Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi, Andrea Nahles, tilkynnti í dag að hún ætli að segja af sér sem formaður flokksins og jafnframt sem þingflokksformaður.
Nahles var fyrst kvenna til að vera kjörin formaður Jafnaðarmannaflokksins. Hún hlaut formannsstólinn í apríl í fyrra og voru miklar vonir bundnar við að hún gæti sætt sjónarmið vinstri og miðjumanna eftir að flokkurinn hafði árið 2017 hlotið verstu kosningu í 155 ára sögu hans.
Þrátt fyrir fögur fyrirheit og miklar vonir hefur fylgi flokksins ekki aukist undir forystu Nahles. Þvert á móti hlaut Jafnaðarmannaflokkurinn slæma útreið í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum og missti 11 sæti. Krafa um afsögn hennar hefur verið uppi síðan.
Í tilkynningunni sagði Nahles að hún teldi sig ekki lengur njóta stuðnings meirihluta flokksmanna.
Jafnaðarmannaflokkurinn skipar núverandi ríkisstjórn ásamt Kristilegum demókrötum og Græningjum og þykir mögulegt að afsögnin verði til þess að slitni upp úr samstarfinu.
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi segir af sér

Tengdar fréttir

Flokkur Merkel og Jafnaðarmenn tapa í Hessen
Útgönguspár benda til að flokkarnir fái báðir um 10 prósent minna fylgi en í síðustu kosningum til sambandsþingsins.

Óljós staða eftir samkomulag Merkel og Seehofer
Beðið er viðbragða þýskra Jafnaðarmanna eftir samkomulag Angelu Merkel og Horst Seehofer í gærkvöldi.

Funda um innflytjendamálin í kvöld
Ekkert samkomulag virðist sem stendur í sjónmáli hjá þýsku ríkisstjórnarflokkunum um innflytjendamálin.