Hvað ert þú að gera í lífinu? Ég? Ekki neitt Sigríður Karlsdóttir skrifar 4. júní 2019 08:30 Ég hitti konu á sjötugsaldri á förnum vegi um daginn. Eftir að hafa spjallað um veðrið eins og sannir Íslendingar gera, þá spyr hún mig hvað ég sé nú að gera í lífinu. Ég sagðist ekki vera að gera neitt. Henni svelgdist á vatni sem hún var að drekka úr plastglasinu sínu. Hún sullaði smá vatni á handarbakið á sér. Hún þurrkaði það og kvaddi svo vingjarnlega og bað mig um að hugsa vel um mig. Viðbrögðin gætu allteins hafa verið mín eigin viðbrögð. Mér fannst ég hafa sigrað. Ekki konuna. Heldur Siggu sjálfa. Ég mætti sjálfri mér og mínum fordómum og sagði sannleikann án þess að þurfa útskýra mig eða koma með 2 blaðsíðna umfjöllun af hverju ég væri ekki að vinna eða gera eitthvað að viti. Þegar ég kynntist manninum mínum fyrir áratug síðan sagði hann við mig að ég hlyti að vera níræð, ég væri búin að gera svo margt í lífinu og ferilskrá mín væri jafnþykk og símaskráin. Þá, þegar hann nefndi þetta, tók ég þessu sem hrósi og veðraðist öll upp. Svo brjálað að gera maður. Það býr svo mikill eldmóður inn í mér. Stundum þá ræð ég ekki við hann og þegar það blandast barnslegri hvatvísi þá enda ég á stöðum sem ég veit ekki hvað ég er að gera á. Að hafa mörg járn í eldinum - fyrir mig - er ekki dyggð. Það er stjórnleysi. Að hafa brjálað að gera er ekki kraftur. Það er skortur á einbeitingu. Það er skortur á sjálfsvirðingu. Að vera á fullu allan sólarhringinn er ekki töff. Það er slítandi. Ég fæddist undir heillastjörnu. Ég fer ekki ofan af því. Hæfileikarnir sem ég fékk í vöggugjöf ásamt styrknum frá umhverfinu gerir það að verkum að stundum finnst mér ég vera að drukkna í hæfileikum. Ég er brjálæðislega þakklát fyrir alla þessa hluti sem ég kann og get. Og ég segi þetta ekki i hroka. Við erum öll að drukkna í hæfileikum. Við þurfum bara að sjá þá. En þegar ég er að nota alla hæfileika mína í einu, þá gerist bara ekki neitt. Annað en að verð bara þreytt. Fyrst og fremst bara á sjálfri mér. Síðustu 2 mánuði hef ég verið að mæta í leikfimi þar sem meðalaldurinn er um 65 ára. Ég má ekki gera neitt - nema að vera - fyrir klukkan 10 á morgnana og þess á milli hitti ég fólk og álfa og eyði stundum með sjálfri mér án þess að skila afrakstri. Þvílík gjöf! Ég hef aldrei gert neitt jafn erfitt. Að gera ekki neitt. Og heldur hef ég sjaldan skemmt mér jafn vel. Ég er nefnilega besta vinkona mín, ef ég er ein. Eldmóðurinn minn brann. Ég brann upp. Brunarústir skrifa ekki bækur, halda ekki fyrirlestra eða kenna börnum eða fullorðnum. Brunarústir eru ekki góðar mæður. Brunarústir eru ekki góðar eiginkonur eða dætur eða í raun ekki góðar í neinu. Þær vilja bara sofa. Þvílíkt ævintýri sem lífið er. Eldmóðnum þarf ég að læra stýra betur. Og það er það sem ég er að gera. Með því að gera ekki neitt nema hugsa um sjálfan mig. Ég mæti í Crocs skóm og úfið hár út í búð. Eg dansa ein heima hjá mér á náttfötunum. Ég omma hátt og kjánalega. Ég anda djúpt. Ég tala við konu inn í mér sem heitir Gréta. Ég mála myndir og ég skrifa til að heila. Ég skapa. Ég hangi ein. Ég hangi á Facebook. Ég öskra á hafið og ég sef. Ég les og og brýt saman þvott. Ég hlusta á tónlist og tala við engla. Allt þetta hjálpar mér að stilla eldmóðinn svo ég geti gefið hann áfram. Líkaminn minn stoppaði mig af. Hann öskraði með sínu tungumáli. En það er oft tilfellið í bruna. Að eitthvað gefi sig. Því við hvort sem hlustum ekki á sálina fyrr en líkaminn stígur inn í. Ég elska hvað líkaminn tjáir sig hreint og beint. Engin meðvirkni þar. Stundum - þá má maður bara gera ekki neitt. Án þess að brjóta sjálfan sig niður. Stundum - þá þarf maður bara tíma til að finna sig eins og konurnar í bíómyndunum. Stundum - þá ekur lífsins bíll í aðra átt og þá þarf bara að sleppa stýrinu. Við eigum bara einn líkama og eina heilsu. Ef að „gera ekki neitt“ gerir það að verkum við náum betri líðan og getum haldið áfram að vera svona yndisleg eins og við erum, þá gerum við það. Brosum - strjúkum kviðinn - elskum friðinn og gerum ekki neitt. Ég get ekki endilega lofað því að þið prumpið glimmeri - en það gæti verið smá glimmer með prumpinu! Hafið yndislega viku, Ykkar SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Ég hitti konu á sjötugsaldri á förnum vegi um daginn. Eftir að hafa spjallað um veðrið eins og sannir Íslendingar gera, þá spyr hún mig hvað ég sé nú að gera í lífinu. Ég sagðist ekki vera að gera neitt. Henni svelgdist á vatni sem hún var að drekka úr plastglasinu sínu. Hún sullaði smá vatni á handarbakið á sér. Hún þurrkaði það og kvaddi svo vingjarnlega og bað mig um að hugsa vel um mig. Viðbrögðin gætu allteins hafa verið mín eigin viðbrögð. Mér fannst ég hafa sigrað. Ekki konuna. Heldur Siggu sjálfa. Ég mætti sjálfri mér og mínum fordómum og sagði sannleikann án þess að þurfa útskýra mig eða koma með 2 blaðsíðna umfjöllun af hverju ég væri ekki að vinna eða gera eitthvað að viti. Þegar ég kynntist manninum mínum fyrir áratug síðan sagði hann við mig að ég hlyti að vera níræð, ég væri búin að gera svo margt í lífinu og ferilskrá mín væri jafnþykk og símaskráin. Þá, þegar hann nefndi þetta, tók ég þessu sem hrósi og veðraðist öll upp. Svo brjálað að gera maður. Það býr svo mikill eldmóður inn í mér. Stundum þá ræð ég ekki við hann og þegar það blandast barnslegri hvatvísi þá enda ég á stöðum sem ég veit ekki hvað ég er að gera á. Að hafa mörg járn í eldinum - fyrir mig - er ekki dyggð. Það er stjórnleysi. Að hafa brjálað að gera er ekki kraftur. Það er skortur á einbeitingu. Það er skortur á sjálfsvirðingu. Að vera á fullu allan sólarhringinn er ekki töff. Það er slítandi. Ég fæddist undir heillastjörnu. Ég fer ekki ofan af því. Hæfileikarnir sem ég fékk í vöggugjöf ásamt styrknum frá umhverfinu gerir það að verkum að stundum finnst mér ég vera að drukkna í hæfileikum. Ég er brjálæðislega þakklát fyrir alla þessa hluti sem ég kann og get. Og ég segi þetta ekki i hroka. Við erum öll að drukkna í hæfileikum. Við þurfum bara að sjá þá. En þegar ég er að nota alla hæfileika mína í einu, þá gerist bara ekki neitt. Annað en að verð bara þreytt. Fyrst og fremst bara á sjálfri mér. Síðustu 2 mánuði hef ég verið að mæta í leikfimi þar sem meðalaldurinn er um 65 ára. Ég má ekki gera neitt - nema að vera - fyrir klukkan 10 á morgnana og þess á milli hitti ég fólk og álfa og eyði stundum með sjálfri mér án þess að skila afrakstri. Þvílík gjöf! Ég hef aldrei gert neitt jafn erfitt. Að gera ekki neitt. Og heldur hef ég sjaldan skemmt mér jafn vel. Ég er nefnilega besta vinkona mín, ef ég er ein. Eldmóðurinn minn brann. Ég brann upp. Brunarústir skrifa ekki bækur, halda ekki fyrirlestra eða kenna börnum eða fullorðnum. Brunarústir eru ekki góðar mæður. Brunarústir eru ekki góðar eiginkonur eða dætur eða í raun ekki góðar í neinu. Þær vilja bara sofa. Þvílíkt ævintýri sem lífið er. Eldmóðnum þarf ég að læra stýra betur. Og það er það sem ég er að gera. Með því að gera ekki neitt nema hugsa um sjálfan mig. Ég mæti í Crocs skóm og úfið hár út í búð. Eg dansa ein heima hjá mér á náttfötunum. Ég omma hátt og kjánalega. Ég anda djúpt. Ég tala við konu inn í mér sem heitir Gréta. Ég mála myndir og ég skrifa til að heila. Ég skapa. Ég hangi ein. Ég hangi á Facebook. Ég öskra á hafið og ég sef. Ég les og og brýt saman þvott. Ég hlusta á tónlist og tala við engla. Allt þetta hjálpar mér að stilla eldmóðinn svo ég geti gefið hann áfram. Líkaminn minn stoppaði mig af. Hann öskraði með sínu tungumáli. En það er oft tilfellið í bruna. Að eitthvað gefi sig. Því við hvort sem hlustum ekki á sálina fyrr en líkaminn stígur inn í. Ég elska hvað líkaminn tjáir sig hreint og beint. Engin meðvirkni þar. Stundum - þá má maður bara gera ekki neitt. Án þess að brjóta sjálfan sig niður. Stundum - þá þarf maður bara tíma til að finna sig eins og konurnar í bíómyndunum. Stundum - þá ekur lífsins bíll í aðra átt og þá þarf bara að sleppa stýrinu. Við eigum bara einn líkama og eina heilsu. Ef að „gera ekki neitt“ gerir það að verkum við náum betri líðan og getum haldið áfram að vera svona yndisleg eins og við erum, þá gerum við það. Brosum - strjúkum kviðinn - elskum friðinn og gerum ekki neitt. Ég get ekki endilega lofað því að þið prumpið glimmeri - en það gæti verið smá glimmer með prumpinu! Hafið yndislega viku, Ykkar SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun