Flugfreyja tókst á loft í ofsafenginni ókyrrð Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júní 2019 11:06 Innihald vagnsins, sem flugfreyjan dró, þeyttist yfir farþega þegar ókyrrðin var hvað mest. Skjáskot Gríðarleg ókyrrð olli ofsahræðslu í flugvél ALK Airlines á leið frá Kosovo til Sviss á sunnudag. Í myndbandi sem tekið er inni í vélina má heyra grátandi farþega fara með bænirnar sínar þær fimm mínútur sem vélin lék á reiðiskjálfi. Flugfreyja og vagninn sem hún dró skullu upp undir þak vélarinnar og dreifðu matvælum og heitu kaffi yfir næstu sætaraðir. Tíu farþegar af 121 þurftu að leita á slysadeild eftir að vélin lenti loksins í Basel og þykir mildi að fleiri hafi ekki slasast, slíkur var hristingurinn. Sætaraðir losnuðu, sætisbelti rifnuðu og farþegar blóðguðust. Konan sem fangaði myndbandið hér að neðan, Mirjeta Basha, segir að ókyrrðin hafi hafist um hálftíma eftir flugtak. Hún hafi ekki staðið yfir í nema 5 mínútur, sem voru þó gríðarlega lengi að líða. Eiginmaður hennar hafi verið einn þeirra sem þurfti að leita á slysadeild en hann fékk yfir sig rjúkandi heitt kaffið. Basha hrósar starfsfólki flugfélagsins í hástert fyrir fagmennsku við þessar erfiðu aðstæður. Flugmenn og flugfreyjur hafi haldið ró sinni og reynt að stappa stálinu í skelkaða farþega. Rétt er að vara flughrædda við myndbandi Basha, en nánar má fræðast um ókyrrð í háloftunum á Vísindavefnum. Fréttir af flugi Kósovó Sviss Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Gríðarleg ókyrrð olli ofsahræðslu í flugvél ALK Airlines á leið frá Kosovo til Sviss á sunnudag. Í myndbandi sem tekið er inni í vélina má heyra grátandi farþega fara með bænirnar sínar þær fimm mínútur sem vélin lék á reiðiskjálfi. Flugfreyja og vagninn sem hún dró skullu upp undir þak vélarinnar og dreifðu matvælum og heitu kaffi yfir næstu sætaraðir. Tíu farþegar af 121 þurftu að leita á slysadeild eftir að vélin lenti loksins í Basel og þykir mildi að fleiri hafi ekki slasast, slíkur var hristingurinn. Sætaraðir losnuðu, sætisbelti rifnuðu og farþegar blóðguðust. Konan sem fangaði myndbandið hér að neðan, Mirjeta Basha, segir að ókyrrðin hafi hafist um hálftíma eftir flugtak. Hún hafi ekki staðið yfir í nema 5 mínútur, sem voru þó gríðarlega lengi að líða. Eiginmaður hennar hafi verið einn þeirra sem þurfti að leita á slysadeild en hann fékk yfir sig rjúkandi heitt kaffið. Basha hrósar starfsfólki flugfélagsins í hástert fyrir fagmennsku við þessar erfiðu aðstæður. Flugmenn og flugfreyjur hafi haldið ró sinni og reynt að stappa stálinu í skelkaða farþega. Rétt er að vara flughrædda við myndbandi Basha, en nánar má fræðast um ókyrrð í háloftunum á Vísindavefnum.
Fréttir af flugi Kósovó Sviss Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira