Amanda Knox óttast að verða fyrir árásum og áreiti á Ítalíu Sylvía Hall skrifar 15. júní 2019 16:31 Knox ávarpaði ráðstefnugesti og sagðist ekki hafa komið nálægt morðinu á Meredith Kercher. Vísir/Getty Hin 32 ára gamla Amanda Knox segist vera hrædd um að verða fyrir árásum og ásökunum á Ítalíu en hún sneri aftur þangað í fyrsta sinn nú á dögunum eftir að hún var sýknuð af áfrýjunardómstól af morðinu á sambýliskonu sinni árið 2011. BBC greinir frá. Knox er stödd á Ítalíu til þess að tala á ráðstefnu um réttlæti í dómskerfinu en hún var áður búsett á Ítalíu í bænum Perugia árið 2007 þar sem hún lagði stund tungumálanám. Á meðan dvölinni stóð fannst Meredith Kercher, vinkona hennar og sambýliskona, myrt á heimili þeirra. Knox, sem var tvítug á þeim tíma, var dæmd fyrir morðið ásamt þáverandi kærasta sínum Raffaele Sollecito og fékk málið mikla umfjöllun um allan heim og má meðal annars finna heimildarmynd um málið á streymiveitunni Netflix. Þegar Kercher fannst hafði hún verið skorin á háls og bentu áverkar á líkama hennar til þess að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi.Sjá einnig: Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Málið fór aftur fyrir hæstarétt á Ítalíu árið 2014 eftir að þau voru bæði sýknuð af áfrýjunardómstól árið 2011 en niðurstaðan var sú sama og voru þau aftur sýknuð. Rudy Guede, 32 ára gamall maður frá Fílabeinsströndinni sem búsettur er á Ítalíu, afplánar nú sextán ára fangelsisdóm vegna málsins en fingraför hans fundust á vettvangi. Knox segist óttast að endurkoma hennar muni valda henni óþægindum og sagði hún við ráðstefnugesti að hún hefði áhyggjur af því að nýjar ásakanir myndu koma fram. Hún hélt því þó til streitu að hún væri alfarið saklaus af morðinu. Þá sagði hún marga hafa varað sig við því að snúa aftur og töldu hana klikkaða fyrir það.Knox sagði það ekki hafa verið auðvelt að snúa aftur til Ítalíu og talaði opinskátt um það á ráðstefnunni.Vísir/Getty Amanda Knox Bandaríkin Ítalía Tengdar fréttir Bandaríkin gætu þurft að framselja Amöndu Knox "Reynum við að fá uppljóstrarann Edward Snowden framseldan til Bandaríkjanna en komast svo sjálf hjá því að framselja manneskju sem dæmd er fyrir morð?“ 31. janúar 2014 16:03 Fyrsta sýnishornið úr kvikmynd um Amöndu Knox Michael Winterbottom leikstýrir kvikmyndinni Face Of An Angel. 5. febrúar 2014 14:00 Hæstiréttur Ítalíu sýknar Amöndu Knox Hæstiréttur á Ítalíu hefur sýknað hina bandarísku Amöndu Knox og Ítalann Raffaele Sollecito af ákæru um að hafa orðið Meredith Kercher að bana árið 2007. 27. mars 2015 22:01 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Hin 32 ára gamla Amanda Knox segist vera hrædd um að verða fyrir árásum og ásökunum á Ítalíu en hún sneri aftur þangað í fyrsta sinn nú á dögunum eftir að hún var sýknuð af áfrýjunardómstól af morðinu á sambýliskonu sinni árið 2011. BBC greinir frá. Knox er stödd á Ítalíu til þess að tala á ráðstefnu um réttlæti í dómskerfinu en hún var áður búsett á Ítalíu í bænum Perugia árið 2007 þar sem hún lagði stund tungumálanám. Á meðan dvölinni stóð fannst Meredith Kercher, vinkona hennar og sambýliskona, myrt á heimili þeirra. Knox, sem var tvítug á þeim tíma, var dæmd fyrir morðið ásamt þáverandi kærasta sínum Raffaele Sollecito og fékk málið mikla umfjöllun um allan heim og má meðal annars finna heimildarmynd um málið á streymiveitunni Netflix. Þegar Kercher fannst hafði hún verið skorin á háls og bentu áverkar á líkama hennar til þess að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi.Sjá einnig: Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Málið fór aftur fyrir hæstarétt á Ítalíu árið 2014 eftir að þau voru bæði sýknuð af áfrýjunardómstól árið 2011 en niðurstaðan var sú sama og voru þau aftur sýknuð. Rudy Guede, 32 ára gamall maður frá Fílabeinsströndinni sem búsettur er á Ítalíu, afplánar nú sextán ára fangelsisdóm vegna málsins en fingraför hans fundust á vettvangi. Knox segist óttast að endurkoma hennar muni valda henni óþægindum og sagði hún við ráðstefnugesti að hún hefði áhyggjur af því að nýjar ásakanir myndu koma fram. Hún hélt því þó til streitu að hún væri alfarið saklaus af morðinu. Þá sagði hún marga hafa varað sig við því að snúa aftur og töldu hana klikkaða fyrir það.Knox sagði það ekki hafa verið auðvelt að snúa aftur til Ítalíu og talaði opinskátt um það á ráðstefnunni.Vísir/Getty
Amanda Knox Bandaríkin Ítalía Tengdar fréttir Bandaríkin gætu þurft að framselja Amöndu Knox "Reynum við að fá uppljóstrarann Edward Snowden framseldan til Bandaríkjanna en komast svo sjálf hjá því að framselja manneskju sem dæmd er fyrir morð?“ 31. janúar 2014 16:03 Fyrsta sýnishornið úr kvikmynd um Amöndu Knox Michael Winterbottom leikstýrir kvikmyndinni Face Of An Angel. 5. febrúar 2014 14:00 Hæstiréttur Ítalíu sýknar Amöndu Knox Hæstiréttur á Ítalíu hefur sýknað hina bandarísku Amöndu Knox og Ítalann Raffaele Sollecito af ákæru um að hafa orðið Meredith Kercher að bana árið 2007. 27. mars 2015 22:01 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Bandaríkin gætu þurft að framselja Amöndu Knox "Reynum við að fá uppljóstrarann Edward Snowden framseldan til Bandaríkjanna en komast svo sjálf hjá því að framselja manneskju sem dæmd er fyrir morð?“ 31. janúar 2014 16:03
Fyrsta sýnishornið úr kvikmynd um Amöndu Knox Michael Winterbottom leikstýrir kvikmyndinni Face Of An Angel. 5. febrúar 2014 14:00
Hæstiréttur Ítalíu sýknar Amöndu Knox Hæstiréttur á Ítalíu hefur sýknað hina bandarísku Amöndu Knox og Ítalann Raffaele Sollecito af ákæru um að hafa orðið Meredith Kercher að bana árið 2007. 27. mars 2015 22:01