Oddný og Hildur dæmdar til greiðslu bóta vegna Hlíðamálsins Birgir Olgeirsson skrifar 18. júní 2019 12:51 Frá mótmælum við lögreglustöðina á Hverfisgötu í nóvember árið 2015. Vísir Oddný Aradóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru í morgun dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða. Þetta staðfestir lögmaður Oddnýjar og Hildar, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, í samtali við Vísi. MBl.is greinir frá því að Oddný þurfi að greiða mönnunum tveimur 220 þúsund krónur hvorum um sig í bætur vegna ummælanna en Hildur þarf að greiða þeim tveimur 150 þúsund krónur. Sigrún Ingibjörg var að kynna sér niðurstöðu dómsins þegar Vísir náði í hana en hún sagðist reikna með að eiga eftir að mæla með því við Oddnýju og Hildi að niðurstöðunni verði áfrýjað. Dómarnir hafa ekki verið birtir á vef dómstóla þegar þetta er ritað. Voru ummæli þeirra Hildar og Oddnýjar dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. FBL/STEFánMálið má rekja til forsíðufréttar Fréttablaðsins í nóvember árið 2015 með fyrirsögninni „Íbúðin var útbúin til nauðgana“. Fréttin birtist 9. nóvember en boðað var til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu vegna þess að mennirnir tveir höfðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins leiddi ekki til ákæru og var látin niður falla í júní árið 2016. Í júní í fyrra voru fjórir fréttamenn fréttastofu 365 dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur vegna málsins. Oddný var ein þeirra sem stóð fyrir mótmælunum fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu en hún lét eftirfarandi ummæli falla sem hafa verið dæmd dauð og ómerk: 1. Það er ekki krafist gæsluvarðhalds yfir mönnum sem hefur í að minnsta kosti tvö mismunandi skipti tekist að nauðga konum.2. Ekki nóg með að þeir nauðgi þeim heldur gera þeir það kerfisbundið.3. Í bæði skiptin var bekkjarskemmtun hjá HR, í að minnsta kosti öðru tilfellinu var stúlkunni byrlað ólyfjan, þeir taka þær heim í íbúð til sín og þetta var gert í einhvers konar samstarfi. Planað á milli þessara tveggja manna.4. Að mér skilst var komið í veg fyrir þriðju nauðgunina.5. Þetta eru tveir menn sem hafa í að minnstakosti tvö skipti tekist að nauðga, í eitt skipti var komið í veg fyrir nauðgunina, við vitum ekki hvað hefur gerst áður og þessir menn eru látnir lausir. Fóru mennirnir hvort um sig fram á tvær milljónir í miskabætur frá Oddnýju.Mennirnir fóru fram á Hildur yrði dæmd til að greiða þeim 1,5 milljónir króna í miskabætur fyrir eftirfarandi ummæli sem hafa verið dæmd dauð og ómerk:„... þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð.“ Dómsmál Hlíðamálið Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Oddný Aradóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru í morgun dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða. Þetta staðfestir lögmaður Oddnýjar og Hildar, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, í samtali við Vísi. MBl.is greinir frá því að Oddný þurfi að greiða mönnunum tveimur 220 þúsund krónur hvorum um sig í bætur vegna ummælanna en Hildur þarf að greiða þeim tveimur 150 þúsund krónur. Sigrún Ingibjörg var að kynna sér niðurstöðu dómsins þegar Vísir náði í hana en hún sagðist reikna með að eiga eftir að mæla með því við Oddnýju og Hildi að niðurstöðunni verði áfrýjað. Dómarnir hafa ekki verið birtir á vef dómstóla þegar þetta er ritað. Voru ummæli þeirra Hildar og Oddnýjar dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. FBL/STEFánMálið má rekja til forsíðufréttar Fréttablaðsins í nóvember árið 2015 með fyrirsögninni „Íbúðin var útbúin til nauðgana“. Fréttin birtist 9. nóvember en boðað var til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu vegna þess að mennirnir tveir höfðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins leiddi ekki til ákæru og var látin niður falla í júní árið 2016. Í júní í fyrra voru fjórir fréttamenn fréttastofu 365 dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur vegna málsins. Oddný var ein þeirra sem stóð fyrir mótmælunum fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu en hún lét eftirfarandi ummæli falla sem hafa verið dæmd dauð og ómerk: 1. Það er ekki krafist gæsluvarðhalds yfir mönnum sem hefur í að minnsta kosti tvö mismunandi skipti tekist að nauðga konum.2. Ekki nóg með að þeir nauðgi þeim heldur gera þeir það kerfisbundið.3. Í bæði skiptin var bekkjarskemmtun hjá HR, í að minnsta kosti öðru tilfellinu var stúlkunni byrlað ólyfjan, þeir taka þær heim í íbúð til sín og þetta var gert í einhvers konar samstarfi. Planað á milli þessara tveggja manna.4. Að mér skilst var komið í veg fyrir þriðju nauðgunina.5. Þetta eru tveir menn sem hafa í að minnstakosti tvö skipti tekist að nauðga, í eitt skipti var komið í veg fyrir nauðgunina, við vitum ekki hvað hefur gerst áður og þessir menn eru látnir lausir. Fóru mennirnir hvort um sig fram á tvær milljónir í miskabætur frá Oddnýju.Mennirnir fóru fram á Hildur yrði dæmd til að greiða þeim 1,5 milljónir króna í miskabætur fyrir eftirfarandi ummæli sem hafa verið dæmd dauð og ómerk:„... þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð.“
Dómsmál Hlíðamálið Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira