Þróa sjálfvirka sævængi til að láta vindinn draga skip áfram Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2019 16:42 Með sævængjum er hugmyndin að láta vindorku hjálpa til við að knýja skipin áfram. Teikning/Airseas. „Sævængir þýða byltingu fyrir siglingar og fyrir umhverfið,“ sagði Akira Misaki, forstjóri japanska skipafélagsins K-line, við undirritun samnings við fyrirtækið Airseas, dótturfélag Airbus, um nýjan seglbúnað fyrir skip, byggðan á flugtækni. Samningurinn var undirritaður á flugsýningunni í París í gær og felur í sér tuttugu ára þróunarverkefni. Sævængur er einskonar sjálfvirkur flugdreki sem nýtir eiginleika svifvængs. Byrjað verður á því að koma sævæng fyrir á einu flutningaskipi og láta þannig vindinn hjálpa til við að draga það áfram. Með því að nýta vindorku með þessum hætti er talið unnt að draga úr losun koltvísýrings viðkomandi skips um 20 prósent. Í framhaldi af tilraunum hyggst K-line, eða Kawasaki Kisen Kaisha, eins og skipafélagið heitir formlega, kaupa fimmtíu sævængi á skip sín. „Með því að nýta flugtækni sævængja minnkum við umhverfisfótspor skipa okkar um 5.200 tonn koltvísýrings á ári. Þetta mun stuðla að því markmiði okkar að draga úr losun koltvísýrings um helming fyrir árið 2050,“ sagði Misaki, forstjóri K-line. Airseas-fyrirtækið hóf þróun sævængsins árið 2016 og prófaði frumgerðina á sjó í árslok 2017. Það hyggst sjálft fyrir árslok 2020 koma fyrir 500 fermetra sævæng á 150 metra löngu flutningaskipi, sem siglir yfir Atlantshafið á leiðinni milli Saint-Nazaire í Frakklandi og Mobile í Alabama í Bandaríkunum. Japanska skipafélagið áformar að hafa 1.000 fermetra sævængi á sínum skipum og er stefnt að því að sá fyrsti verði kominn í notkun árið 2021. Markmið Airbus er að fyrir árið 2025 verði yfir eitthundrað skip dregin áfram á sævængjum. Airbus Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
„Sævængir þýða byltingu fyrir siglingar og fyrir umhverfið,“ sagði Akira Misaki, forstjóri japanska skipafélagsins K-line, við undirritun samnings við fyrirtækið Airseas, dótturfélag Airbus, um nýjan seglbúnað fyrir skip, byggðan á flugtækni. Samningurinn var undirritaður á flugsýningunni í París í gær og felur í sér tuttugu ára þróunarverkefni. Sævængur er einskonar sjálfvirkur flugdreki sem nýtir eiginleika svifvængs. Byrjað verður á því að koma sævæng fyrir á einu flutningaskipi og láta þannig vindinn hjálpa til við að draga það áfram. Með því að nýta vindorku með þessum hætti er talið unnt að draga úr losun koltvísýrings viðkomandi skips um 20 prósent. Í framhaldi af tilraunum hyggst K-line, eða Kawasaki Kisen Kaisha, eins og skipafélagið heitir formlega, kaupa fimmtíu sævængi á skip sín. „Með því að nýta flugtækni sævængja minnkum við umhverfisfótspor skipa okkar um 5.200 tonn koltvísýrings á ári. Þetta mun stuðla að því markmiði okkar að draga úr losun koltvísýrings um helming fyrir árið 2050,“ sagði Misaki, forstjóri K-line. Airseas-fyrirtækið hóf þróun sævængsins árið 2016 og prófaði frumgerðina á sjó í árslok 2017. Það hyggst sjálft fyrir árslok 2020 koma fyrir 500 fermetra sævæng á 150 metra löngu flutningaskipi, sem siglir yfir Atlantshafið á leiðinni milli Saint-Nazaire í Frakklandi og Mobile í Alabama í Bandaríkunum. Japanska skipafélagið áformar að hafa 1.000 fermetra sævængi á sínum skipum og er stefnt að því að sá fyrsti verði kominn í notkun árið 2021. Markmið Airbus er að fyrir árið 2025 verði yfir eitthundrað skip dregin áfram á sævængjum.
Airbus Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira