Hið Góða og hið Illa í pólitískum skilningi Þór Rögnvaldsson skrifar 3. júní 2019 07:00 Í þeirri miklu bók sem á frummálinu heitir Phänomenologie des Geistes og hefur hlotið nafnið Fyrirbærafræði andans á íslensku fjallar Hegel m.a. um hið Góða og hið Illa og þó ekki svo mjög í siðferðislegum, heldur – eins og meistarinn sjálfur orðar það – í víðtækasta skilningi og því líka, mundi ég segja, í pólitískum skilningi. Hegel hefur umfjöllun sína á því að undirstrika að í firrtum heimi finnur vitundin sig aldrei í skynveruleikanum. Hún skynjar hins vegar tvær andrár sem tjá annars vegar hið almenna og hins vegar hið einstaklingsbundna inntak. Hér er því um tvo eðlismætti að ræða sem hin firrta vitund skynjar sem algerar andstæður sem aldrei ná að slá í takt saman. Þessir eðlismættir eru, sem sagt, annars vegar hið Góða og hins vegar hið Illa. En þar að auki birtast þeir í hlutveruleikanum annars vegar sem Ríkisvaldið og hins vegar sem Ríkidæmið. Einstaklingarnir geta látið sem svo að þeir séu fullkomlega óháðir þessum eðlismáttum tveimur. Á hinn bóginn er raunveruleiki þeirra það áþreifanlegur að einstaklingarnir komast varla hjá því að taka afstöðu og dæma. Þannig er ljóst að í hugum sumra er Ríkisvaldið hið Góða. Ríkisvaldið er verk sem er afrakstur af starfi allra og endurspeglar þannig almennt eðli einstaklinganna. Ríkisvaldið er þess vegna – frá þessu sjónarmiði – hið Góða vegna þess að það er fórnfúst og styður einstaklingana – háa sem lága – í lífsbaráttunni. Frá þessu sjónarmiði er Ríkidæmið hins vegar hið Illa vegna þess að það er sundrungarafl sem stuðlar að eigingirni og einstaklingshyggju þar sem einstaklingarnir stunda það helst að skara eld að eigin köku. En það er ekki bara ein hlið á þessum málum. Þannig er auðsætt að í hugum annarra er það einmitt Ríkidæmið sem er hið Góða. Ríkidæmið þjónar nú því markmiði að gera einstaklinginn að því sem hann er: mennsk vera. Ríkidæmið gerir sem sagt einstaklingunum kleift að þroska gáfur sínar og njóta tilverunnar. Frá þessu sjónarmiði hins vegar gerir Ríkisvaldið ekki annað en að hefta einstaklingana og setja skorður við athafnafrelsi þeirra. Frá þessu sjónarhorni er Ríkisvaldið því hið Illa. Nú er rétt að undirstrika aftur að Hegel er hér að ræða um hinn firrta heim. Þessi heimur er firrtur vegna þess að í þessum veruleika skynjar vitundin eðlismættina tvo sem fullkomnar andstæður: um er að ræða algerlega óyfirstíganlega tvíhyggju þar sem eðlismættirnir tveir ganga aldrei hvor öðrum á hönd: hið Góða og hið Illa er eftir atvikum annaðhvort … eða; annaðhvort Ríkisvaldið eða Ríkidæmið. Hegel keyrir síðan umræðuna áfram í svimandi háum díalektískum pælingum – sem á engan hátt eiga erindi í þetta greinarkorn – þar sem vitundinni tekst loksins að upphefja eða yfirvinna firringuna, yfirgefa heim nauðsynjarinnar og ganga frelsinu á hönd. Hitt er svo annað mál að við í nútímanum þurfum hvort eð er ekki á leiðsögn heimspekingsins að halda vegna þess að sjálf getum við hæglega fleytt þessum pælingum áfram. Staðreyndin er nefnilega sú að við þekkjum mjög vel úr nánum félagslegum veruleika það ástand á hlutunum þar sem hinir andstæðu pólar – eðlismættirnir tveir – eru í fyrirrúmi. Ég er auðvitað að tala um þann félagsveruleika 20. aldar þar sem annars vegar kommúnisminn og hins vegar kapítalisminn ríktu. Frá sjónarhorni kommúnismans er Ríkisvaldið hið Góða og Ríkidæmið hið Illa; frá sjónarhorni kapítalismans er þessu öfugt farið. Þessi öfgafulli félagslegi veruleiki 20. aldar var að sjálfsögðu ekkert annað en ýtrastra firring. Við hins vegar – við Íslendingar á okkar dögum – við vitum hver sannleikurinn er í þessu máli: Við vitum að sannleikurinn er ekki í formi tvíhyggjunnar sem aðskilur eðlismættina tvo; við vitum að sannleikurinn er ekki í annaðhvort … eða formi, heldur – nú eins og endranær – í forminu bæði … og. Bæði Ríkisvaldið, sem þjónar almennum þörfum einstaklinganna, sem og Ríkidæmið sem er afrakstur af óheftu efnahagslífi, er hið Góða. Þetta er auk þess kerfi sem við Íslendingar þekkjum mjög náið því að þetta er það blandaða hagkerfi sem einkennir velferðarsamfélagið sem fest hefur rætur á hinum Norðurlöndunum öllum – og að nokkru leyti líka hér á Íslandi. Staðreyndin er sú að Íslendingar vilja velferð þar sem t.d. sjúkrahúsum – og almennt séð innviðum landsins – er sinnt. Samt kjósa Íslendingar yfir sig trekk í trekk – og raunar nánast alltaf – stjórnmálaafl sem er firrt. Sjálfstæðisflokkurinn er firrt stjórnmálaafl – og er ekkert að fara í grafgötur með það – vegna þess að hugsjón hans er einhliða. Sjálfstæðisflokkurinn leggur megináherslu á einstaklinginn og ríkidæmi hans – hyglir hinum sterkara – en sinnir ekki þörfum þeirra sem minna mega sín nema með hangandi hendi. Sjálfstæðisflokknum hefur sem sagt tekist að koma í veg fyrir að raunverulegt velferðarkerfi nái að festa rætur hér á landi. Eins hvað ástandið á heimsvísu varðar. Sumir ganga með þá flugu í hausnum að kapítalisminn hafi sigrað í kalda stríðinu. Enda er það svo að kapítalisminn – með bandarískan kapítalisma í fylkingarbrjósti – ryðst fram í heiminum af offorsi og gegndarlausum hroka, hagar sér eins og Herra heimsins og er þess vegna ógn við heimsfriðinn (sbr. t.d. ástandið í Íran þessa dagana). Kapítalisminn er auk þess ekkert annað en skefjalaus árás á viðkvæmar náttúruauðlindir jarðarinnar vegna þess að hann eirir engu í nafni hagnaðar, græðgi og eilífs hagvaxtar. Við verðum að losa okkur við kapítalismann ef okkur jarðarbörnum á að takast að lifa í sátt og samlyndi – og í friði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þór Rögnvaldsson Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Í þeirri miklu bók sem á frummálinu heitir Phänomenologie des Geistes og hefur hlotið nafnið Fyrirbærafræði andans á íslensku fjallar Hegel m.a. um hið Góða og hið Illa og þó ekki svo mjög í siðferðislegum, heldur – eins og meistarinn sjálfur orðar það – í víðtækasta skilningi og því líka, mundi ég segja, í pólitískum skilningi. Hegel hefur umfjöllun sína á því að undirstrika að í firrtum heimi finnur vitundin sig aldrei í skynveruleikanum. Hún skynjar hins vegar tvær andrár sem tjá annars vegar hið almenna og hins vegar hið einstaklingsbundna inntak. Hér er því um tvo eðlismætti að ræða sem hin firrta vitund skynjar sem algerar andstæður sem aldrei ná að slá í takt saman. Þessir eðlismættir eru, sem sagt, annars vegar hið Góða og hins vegar hið Illa. En þar að auki birtast þeir í hlutveruleikanum annars vegar sem Ríkisvaldið og hins vegar sem Ríkidæmið. Einstaklingarnir geta látið sem svo að þeir séu fullkomlega óháðir þessum eðlismáttum tveimur. Á hinn bóginn er raunveruleiki þeirra það áþreifanlegur að einstaklingarnir komast varla hjá því að taka afstöðu og dæma. Þannig er ljóst að í hugum sumra er Ríkisvaldið hið Góða. Ríkisvaldið er verk sem er afrakstur af starfi allra og endurspeglar þannig almennt eðli einstaklinganna. Ríkisvaldið er þess vegna – frá þessu sjónarmiði – hið Góða vegna þess að það er fórnfúst og styður einstaklingana – háa sem lága – í lífsbaráttunni. Frá þessu sjónarmiði er Ríkidæmið hins vegar hið Illa vegna þess að það er sundrungarafl sem stuðlar að eigingirni og einstaklingshyggju þar sem einstaklingarnir stunda það helst að skara eld að eigin köku. En það er ekki bara ein hlið á þessum málum. Þannig er auðsætt að í hugum annarra er það einmitt Ríkidæmið sem er hið Góða. Ríkidæmið þjónar nú því markmiði að gera einstaklinginn að því sem hann er: mennsk vera. Ríkidæmið gerir sem sagt einstaklingunum kleift að þroska gáfur sínar og njóta tilverunnar. Frá þessu sjónarmiði hins vegar gerir Ríkisvaldið ekki annað en að hefta einstaklingana og setja skorður við athafnafrelsi þeirra. Frá þessu sjónarhorni er Ríkisvaldið því hið Illa. Nú er rétt að undirstrika aftur að Hegel er hér að ræða um hinn firrta heim. Þessi heimur er firrtur vegna þess að í þessum veruleika skynjar vitundin eðlismættina tvo sem fullkomnar andstæður: um er að ræða algerlega óyfirstíganlega tvíhyggju þar sem eðlismættirnir tveir ganga aldrei hvor öðrum á hönd: hið Góða og hið Illa er eftir atvikum annaðhvort … eða; annaðhvort Ríkisvaldið eða Ríkidæmið. Hegel keyrir síðan umræðuna áfram í svimandi háum díalektískum pælingum – sem á engan hátt eiga erindi í þetta greinarkorn – þar sem vitundinni tekst loksins að upphefja eða yfirvinna firringuna, yfirgefa heim nauðsynjarinnar og ganga frelsinu á hönd. Hitt er svo annað mál að við í nútímanum þurfum hvort eð er ekki á leiðsögn heimspekingsins að halda vegna þess að sjálf getum við hæglega fleytt þessum pælingum áfram. Staðreyndin er nefnilega sú að við þekkjum mjög vel úr nánum félagslegum veruleika það ástand á hlutunum þar sem hinir andstæðu pólar – eðlismættirnir tveir – eru í fyrirrúmi. Ég er auðvitað að tala um þann félagsveruleika 20. aldar þar sem annars vegar kommúnisminn og hins vegar kapítalisminn ríktu. Frá sjónarhorni kommúnismans er Ríkisvaldið hið Góða og Ríkidæmið hið Illa; frá sjónarhorni kapítalismans er þessu öfugt farið. Þessi öfgafulli félagslegi veruleiki 20. aldar var að sjálfsögðu ekkert annað en ýtrastra firring. Við hins vegar – við Íslendingar á okkar dögum – við vitum hver sannleikurinn er í þessu máli: Við vitum að sannleikurinn er ekki í formi tvíhyggjunnar sem aðskilur eðlismættina tvo; við vitum að sannleikurinn er ekki í annaðhvort … eða formi, heldur – nú eins og endranær – í forminu bæði … og. Bæði Ríkisvaldið, sem þjónar almennum þörfum einstaklinganna, sem og Ríkidæmið sem er afrakstur af óheftu efnahagslífi, er hið Góða. Þetta er auk þess kerfi sem við Íslendingar þekkjum mjög náið því að þetta er það blandaða hagkerfi sem einkennir velferðarsamfélagið sem fest hefur rætur á hinum Norðurlöndunum öllum – og að nokkru leyti líka hér á Íslandi. Staðreyndin er sú að Íslendingar vilja velferð þar sem t.d. sjúkrahúsum – og almennt séð innviðum landsins – er sinnt. Samt kjósa Íslendingar yfir sig trekk í trekk – og raunar nánast alltaf – stjórnmálaafl sem er firrt. Sjálfstæðisflokkurinn er firrt stjórnmálaafl – og er ekkert að fara í grafgötur með það – vegna þess að hugsjón hans er einhliða. Sjálfstæðisflokkurinn leggur megináherslu á einstaklinginn og ríkidæmi hans – hyglir hinum sterkara – en sinnir ekki þörfum þeirra sem minna mega sín nema með hangandi hendi. Sjálfstæðisflokknum hefur sem sagt tekist að koma í veg fyrir að raunverulegt velferðarkerfi nái að festa rætur hér á landi. Eins hvað ástandið á heimsvísu varðar. Sumir ganga með þá flugu í hausnum að kapítalisminn hafi sigrað í kalda stríðinu. Enda er það svo að kapítalisminn – með bandarískan kapítalisma í fylkingarbrjósti – ryðst fram í heiminum af offorsi og gegndarlausum hroka, hagar sér eins og Herra heimsins og er þess vegna ógn við heimsfriðinn (sbr. t.d. ástandið í Íran þessa dagana). Kapítalisminn er auk þess ekkert annað en skefjalaus árás á viðkvæmar náttúruauðlindir jarðarinnar vegna þess að hann eirir engu í nafni hagnaðar, græðgi og eilífs hagvaxtar. Við verðum að losa okkur við kapítalismann ef okkur jarðarbörnum á að takast að lifa í sátt og samlyndi – og í friði.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar