Bara falsfrétt? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. júní 2019 07:00 Þjóðhátíðardaginn 17. júní, í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins, komu um 70 ungmenni, 13-16 ára, saman á þingfundi í Alþingishúsinu. Ungmennin völdu sér málefni sem þeim finnst brýnt að takast á við og settu skiljanlega umhverfis- og loftslagsmál efst á dagskrá. Nú þegar blasir við að mannkynið er komið nokkuð langt á veg með að eyðileggja Jörðina vegna sinnuleysis síns gagnvart umhverfinu hefur æskan sýnt frumkvæði og streymt út á stræti og torg til að mótmæla skelfilegri stöðu og krefjast aðgerða. Um leið eru ungmennin að strengja þess heit að standa sig betur en eldri kynslóðir hafa gert. Ung stúlka á ungmennaþinginu ræddi um ábyrgðarleysi mannsins og sagði: „Skemmdarverk mannsins hafa ekki aðeins haft áhrif á Jörðina heldur allt það sem á henni býr.“ Hún gerir sér ljósa grein fyrir ábyrgð mannkyns og vill snúa skelfilegri þróun við. Þessi stúlka er ein af fjölmörgum ungmennum sem tala af sannfæringu um umhverfismál. Þau búa yfir miklum krafti og ætla að láta verkin tala. Furðulegt væri ef hinir fullorðnu neituðu að taka mark á þeim. Sumir sýna þó einarða tilburði í þá átt. Nokkrum dögum áður en unga fólkið fyllti þingsal Alþingis og ræddi umhverfismál af festu hafði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, gert áhyggjur barna af loftslagsbreytingum að umtalsefni á Alþingi og sama mál ræddi hann á Útvarpi Sögu. Áherslur hans eru æði furðulegar. Hann leggur áherslu á að æska landsins fræðist í skólum um sjónarmið þeirra vísindamanna sem telja loftslagsbreytingar ekki vera af mannavöldum. Nú er það svo að færustu vísindamenn eru sammála um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Einstaka raddir heyrast mótmæla því en með litlum rökum, samt á sá málflutningur sums staðar upp á pallborðið, eins og til dæmis hjá Bandaríkjaforseta Donald Trump og nótum hans. Það er eftir öðru að málflutningur þessara hættulegu manna eigi hljómgrunn í Miðflokknum þar sem myrk afturhaldssjónarmið hafa hreiðrað um sig. Birgir Þórarinsson talaði á Alþingi um loftslagsmál eins og hann gruni að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu enn ein falsfréttin sem verið sé að bjóða heimsbyggðinni upp á. Ekki er langt síðan þessi sami þingmaður hélt því fram að forseti Filippseyja, hinn alræmdi morðhundur Rodrigo Duterte, væri vaskur maður sem fengið hefði á sig holskeflu af ósanngjarnri gagnrýni. Á sama tíma og sterk umhverfisvakning á sér stað vafðist ekki fyrir þingmönnum Miðflokksins að setja sig í málþófsstellingar þegar ræða átti loftslagsmálafrumvarp umhverfisráðherra á þingi. Þingmaður flokksins er síðan í algjörri afneitun á vandanum þegar hann heldur því fram að kynna þurfi í skólum málstað þeirra sem halda því fram að loftslagsbreytingar séu ekki af manna völdum. Kenningar sem eru nánast jafn fáránlegar og þær að Jörðin sé flöt. Það er sjálfsagt að vita af skringilegum kenningum, en það á ekki að láta eins og ástæða sé til að taka mark á þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Loftslagsmál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðhátíðardaginn 17. júní, í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins, komu um 70 ungmenni, 13-16 ára, saman á þingfundi í Alþingishúsinu. Ungmennin völdu sér málefni sem þeim finnst brýnt að takast á við og settu skiljanlega umhverfis- og loftslagsmál efst á dagskrá. Nú þegar blasir við að mannkynið er komið nokkuð langt á veg með að eyðileggja Jörðina vegna sinnuleysis síns gagnvart umhverfinu hefur æskan sýnt frumkvæði og streymt út á stræti og torg til að mótmæla skelfilegri stöðu og krefjast aðgerða. Um leið eru ungmennin að strengja þess heit að standa sig betur en eldri kynslóðir hafa gert. Ung stúlka á ungmennaþinginu ræddi um ábyrgðarleysi mannsins og sagði: „Skemmdarverk mannsins hafa ekki aðeins haft áhrif á Jörðina heldur allt það sem á henni býr.“ Hún gerir sér ljósa grein fyrir ábyrgð mannkyns og vill snúa skelfilegri þróun við. Þessi stúlka er ein af fjölmörgum ungmennum sem tala af sannfæringu um umhverfismál. Þau búa yfir miklum krafti og ætla að láta verkin tala. Furðulegt væri ef hinir fullorðnu neituðu að taka mark á þeim. Sumir sýna þó einarða tilburði í þá átt. Nokkrum dögum áður en unga fólkið fyllti þingsal Alþingis og ræddi umhverfismál af festu hafði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, gert áhyggjur barna af loftslagsbreytingum að umtalsefni á Alþingi og sama mál ræddi hann á Útvarpi Sögu. Áherslur hans eru æði furðulegar. Hann leggur áherslu á að æska landsins fræðist í skólum um sjónarmið þeirra vísindamanna sem telja loftslagsbreytingar ekki vera af mannavöldum. Nú er það svo að færustu vísindamenn eru sammála um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Einstaka raddir heyrast mótmæla því en með litlum rökum, samt á sá málflutningur sums staðar upp á pallborðið, eins og til dæmis hjá Bandaríkjaforseta Donald Trump og nótum hans. Það er eftir öðru að málflutningur þessara hættulegu manna eigi hljómgrunn í Miðflokknum þar sem myrk afturhaldssjónarmið hafa hreiðrað um sig. Birgir Þórarinsson talaði á Alþingi um loftslagsmál eins og hann gruni að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu enn ein falsfréttin sem verið sé að bjóða heimsbyggðinni upp á. Ekki er langt síðan þessi sami þingmaður hélt því fram að forseti Filippseyja, hinn alræmdi morðhundur Rodrigo Duterte, væri vaskur maður sem fengið hefði á sig holskeflu af ósanngjarnri gagnrýni. Á sama tíma og sterk umhverfisvakning á sér stað vafðist ekki fyrir þingmönnum Miðflokksins að setja sig í málþófsstellingar þegar ræða átti loftslagsmálafrumvarp umhverfisráðherra á þingi. Þingmaður flokksins er síðan í algjörri afneitun á vandanum þegar hann heldur því fram að kynna þurfi í skólum málstað þeirra sem halda því fram að loftslagsbreytingar séu ekki af manna völdum. Kenningar sem eru nánast jafn fáránlegar og þær að Jörðin sé flöt. Það er sjálfsagt að vita af skringilegum kenningum, en það á ekki að láta eins og ástæða sé til að taka mark á þeim.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun