Innlent

Insta­gram­stjörnur göntuðust með utan­vega­akstur við Mý­vatn

Andri Eysteinsson skrifar
Ökumaður bílsins birti mynd frá vettvangi og sagðist búast við vænni sekt.
Ökumaður bílsins birti mynd frá vettvangi og sagðist búast við vænni sekt. Instagram/sashatikhomirov
Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu.

Ljóst er að ferðamannanna bíður sekt en af samfélagsmiðlum ferðamannanna að dæma virðist svo vera að áhyggjurnar hafi ekki verið miklar yfir málinu.

Ferðamennirnir, sem allir virðast vera samfélagsmiðlastjörnur, birta myndir og myndbönd frá aðstæðum á Instagram reikningum sínum. Segir einn þeirra, Alexander Tikhomirov, á mynd sinni að hann hafi fengið væna sekt í dag.



Tikhomirov
 þessi hefur um 318 þúsund fylgjendur á Instagram er förunautar hans eru með öllu minna, 11,600, 3,300 og 2,189 fylgjendur.

Sigurður Jónas Þorbergsson, einn landeigenda á svæðinu segir í samtali við mbl.is að miklar skemmdir hafi verið unnar á landinu, segir Sigurður þá að ekki hafi verið um óhapp að ræða. „Þetta er ásetnings­brot,“ segir Sigurður. „Því þeir keyra upp veginn og taka svo beygju til vinstri og út af veginum.“

Eftir utanvegaaksturinn voru myndatökur næsta skrefInstagram



Fleiri fréttir

Sjá meira


×