Mál skipverjanna hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. Raunar svo mikla að Aquaman-leikarinn Jason Momoa birti í gær færslu á Instagram þar sem nöfn skipverjanna koma fram auk mynda af þeim og fjölskyldumeðlimum. Í kjölfar fór þeim Gunnari og öðrum skipverja, Halldóri Gústafssyni, að berast mikill fjöldi skilaboða frá fólki víðs vegar að, þar sem þeim og fjölskyldum þeirra er hótað öllu illu.
And there you are......it sucks to see that you are probably good men friends providers fathers but you fucking did this. Your life will forever change I have never in my life seen something so cruel. Your laugh makes me furious never have I wanted to hurt a human as much as I did when I heard your laugh and what u said. This will change you and hopefully you will save and protect I pray you find redemption. we all make mistakes but what u did was evil PURE EVIL. You will get what that shark got. FUCK YOU jView this post on Instagram
A post shared by Jason Momoa (@prideofgypsies) on Jun 2, 2019 at 2:23pm PDT

„Alveg endalaust af þeim sko. Er allt í lagi að limlesta börnin mín og drekkja þeim af því að ég er svo ógeðslegur,“ spyr Gunnar sem telur að Momoa hafi ákveðið að vekja athygli á málinu til þess að beina athygli að eigin ágæti.
Sjá einnig: Jason Momoa lætur skipverjana á Bíldsey heyra það
„Hver er tilgangur hans, þarna Aquaman [Momoa], sem hefur 12 milljón fylgjendur á eftir sér að biðja þá að finna okkur, og hvað svo? Ætlar hann að koma í heimsókn? Eða hvað, ég veit ekki hvað, það eru einhver hundruð þúsunda morðhótana að koma til manns og þetta snýst ekki lengur um einhvern hákarl, þetta snýst bara um að limlesta börnin mín og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Gunnar sem segist tilbúinn að bjóða Momoa í „kaffi og meðí,“ eins og Gunnar orðar það sjálfur, til þess að ræða málin.

Sá fljótt að þetta væri búið
Gunnar segir að fljótlega eftir að hann sá færslu leikarans hafi runnið upp fyrir honum að viðbrögðin, sem létu sannarlega ekki á sér standa, yrðu mikil.„Ég sá að þetta var bara búið það gerðist mjög fljótlega. Það hefur ekki stoppað hjá manni síminn og bara hjá fjölskyldunni,“ segir Gunnar og bætir við að skilaboðin sem hann hefur verið að fá séu flest á tölvupósti, Instagram og Facebook. Aðspurður hvort hann geri sér nokkra grein fyrir umfangi skilaboðanna segir Gunnar fjölda þeirra hlaupa á þúsundum.
„Þetta eru þúsundir, það er ekkert flóknara en það. Ég er búinn að taka einhver skjáskot af þessu eftir að ég ákvað að hafa samband við ykkur [fréttastofuna]. Þetta er varla birtingarhæft. Ég skil bara ekki hvernig er í lagi að skera niður börn og henda í sjóinn, ég bara fatta það ekki.“

Hefur áhrif á fjölskylduna
Gunnar segir börn hans og aðra ástvini hafa fundið mikið fyrir eftirköstum málsins, sérstaklega eftir að Momoa birti Facebook-aðgang hans fyrir ríflega tólf milljónum þeirra notenda sem fylgja honum á Instagram.„Maður bara veit varla hvað maður á að þora að segja, maður er bara svo reiður og sár. Þetta eru bara mistök að gera þetta og allt það, bara ömurlegt. Þetta snýst ekkert lengur að skera sporð af einhverjum hákarli,“ segir Gunnar og bætir við að málið sé farið að snúast um að leggja skipverjana og fjölskyldur þeirra í einelti.
„Þetta er bara komið út í einhvern viðbjóð. Allt annar handleggur. Ég hef bara ekki séð svona, þetta er ótrúlegt. Ég vil ekki sjá hvað svona fólk gerir við hákarl ef það er svona grimmt.“
Telur Jason Momoa vera að upphefja sjálfan sig
Hinn skipverjinn sem sést á myndbandinu, Halldór Gústafsson, tekur í sama streng og Gunnar hvað varðar ástæður Jasons Momoa fyrir því að birta nöfn skipverjanna tveggja og myndir af þeim á Instagram.
„Ég get tekið þessu. Þetta hefur ekkert á mig, en þegar fólk er farið að senda foreldrum, ættingjum og vinum, þá er þetta hætt að vera fyndið. Talið þið bara frekar við mig.“
Rétt þykir að taka fram að þau skilaboð sem birtust í þessari frétt eru aðeins lítið brot þeirra skilaboða sem þeir Gunnar og Halldór hafa fengið vegna málsins.
Þá er einnig rétt að fram komi að allra grófustu skilaboðin þóttu ekki birtingarhæf, innihalds þeirra vegna.