Segir Íslendinga illa búna undir kjarnorkuhörmungar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2019 22:11 Ásta Guðrún Helgadóttir sat á þingi fyrir Pírata. Vísir/Ernir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingflokksformaður Pírata, segir Íslendinga langt í frá nógu vel undirbúna ef ske kynni að eitthvað ætti sér stað sem krefjast myndi viðbragðsáætlunar vegna kjarnorkumengunar. Joðtöflur séu af skornum skammti og fáir eiturefnagallar til. Þetta segir Ásta í Facebook-færslu sem hún birti fyrr í dag. Þar setur hún málið í samhengi við Tsjernóbíl-þættina, sem njóta gífurlega vinsælda um þessar mundir.Sjá einnig: Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur„Kjarnaógn virðist oft vera fjarlæg martröð frekar en eitthvað sem gæti í raun og veru gerst. Við á Íslandi erum ekki nógu vel undir það búin ef eitthvað skyldi gerast sem myndi þufa viðbragðsáætlana vegna kjarnorkumengunar,“ skrifar Ásta og vísar til svars dómsmálaráðherra við fyrirspurn hennar um viðbúnað við kjarnorkumengun. Fyrirspurnina lagði Ásta fram árið 2017. Svar Sigríðar Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, má nálgast hér. „Það eru til 10 þúsund joðtöflur á Íslandi. Það þýðir að þúsund manns gætu verndað skjaldkirtilinn sinn í tíu daga,“ segir Ásta og bendir einnig á að fjöldi eiturefnagalla hér á landi sé á bilinu 20 til 25. Þar af séu aðeins 12 þeirra fjölnota. Ásta bendir þá á að joðbirgðir Norðmanna séu um þrjár milljónir taflna, auk þess sem fólki þar í landi er ráðlagt að eiga slíkar töflur á heimilum sínum, sérstaklega ef heimilisfólk er yngra en fertugt eða ef um ófrískar konur er að ræða. „Ef við ætluðum að miða við höfðatölu, þá ætti hér að vera um 150 þúsund joðtöflur hið minnsta - og fólki ráðlagt að eiga joðtöflur heima hjá sér. Joðtöflur eru ekki dýrar - og ef svo ólíklega til vildi að kjarnorkukafbátur í Norður-Atlantshafi myndi byrja að leka eða kjarnorkuslys í Evrópu, þá værum allavega aðeins betur undir þetta búin,“ segir Ásta að lokum. Heilbrigðismál Tsjernobyl Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingflokksformaður Pírata, segir Íslendinga langt í frá nógu vel undirbúna ef ske kynni að eitthvað ætti sér stað sem krefjast myndi viðbragðsáætlunar vegna kjarnorkumengunar. Joðtöflur séu af skornum skammti og fáir eiturefnagallar til. Þetta segir Ásta í Facebook-færslu sem hún birti fyrr í dag. Þar setur hún málið í samhengi við Tsjernóbíl-þættina, sem njóta gífurlega vinsælda um þessar mundir.Sjá einnig: Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur„Kjarnaógn virðist oft vera fjarlæg martröð frekar en eitthvað sem gæti í raun og veru gerst. Við á Íslandi erum ekki nógu vel undir það búin ef eitthvað skyldi gerast sem myndi þufa viðbragðsáætlana vegna kjarnorkumengunar,“ skrifar Ásta og vísar til svars dómsmálaráðherra við fyrirspurn hennar um viðbúnað við kjarnorkumengun. Fyrirspurnina lagði Ásta fram árið 2017. Svar Sigríðar Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, má nálgast hér. „Það eru til 10 þúsund joðtöflur á Íslandi. Það þýðir að þúsund manns gætu verndað skjaldkirtilinn sinn í tíu daga,“ segir Ásta og bendir einnig á að fjöldi eiturefnagalla hér á landi sé á bilinu 20 til 25. Þar af séu aðeins 12 þeirra fjölnota. Ásta bendir þá á að joðbirgðir Norðmanna séu um þrjár milljónir taflna, auk þess sem fólki þar í landi er ráðlagt að eiga slíkar töflur á heimilum sínum, sérstaklega ef heimilisfólk er yngra en fertugt eða ef um ófrískar konur er að ræða. „Ef við ætluðum að miða við höfðatölu, þá ætti hér að vera um 150 þúsund joðtöflur hið minnsta - og fólki ráðlagt að eiga joðtöflur heima hjá sér. Joðtöflur eru ekki dýrar - og ef svo ólíklega til vildi að kjarnorkukafbátur í Norður-Atlantshafi myndi byrja að leka eða kjarnorkuslys í Evrópu, þá værum allavega aðeins betur undir þetta búin,“ segir Ásta að lokum.
Heilbrigðismál Tsjernobyl Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira