Nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna Sighvatur Jónsson skrifar 15. júní 2019 12:30 Nýr Herjólfur kom til Eyja í gær hlaðinn varahlutum og öðrum búnaði. Þar á meðal var aukaskrúfa og öxull sem saman vega um tíu tonn. Mynd/Tryggvi Már, Eyjar.net Stefnt er að því að nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna að sögn framkvæmdastjóra rekstrarfélags skipsins. Eyjamenn og gestir þeirra taka formlega á móti nýjum Herjólfi eftir hádegið í dag. Nýr Herjólfur kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gær og var skipinu siglt umhverfis Heimaey. Herjólfur ohf. er nýtt rekstrarfélag heimamanna sem hefur tekið við rekstri ferjunnar. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri segir að heimsiglingin frá Póllandi hafi nýst vel. „Við fengum öll þau veður sem við þurftum að fá til að prófa skipið. En þetta gekk allt mjög vel og allir mjög ánægðir við komuna í gær. Sennilega í eina skiptið sem menn hafa beðið spenntir eftir tollurum.“Nýi Herjólfur við Bjarnarey í gær.Tryggvi Már, Eyjar.netHerjólfur kominn heim Upphaflega var gert ráð fyrir að nýr Herjólfur kæmi til Eyja fyrir um ári. Smíði Herjólfs tafðist vegna rafvæðingar skipsins og afhending ferjunnar dróst einnig vegna deilu Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar í Póllandi um endanlegan kostnað verksins. En nú er nýr Herjólfur kominn heim. Eyjamenn og fjölmargir gestir á knattspyrnumóti ungra stúlkna fagna nýjum Herjólfi eftir hádegið. Formleg móttökuathöfn hefst í Friðarhöfn klukkan 14.15 þar sem forsætisráðherra gefur Herjólfi formlega nafn. Þá taka samgönguráðherra, forstjóri Vegagerðarinnar og fulltrúar Vestmannaeyjabæjar þátt í athöfninni.Nýttur sem flutningaskip á heimleiðinni Guðbjartur Ellert, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að mikið af búnaði hafi komið með skipinu frá Póllandi. Þar á meðal hafi verið varaskrúfa og skrúfuöxull sem saman vega um tíu tonn. Einnig voru um borð ný göngubrú ásamt stiga og stigahúsi sem verða sett utan á afgreiðslu ferjunnar í Vestmannaeyjum. Þá var skipið notað til að flytja byggingarefni til Eyja vegna framkvæmda hjá íþróttafélaginu ÍBV. Nú tekur við frágangur, bæði við framkvæmdir og vegna leyfa ferjunnar. „Við ætlum að reyna að stytta þennan tíma eins og við mögulega getum. Starfsfólkið og áhöfn eru tilbúin til að leggja allt á sig til að koma þessu nýja skipi sem fyrst í rekstur. Vonandi tekst okkur það fyrir Orkumótið sem hefst 26. júní,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Stefnt er að því að nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna að sögn framkvæmdastjóra rekstrarfélags skipsins. Eyjamenn og gestir þeirra taka formlega á móti nýjum Herjólfi eftir hádegið í dag. Nýr Herjólfur kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gær og var skipinu siglt umhverfis Heimaey. Herjólfur ohf. er nýtt rekstrarfélag heimamanna sem hefur tekið við rekstri ferjunnar. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri segir að heimsiglingin frá Póllandi hafi nýst vel. „Við fengum öll þau veður sem við þurftum að fá til að prófa skipið. En þetta gekk allt mjög vel og allir mjög ánægðir við komuna í gær. Sennilega í eina skiptið sem menn hafa beðið spenntir eftir tollurum.“Nýi Herjólfur við Bjarnarey í gær.Tryggvi Már, Eyjar.netHerjólfur kominn heim Upphaflega var gert ráð fyrir að nýr Herjólfur kæmi til Eyja fyrir um ári. Smíði Herjólfs tafðist vegna rafvæðingar skipsins og afhending ferjunnar dróst einnig vegna deilu Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar í Póllandi um endanlegan kostnað verksins. En nú er nýr Herjólfur kominn heim. Eyjamenn og fjölmargir gestir á knattspyrnumóti ungra stúlkna fagna nýjum Herjólfi eftir hádegið. Formleg móttökuathöfn hefst í Friðarhöfn klukkan 14.15 þar sem forsætisráðherra gefur Herjólfi formlega nafn. Þá taka samgönguráðherra, forstjóri Vegagerðarinnar og fulltrúar Vestmannaeyjabæjar þátt í athöfninni.Nýttur sem flutningaskip á heimleiðinni Guðbjartur Ellert, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að mikið af búnaði hafi komið með skipinu frá Póllandi. Þar á meðal hafi verið varaskrúfa og skrúfuöxull sem saman vega um tíu tonn. Einnig voru um borð ný göngubrú ásamt stiga og stigahúsi sem verða sett utan á afgreiðslu ferjunnar í Vestmannaeyjum. Þá var skipið notað til að flytja byggingarefni til Eyja vegna framkvæmda hjá íþróttafélaginu ÍBV. Nú tekur við frágangur, bæði við framkvæmdir og vegna leyfa ferjunnar. „Við ætlum að reyna að stytta þennan tíma eins og við mögulega getum. Starfsfólkið og áhöfn eru tilbúin til að leggja allt á sig til að koma þessu nýja skipi sem fyrst í rekstur. Vonandi tekst okkur það fyrir Orkumótið sem hefst 26. júní,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira