Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. júní 2019 11:15 Ferðamaðurinn er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. Instagram Ferðamaðurinn sem gerðist sekur um alvarleg spjöll á Bjarnarflagi í Mývatnssveit í gær, með því að aka utan vegar, á yfir höfði sér að lágmarki 350 þúsund króna sekt. Lögreglan á Húsavík yfirheyrði manninn í gær sem gekkst við brotum sínum en að sögn viðstaddra var enga iðrun að sjá á ferðamanninum og föruneyti hans. Umræddur ferðamaður hefur verið boðaður á lögreglustöðina á Akureyri í dag þar sem honum verður boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu. Samkvæmt lögum um náttúruvernd geta alvarleg spjöll á náttúru landsins varðað sektum, að lágmarki 350 þúsund krónum. Sektin gæti því orðið mun hærri enda mat manna að um verulega alvarleg spjöll á náttúru sé að ræða vegna einbeitts brotavilja mannsins. Ferðamaðurinn er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. View this post on InstagramПоздравьте, сегодня я попал на кругленькую сумму и чуть не окончил наш трип на второй день $$$ :) Подробности в видео A post shared by Alexander Tikhomirov (@sashatikhomirov) on Jun 2, 2019 at 2:05pm PDT Hann hefur fengið kaldar kveðjur frá Íslendingum í gegnum Instagram-reikning sinn þar sem honum er tilkynnt að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi og hann beðinn um að koma aldrei aftur í Mývatnssveit. „Árás Íslendinga. Guð minn góður. Af hverju eruð þið svona reið,“ skrifar Alexander Tikhomirov þar sem hann deilir þessum kveðjum Íslendinga.Skjáskot af Instagram reikningi ökumannsins.InstagramTikhomirov þessi hefur um 318 þúsund fylgjendur á Instagram er förunautar hans eru með öllu minna, 11,600, 3,300 og 2,189 fylgjendur. Sigurður Jónas Þorbergsson er einn landeigenda Reykjahlíðar, en hann segir í samtali við Vísi að förin eftir utanvegaaksturinn eigi eftir að sjást en ekki sé vitað á þessari stundu hvernig viðgerðum verður háttað. Hann veltir einnig fyrir sér hver áhrif þessa aksturs eigi eftir að vera til langs tíma, og nefnir í því samhengi myndband tónlistarmannsins Justin Bieber í Fjaðrárgljúfri. „Þar sem frægar persónur hafa komið og stillt sér upp fylgja gjarnan aðrir í kjölfarið. Ég veit ekki hvernig við náum að laga þetta,“ segir Sigurður Jónas. Hann segir þetta mikil vonbrigði þegar reynt er að ganga vel um landið. „Þá koma svona kjánar og halda að þeir geti keyrt um allar trissur. Það var enga iðrun að sjá,“ segir Sigurður Jónas. Lögreglumál Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ferðamaðurinn sem gerðist sekur um alvarleg spjöll á Bjarnarflagi í Mývatnssveit í gær, með því að aka utan vegar, á yfir höfði sér að lágmarki 350 þúsund króna sekt. Lögreglan á Húsavík yfirheyrði manninn í gær sem gekkst við brotum sínum en að sögn viðstaddra var enga iðrun að sjá á ferðamanninum og föruneyti hans. Umræddur ferðamaður hefur verið boðaður á lögreglustöðina á Akureyri í dag þar sem honum verður boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu. Samkvæmt lögum um náttúruvernd geta alvarleg spjöll á náttúru landsins varðað sektum, að lágmarki 350 þúsund krónum. Sektin gæti því orðið mun hærri enda mat manna að um verulega alvarleg spjöll á náttúru sé að ræða vegna einbeitts brotavilja mannsins. Ferðamaðurinn er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. View this post on InstagramПоздравьте, сегодня я попал на кругленькую сумму и чуть не окончил наш трип на второй день $$$ :) Подробности в видео A post shared by Alexander Tikhomirov (@sashatikhomirov) on Jun 2, 2019 at 2:05pm PDT Hann hefur fengið kaldar kveðjur frá Íslendingum í gegnum Instagram-reikning sinn þar sem honum er tilkynnt að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi og hann beðinn um að koma aldrei aftur í Mývatnssveit. „Árás Íslendinga. Guð minn góður. Af hverju eruð þið svona reið,“ skrifar Alexander Tikhomirov þar sem hann deilir þessum kveðjum Íslendinga.Skjáskot af Instagram reikningi ökumannsins.InstagramTikhomirov þessi hefur um 318 þúsund fylgjendur á Instagram er förunautar hans eru með öllu minna, 11,600, 3,300 og 2,189 fylgjendur. Sigurður Jónas Þorbergsson er einn landeigenda Reykjahlíðar, en hann segir í samtali við Vísi að förin eftir utanvegaaksturinn eigi eftir að sjást en ekki sé vitað á þessari stundu hvernig viðgerðum verður háttað. Hann veltir einnig fyrir sér hver áhrif þessa aksturs eigi eftir að vera til langs tíma, og nefnir í því samhengi myndband tónlistarmannsins Justin Bieber í Fjaðrárgljúfri. „Þar sem frægar persónur hafa komið og stillt sér upp fylgja gjarnan aðrir í kjölfarið. Ég veit ekki hvernig við náum að laga þetta,“ segir Sigurður Jónas. Hann segir þetta mikil vonbrigði þegar reynt er að ganga vel um landið. „Þá koma svona kjánar og halda að þeir geti keyrt um allar trissur. Það var enga iðrun að sjá,“ segir Sigurður Jónas.
Lögreglumál Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira