Birmingham. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ákvað að sniðganga opinberan kvöldverð með Trump. Þess í stað verður Corbyn meðal ræðumanna á mótmælafundi í Lundúnum. Corbyn sagði að þátttaka í mótmælafundinum væri tækifæri til að sýna samstöðu með öllum þeim sem Trump hefði ráðist á í Bandaríkjunum og öllum heiminum. Vísaði hann sérstaklega til ummæla Trumps um Sadiq Khan, borgarstjóra Lundúna. Khan hafði sagt að Bretar ættu ekki að rúlla út rauða dreglinum fyrir Trump. Forsetinn brást við með því að segja að Khan hefði staðið sig hræðilega í embætti og ætti frekar að einbeita sér að því að uppræta glæpi í borginni en að tala illa um mikilvægasta bandamann Breta. Í dag hittir Trump Theresu May forsætisráðherra í Downingstræti en búist er við því að þau ræði meðal annars loftslagsbreytingar og málefni kínverska tæknirisans Huawei. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. Trump sagði á Twitter frá því að konungsfjölskyldan væri frábær og sagði samband ríkjanna tveggja mjög gott. Þá sagði hann að stór viðskiptasamningur væri mögulegur þegar Bretland hefði kastað af sér hlekkjunum, og átti þar við útgöngu Breta úr ESB. Mótmæli hafa verið boðuð víða í Bretlandi í tilefni þriggja daga heimsóknar Bandaríkjaforseta. Þannig hafa meðal annars verið boðuð mótmæli í Lundúnum, Manchester, Belfast og Birmingham. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ákvað að sniðganga opinberan kvöldverð með Trump. Þess í stað verður Corbyn meðal ræðumanna á mótmælafundi í Lundúnum. Corbyn sagði að þátttaka í mótmælafundinum væri tækifæri til að sýna samstöðu með öllum þeim sem Trump hefði ráðist á í Bandaríkjunum og öllum heiminum. Vísaði hann sérstaklega til ummæla Trumps um Sadiq Khan, borgarstjóra Lundúna. Khan hafði sagt að Bretar ættu ekki að rúlla út rauða dreglinum fyrir Trump. Forsetinn brást við með því að segja að Khan hefði staðið sig hræðilega í embætti og ætti frekar að einbeita sér að því að uppræta glæpi í borginni en að tala illa um mikilvægasta bandamann Breta. Í dag hittir Trump Theresu May forsætisráðherra í Downingstræti en búist er við því að þau ræði meðal annars loftslagsbreytingar og málefni kínverska tæknirisans Huawei.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira