Ráðleggur Íslendingum að fara varlega í fasteignakaupum á Spáni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2019 08:30 Sumarhúsabyggð á Spáni en landið hefur löngum verið vinsæll sumarleyfisstaður Íslendinga og hefur það færst í aukana að Íslendingar kaupi sér þar fasteignir. vísir/getty Ómar Sigurðsson, skipstjóri, ráðleggur Íslendingum að fara varlega ætli fólk að kaupa sér fasteign á Spáni. Að ýmsu sé að hyggja og helst þurfi maður að eiga að lágmarki 60 prósent af eigin fé ætli maður sér að kaupa húsnæði á Spáni. Ómar ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun en hann hafði áður skrifað um „glórulaus fasteignakaup á Spáni“ á Facebook-síðu sína.„Þetta er eyðsla, þetta er lúxus“ Sjálfur keypti Ómar sína fyrstu eign á Spáni upp úr 1993 og þekkir því fasteignamarkaðinn þar vel. Hann segist ekki hafa neitt á móti því að fólk kaupi fasteign á Spáni, slíkt sé sjálfsagt en það þurfi að hafa efni á því. „Helst að eiga alveg fyrir húsinu en allavega þá þarf að eiga svona 60 til 70 prósent að lágmarki að mínu mati. Og það má svona skipta þessum kaupum upp í grófum dráttum í tvennt. Það er sem sagt að kaupa nýbyggingu og að kaupa svo notaða eign. Það er mun hagstæðara að kaupa notaða eign. Að kaupa nýbyggingu er ótrúlega dýr lúxus, alveg ótrúlega dýr,“ segir Ómar. Hann tekur dæmi þar sem verið er að auglýsa hæðir núna á 225 þúsund evrur eða um það bil 30 milljónir króna. Hann segir að bara við það að taka við lyklunum verðfalli eignin um 20 prósent þar sem spænski fasteignamarkaðurinn sé ekki eins og sá íslenski. Þetta sé eins og að kaupa sér bíl sem lækka í verði með aldrinum eins og þekkt er. „Þar lækka eignirnar í verði með aldrinum, alveg eins og bílarnir hjá okkur. Þetta er ekki eins og fasteignamarkaðurinn hérna. Þannig að þetta er eyðsla, þetta er lúxus, þetta er eyðsla og þú færð ekki það til baka sem þú borgar. Ef þú kaupir eign á 30 milljónir og færð 80 prósent lánað eins og verið er að halda að fólki þá eru það 24 milljónir. Þú leggur sex milljónir frá sjálfum þér í þetta. Þú ert alveg pottþétt búinn að tapa þessum sex milljónum eftir tvö ár, jafnvel eitt,“ segir Ómar og tekur annað dæmi af eign sem hann var að skoða í vetur.Keypti á 250 þúsund evrur en tilbúinn að selja á 135 þúsund evrur „Ég var að tala við eigandann. Hann hafði keypt þessa eign á 250 þúsund evrur á sínum tíma. Hann var búinn að gera ýmislegt fyrir hana og sagði að hún stæði í 300 þúsund evrum. Þetta var 10 ára gömul eign, hann var búinn að eiga hana í tíu ár og hann var tilbúinn til þess að selja hana á 135 þúsund evrur. Það fylgdi meira að segja bíll með en hann var nú lítils virði,“ segir Ómar. Þá bendir hann á að eftir að maður hefur tekið við lyklunum að glænýju eigninni þurfi að kaupa innbú, húsgögn, þvottavél, þurrkara og annað og það fylgir svo allt með í endursölu. Það tapist í raun um leið því maður fær ekkert fyrir það í endursölunni. Ómar segir það eiginlega besta kostinn að kaupa illa farna eign og gera hana upp, og kaupa notaða eign því þær séu mun lægri í verði en nýjar. Þá eigi fólk ekki að taka há lán fyrir svona fasteignaviðskiptum. „Ekki fara út í svona viðskipti nema eiga að lágmarki svona 60 prósent af eigin fé og ekki kaupa nýja eign, það er mín skoðun,“ segir Ómar. Bítið Ferðalög Spánn Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Ómar Sigurðsson, skipstjóri, ráðleggur Íslendingum að fara varlega ætli fólk að kaupa sér fasteign á Spáni. Að ýmsu sé að hyggja og helst þurfi maður að eiga að lágmarki 60 prósent af eigin fé ætli maður sér að kaupa húsnæði á Spáni. Ómar ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun en hann hafði áður skrifað um „glórulaus fasteignakaup á Spáni“ á Facebook-síðu sína.„Þetta er eyðsla, þetta er lúxus“ Sjálfur keypti Ómar sína fyrstu eign á Spáni upp úr 1993 og þekkir því fasteignamarkaðinn þar vel. Hann segist ekki hafa neitt á móti því að fólk kaupi fasteign á Spáni, slíkt sé sjálfsagt en það þurfi að hafa efni á því. „Helst að eiga alveg fyrir húsinu en allavega þá þarf að eiga svona 60 til 70 prósent að lágmarki að mínu mati. Og það má svona skipta þessum kaupum upp í grófum dráttum í tvennt. Það er sem sagt að kaupa nýbyggingu og að kaupa svo notaða eign. Það er mun hagstæðara að kaupa notaða eign. Að kaupa nýbyggingu er ótrúlega dýr lúxus, alveg ótrúlega dýr,“ segir Ómar. Hann tekur dæmi þar sem verið er að auglýsa hæðir núna á 225 þúsund evrur eða um það bil 30 milljónir króna. Hann segir að bara við það að taka við lyklunum verðfalli eignin um 20 prósent þar sem spænski fasteignamarkaðurinn sé ekki eins og sá íslenski. Þetta sé eins og að kaupa sér bíl sem lækka í verði með aldrinum eins og þekkt er. „Þar lækka eignirnar í verði með aldrinum, alveg eins og bílarnir hjá okkur. Þetta er ekki eins og fasteignamarkaðurinn hérna. Þannig að þetta er eyðsla, þetta er lúxus, þetta er eyðsla og þú færð ekki það til baka sem þú borgar. Ef þú kaupir eign á 30 milljónir og færð 80 prósent lánað eins og verið er að halda að fólki þá eru það 24 milljónir. Þú leggur sex milljónir frá sjálfum þér í þetta. Þú ert alveg pottþétt búinn að tapa þessum sex milljónum eftir tvö ár, jafnvel eitt,“ segir Ómar og tekur annað dæmi af eign sem hann var að skoða í vetur.Keypti á 250 þúsund evrur en tilbúinn að selja á 135 þúsund evrur „Ég var að tala við eigandann. Hann hafði keypt þessa eign á 250 þúsund evrur á sínum tíma. Hann var búinn að gera ýmislegt fyrir hana og sagði að hún stæði í 300 þúsund evrum. Þetta var 10 ára gömul eign, hann var búinn að eiga hana í tíu ár og hann var tilbúinn til þess að selja hana á 135 þúsund evrur. Það fylgdi meira að segja bíll með en hann var nú lítils virði,“ segir Ómar. Þá bendir hann á að eftir að maður hefur tekið við lyklunum að glænýju eigninni þurfi að kaupa innbú, húsgögn, þvottavél, þurrkara og annað og það fylgir svo allt með í endursölu. Það tapist í raun um leið því maður fær ekkert fyrir það í endursölunni. Ómar segir það eiginlega besta kostinn að kaupa illa farna eign og gera hana upp, og kaupa notaða eign því þær séu mun lægri í verði en nýjar. Þá eigi fólk ekki að taka há lán fyrir svona fasteignaviðskiptum. „Ekki fara út í svona viðskipti nema eiga að lágmarki svona 60 prósent af eigin fé og ekki kaupa nýja eign, það er mín skoðun,“ segir Ómar.
Bítið Ferðalög Spánn Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira