Góðir hlutir gerast hægt Auður Guðjónsdóttir skrifar 3. júní 2019 07:00 Um allan heim er unnið að því að rannsaka taugakerfið. Samt sem áður gengur hægt að finna lækningu í því. Sem dæmi má nefna að meðferð þeirra sem hljóta mænuskaða og lamast er þannig að þeir eru þjálfaðir til sjálfsbjargar í hjólastól. Sem heilbrigðisstarfsmaður til áratuga sem hefur orðið vitni að miklum framförum á ýmsum sviðum læknavísindanna og sem móðir lamaðs einstaklings get ég ekki sætt mig við seinaganginn. Nú eru liðin 20 ár frá því ég skrifaði fyrsta bréfið til alþjóðastofnunar í þeim tilgangi að þrýsta á framfarir. Það var til Gro Harlem Brundtland þáverandi forstjóra WHO. Í bréfinu benti ég á að það þyrfti að skoða stóru rannsóknarmynd taugakerfisins og tilraunameðferðir á mænuskaða sem þá voru framkvæmdar. Til að gera langa sögu stutta kom ýmislegt gott út úr samskiptunum en var bara dropi í hafið að miðað við það sem þarf. Frá því ég skrifaði Gro hef ég komið víða við hjá alþjóðastofnunum og alltaf með sömu beiðnina um að stóra rannsóknarmynd taugakerfisins verði skoðuð í samhengi. Í áranna rás hef ég þurft að taka margar U-beygjur til að halda verkefninu á lífi og þurft að takast á við nokkur ríkisstjórnarskipti og þá hefst hringurinn aftur með nýjum ráðherrum. Þrátt fyrir þetta hefur verkefnið mjakast áfram sérstaklega í þágu mænuskaðans á Norðurlandavettvangi og á ég það ýmsum góðum stjórnmálamönnum að þakka. Nú er svo komið að mér finnist að verkefninu hafi verið beint inn á rétta braut. Á fundi sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti með Miroslav Lajcák þáverandi forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í október síðastliðnum ræddi hann m.a. um nauðsyn þess að viðeigandi alþjóðastofnanir beindu kastljósi sínu að taugakerfinu. Í ræðu sinni við sama tækifæri hvatti ráðherra stjórnmálaforingja á alþjóðavísu til að beita pólitískum áhrifum sínum í þágu framfara í taugakerfinu. Í febrúar síðastliðnum átti utanríkisráðherra svo fund með Tetros Ghebreyesus framkvæmdastjóra WHO. Þar kom hann því á framfæri að nauðsynlegt væri að skoða stóru rannsóknarmynd taugakerfisins, greina hana og samkeyra með nýtingu gervigreindar til að finna vannýtta þekkingu og samnýta þá sem til staðar væri. Því var tekið með jákvæðu viðmóti ytra og hafa íslensk stjórnvöld nú tilnefnt sérstakan erindreka með aðsetur í Genf sem kortleggur yfirstandandi alþjóðlega vinnu í þágu lækninga á mænuskaða og aflar stuðnings annarra þjóða við verkefnið. Og utanríkisráðherra heldur áfram. Nú hefur hann skrifað Maríu Espinosa forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og óskað eftir stuðningi hennar við að vekja athygli aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna á þessum málum. Fróðlegt verður að sjá hvað kemur út úr því en Espinosa er frá Ekvador og Lenin Moreno forseti lands hennar hlaut mænuskaða og lömun fyrir 16 árum og er bundinn hjólastól. Ég þakka utanríkisráðherra, Diljá Mist Einarsdóttur ,aðstoðarmanni hans, og Maríu Mjöll Jónsdóttur, deildarstjóra í utanríkiráðuneytinu fyrir velviljann. Einnig þakka ég Lilju Dögg Alfreðsdóttur, Ingimari Einarssyni, Soffíu Arnardóttur, Ólafi Kr. Guðmundsyni, Berglindi Skúladóttur Sigurz, Sigurði Valtýssyni og Guðrúnu Dóru Bjarnadóttur fyrir öflugan bakstuðning í samningaviðræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Sjá meira
Um allan heim er unnið að því að rannsaka taugakerfið. Samt sem áður gengur hægt að finna lækningu í því. Sem dæmi má nefna að meðferð þeirra sem hljóta mænuskaða og lamast er þannig að þeir eru þjálfaðir til sjálfsbjargar í hjólastól. Sem heilbrigðisstarfsmaður til áratuga sem hefur orðið vitni að miklum framförum á ýmsum sviðum læknavísindanna og sem móðir lamaðs einstaklings get ég ekki sætt mig við seinaganginn. Nú eru liðin 20 ár frá því ég skrifaði fyrsta bréfið til alþjóðastofnunar í þeim tilgangi að þrýsta á framfarir. Það var til Gro Harlem Brundtland þáverandi forstjóra WHO. Í bréfinu benti ég á að það þyrfti að skoða stóru rannsóknarmynd taugakerfisins og tilraunameðferðir á mænuskaða sem þá voru framkvæmdar. Til að gera langa sögu stutta kom ýmislegt gott út úr samskiptunum en var bara dropi í hafið að miðað við það sem þarf. Frá því ég skrifaði Gro hef ég komið víða við hjá alþjóðastofnunum og alltaf með sömu beiðnina um að stóra rannsóknarmynd taugakerfisins verði skoðuð í samhengi. Í áranna rás hef ég þurft að taka margar U-beygjur til að halda verkefninu á lífi og þurft að takast á við nokkur ríkisstjórnarskipti og þá hefst hringurinn aftur með nýjum ráðherrum. Þrátt fyrir þetta hefur verkefnið mjakast áfram sérstaklega í þágu mænuskaðans á Norðurlandavettvangi og á ég það ýmsum góðum stjórnmálamönnum að þakka. Nú er svo komið að mér finnist að verkefninu hafi verið beint inn á rétta braut. Á fundi sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti með Miroslav Lajcák þáverandi forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í október síðastliðnum ræddi hann m.a. um nauðsyn þess að viðeigandi alþjóðastofnanir beindu kastljósi sínu að taugakerfinu. Í ræðu sinni við sama tækifæri hvatti ráðherra stjórnmálaforingja á alþjóðavísu til að beita pólitískum áhrifum sínum í þágu framfara í taugakerfinu. Í febrúar síðastliðnum átti utanríkisráðherra svo fund með Tetros Ghebreyesus framkvæmdastjóra WHO. Þar kom hann því á framfæri að nauðsynlegt væri að skoða stóru rannsóknarmynd taugakerfisins, greina hana og samkeyra með nýtingu gervigreindar til að finna vannýtta þekkingu og samnýta þá sem til staðar væri. Því var tekið með jákvæðu viðmóti ytra og hafa íslensk stjórnvöld nú tilnefnt sérstakan erindreka með aðsetur í Genf sem kortleggur yfirstandandi alþjóðlega vinnu í þágu lækninga á mænuskaða og aflar stuðnings annarra þjóða við verkefnið. Og utanríkisráðherra heldur áfram. Nú hefur hann skrifað Maríu Espinosa forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og óskað eftir stuðningi hennar við að vekja athygli aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna á þessum málum. Fróðlegt verður að sjá hvað kemur út úr því en Espinosa er frá Ekvador og Lenin Moreno forseti lands hennar hlaut mænuskaða og lömun fyrir 16 árum og er bundinn hjólastól. Ég þakka utanríkisráðherra, Diljá Mist Einarsdóttur ,aðstoðarmanni hans, og Maríu Mjöll Jónsdóttur, deildarstjóra í utanríkiráðuneytinu fyrir velviljann. Einnig þakka ég Lilju Dögg Alfreðsdóttur, Ingimari Einarssyni, Soffíu Arnardóttur, Ólafi Kr. Guðmundsyni, Berglindi Skúladóttur Sigurz, Sigurði Valtýssyni og Guðrúnu Dóru Bjarnadóttur fyrir öflugan bakstuðning í samningaviðræðum.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar