Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2019 21:08 Mitch McConnell og Jon Stewart. Vísir/Getty Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé „svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. McConnell segir það engan vafa leika á því að sjóðurinn verði fullfjármagnaður. Stewart, sem best er þekktur fyrir miskunnarlaust háð sitt sem þáttastjórnandi the Daily Show á árum áður, hélt hjartnæma ræðu er hann kom fyrir þingnefnd í síðastu viku sem vakti gríðarlega athygli. Þar gagnrýndi hann þingmenn harðlega fyrir að draga lappirnar í því að samþykkja fjármögnun sjóðsins. Fjármagn sjóðsins rennur út á næsta ári og þarf bandaríska þingið að samþykkja frekari fjárveitingu svo sjóðurinn geti fjármagnað heilsugæslu fyrir þá sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001Sjá einnig:Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn"Your indifference cost these men and women their most valuable commodity: time." Jon Stewart receives a standing ovation from 9/11 first responders after slamming lawmakers for failing to fund programs providing healthcare to the first responders https://t.co/vSFOq11Wr5pic.twitter.com/BrAC3UfYMD — ABC News Politics (@ABCPolitics) June 11, 2019 Beindist reiði Stewart einkum að McConnell og sakaði Stewart leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni um að hafa tafið málið fram á síðustu stundu er þingið samþykkti síðast að fjármagna sjóðinn, árið 2015. Í viðtölum í bandarískum fjölmiðlum eftir ræðuna varaði Stewart McConnell við að draga málið, en báðar deildir Bandaríkjaþings þurfa að samþykkja fjárveitinguna. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni, repúblikanar í öldungadeildinni.Í samtali við FOX í sagðist McConnellekki átta sig á því af hverju Stewart væri svona reiður út í sig og að eðlilegar skýringar væru á því af hverju málið tæki tíma.„Margt af því sem kemur frá þinginu gerist á lokametrinum. Við höfum aldrei skorast undan því að taka á málinu og það mun ekki gerast hér,“ sagði McConnell. „Ég skil ekki af hverju hann er svona pirraður. Við munum sjá um 9/11 sjóðinn.“Meðal þess sem Stewart gagnrýndi í eldræðu sinni var það sem hann sagði vera skort á áhuga þingmanna í garð þeirra sem þyrftu á sjóðnum að halda. Það sýndi sig í því að ekki hafi allir nefndarmenn mætt á fundinn þar sem málið var tekið fyrir og Stewart tók til máls. McConnell sagði af og frá að mæting á nefndarfundi gæfi vísbendingu um áhuga eða áhugaleysi þingmanna.„Það gerist mjög oft vegna þess að nefndarmenn eru með mörg járn í eldinum. Frá mínum bæjardyrum séð er eins og hann sé að reyna að vekja athygli á sér áður en hann fer í framboð,“ sagði McConnell og baunaði þar með til baka á Stewart. Bandaríkin Tengdar fréttir Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé „svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. McConnell segir það engan vafa leika á því að sjóðurinn verði fullfjármagnaður. Stewart, sem best er þekktur fyrir miskunnarlaust háð sitt sem þáttastjórnandi the Daily Show á árum áður, hélt hjartnæma ræðu er hann kom fyrir þingnefnd í síðastu viku sem vakti gríðarlega athygli. Þar gagnrýndi hann þingmenn harðlega fyrir að draga lappirnar í því að samþykkja fjármögnun sjóðsins. Fjármagn sjóðsins rennur út á næsta ári og þarf bandaríska þingið að samþykkja frekari fjárveitingu svo sjóðurinn geti fjármagnað heilsugæslu fyrir þá sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001Sjá einnig:Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn"Your indifference cost these men and women their most valuable commodity: time." Jon Stewart receives a standing ovation from 9/11 first responders after slamming lawmakers for failing to fund programs providing healthcare to the first responders https://t.co/vSFOq11Wr5pic.twitter.com/BrAC3UfYMD — ABC News Politics (@ABCPolitics) June 11, 2019 Beindist reiði Stewart einkum að McConnell og sakaði Stewart leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni um að hafa tafið málið fram á síðustu stundu er þingið samþykkti síðast að fjármagna sjóðinn, árið 2015. Í viðtölum í bandarískum fjölmiðlum eftir ræðuna varaði Stewart McConnell við að draga málið, en báðar deildir Bandaríkjaþings þurfa að samþykkja fjárveitinguna. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni, repúblikanar í öldungadeildinni.Í samtali við FOX í sagðist McConnellekki átta sig á því af hverju Stewart væri svona reiður út í sig og að eðlilegar skýringar væru á því af hverju málið tæki tíma.„Margt af því sem kemur frá þinginu gerist á lokametrinum. Við höfum aldrei skorast undan því að taka á málinu og það mun ekki gerast hér,“ sagði McConnell. „Ég skil ekki af hverju hann er svona pirraður. Við munum sjá um 9/11 sjóðinn.“Meðal þess sem Stewart gagnrýndi í eldræðu sinni var það sem hann sagði vera skort á áhuga þingmanna í garð þeirra sem þyrftu á sjóðnum að halda. Það sýndi sig í því að ekki hafi allir nefndarmenn mætt á fundinn þar sem málið var tekið fyrir og Stewart tók til máls. McConnell sagði af og frá að mæting á nefndarfundi gæfi vísbendingu um áhuga eða áhugaleysi þingmanna.„Það gerist mjög oft vegna þess að nefndarmenn eru með mörg járn í eldinum. Frá mínum bæjardyrum séð er eins og hann sé að reyna að vekja athygli á sér áður en hann fer í framboð,“ sagði McConnell og baunaði þar með til baka á Stewart.
Bandaríkin Tengdar fréttir Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20