Aðlögun vegna loftslagsbreytinga Ari Trausti Guðmundsson skrifar 3. júní 2019 07:00 Við erum, eins og mörg dæmi sanna, hrifin af tækifærum sem færa okkur hagsbætur, helst miklar á skömmum tíma. Auðvitað er þetta ekkert sérkenni Íslendinga einna en hefur lengi loðað við. Vandkvæðum sem fylgja er minna sinnt, gjarnan með því að horfa framhjá þeim, velja úr eða afneita þeim. Það er ávallt krefjandi að horfast í augu við raunveruleikann, þurfa jafnvel að gangast við að eiga þátt í vandkvæðunum og vinna með þungar staðreyndir. Allt blasir þetta við á næstu áratugum þegar loftslagsvandinn tekur að bíta illilega í allt okkar líf með ærnum tilkostnaði, fáeinum tækifærum en mörgum ógnunum. Við loftslagsbreytingunum verður að bregðast, hraðar en hingað til. Það gerist m.a. með því að fylgja alþjóðlegum samningum og taka undir höft á raforkuframleiðslu með jarðefnaeldsneyti, samhliða hraðari orkuskiptum með nýjungum. Allt að 2/3 hluta þekktra kola-, olíu- og gasbirgða má ekki vinna. Minnka ber vinnslu málma og jarðefna í takt við aukna endurnýtingu þeirra. Nýta tré í stað steinsteypu. Minnka matarsóun og stunda hóflega neyslu og vörukaup, sem mest í nærumhverfinu. Auka bindingu kolefnis og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Að mörgu jákvæðu er unnið í miklum meirihluta landa heims en afar fá ná þeim hraða sem þarf, enn sem komið er. Þýði það minni hagvöxt, breyttan lífsstíl og aukið aðhald, verður svo að vera. Loftslagsbreytingar kalla á aðlögun samfélaga og alls konar mótvægisaðgerðir sem svör við afleiðingum hennar. Ríkisvaldið, sveitarfélög, helstu sérfræðistofnanir framkvæmda og eftirlits (t.d. Siglingastofnun, Samgöngustofa, Vegagerðin og Mannvirkjastofnun), Almannavarnir og þekkingar- og hagsmunasamtök eiga að mynda þverfaglegan samráðshóp með aðstöðu og starfsfólki. Hann ynni náið með nýja Loftslagsráðinu og sérfræðistofnunum þess (t.d. Veðurstofunni). Hlutverk hópsins væri að safna upplýsingum um leiðir til aðlögunar og mótvægis, hafa yfirsýn og aðhald með verkefnum og fræða sem flesta um stöðu og leiðir. Slíkur hópur eða ráð er vænni kostur en að fela Loftslagsráði þetta hlutverk ásamt öllu öðru er að starfsemi þess lýtur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum, eins og mörg dæmi sanna, hrifin af tækifærum sem færa okkur hagsbætur, helst miklar á skömmum tíma. Auðvitað er þetta ekkert sérkenni Íslendinga einna en hefur lengi loðað við. Vandkvæðum sem fylgja er minna sinnt, gjarnan með því að horfa framhjá þeim, velja úr eða afneita þeim. Það er ávallt krefjandi að horfast í augu við raunveruleikann, þurfa jafnvel að gangast við að eiga þátt í vandkvæðunum og vinna með þungar staðreyndir. Allt blasir þetta við á næstu áratugum þegar loftslagsvandinn tekur að bíta illilega í allt okkar líf með ærnum tilkostnaði, fáeinum tækifærum en mörgum ógnunum. Við loftslagsbreytingunum verður að bregðast, hraðar en hingað til. Það gerist m.a. með því að fylgja alþjóðlegum samningum og taka undir höft á raforkuframleiðslu með jarðefnaeldsneyti, samhliða hraðari orkuskiptum með nýjungum. Allt að 2/3 hluta þekktra kola-, olíu- og gasbirgða má ekki vinna. Minnka ber vinnslu málma og jarðefna í takt við aukna endurnýtingu þeirra. Nýta tré í stað steinsteypu. Minnka matarsóun og stunda hóflega neyslu og vörukaup, sem mest í nærumhverfinu. Auka bindingu kolefnis og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Að mörgu jákvæðu er unnið í miklum meirihluta landa heims en afar fá ná þeim hraða sem þarf, enn sem komið er. Þýði það minni hagvöxt, breyttan lífsstíl og aukið aðhald, verður svo að vera. Loftslagsbreytingar kalla á aðlögun samfélaga og alls konar mótvægisaðgerðir sem svör við afleiðingum hennar. Ríkisvaldið, sveitarfélög, helstu sérfræðistofnanir framkvæmda og eftirlits (t.d. Siglingastofnun, Samgöngustofa, Vegagerðin og Mannvirkjastofnun), Almannavarnir og þekkingar- og hagsmunasamtök eiga að mynda þverfaglegan samráðshóp með aðstöðu og starfsfólki. Hann ynni náið með nýja Loftslagsráðinu og sérfræðistofnunum þess (t.d. Veðurstofunni). Hlutverk hópsins væri að safna upplýsingum um leiðir til aðlögunar og mótvægis, hafa yfirsýn og aðhald með verkefnum og fræða sem flesta um stöðu og leiðir. Slíkur hópur eða ráð er vænni kostur en að fela Loftslagsráði þetta hlutverk ásamt öllu öðru er að starfsemi þess lýtur.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar