Margir leituðu inn á nýja Ísbarinn í miðbænum í góða veðrinu Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2019 22:00 Hin kanadíska Christine Rae er framkvæmdastjóri staðarins. vísir/vilhelm „Það eru margir sem hafa leitað inn á Ísbarinn og kælt sig niður í góða veðrinu í dag,“ segir Christine Rae, framkvæmdastjóri Magic Ice Bar, svokallaðs „ísbars“ sem opnaði í húsnæði við Laugaveg fyrr í dag. Undirbúningur opnunarinnar hefur staðið í marga mánuði. Rae segir stemmninguna hafa verið góða í allan dag þar sem fjöldi fólks hafi heimsótt barinn sem er til húsa í kjallara á Laugavegi 4. Auk veiganna verður hægt að njóta höggmynda úr ís á staðnum. Það eru norsk hjón sem eru bakhjarlar nýja Ísbarsins – þeim sjöunda sinnar tegundar sem þau opna. Fjórir staðanna eru í Noregi, einn í Kaupmannahöfn og einn var starfræktur í Karíbahafi en þurfti að loka eftir að fellibylur gekk þar yfir.Hægt verður að njóta höggmynda á staðnum.Vísir/VilhelmDrykkur og jakki innifalinn Rae, sem er frá Kanada, segir að gestir muni þurfa að greiða 3.900 krónur til að sækja staðinn, en innifalið er íslenskur kokteill með íslenskum vodka, auk láns á kuldajakka og hönskum með sérstöku gripi fyrir kokteilglösin. Hún segir að staðurinn sé ætlaður bæði fyrir heimamenn og ferðamenn. Kirsten-Marie Holmen, annar norsku fjárfestanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í september síðastliðinn að þau hjónin hafi varið miklum tíma og oft komið til Íslands í leit að hentugu húsnæði. „Þegar við sáum þessa byggingu í fyrrasumar hugsuðum við með okkur að rétta húsið væri fundið.“Vísir/VilhelmFramkvæmdir staðið lengi Síðustu ár hafa miklar framkvæmdir staðið á lóðinni sem Reykjavíkurborg keypti ásamt fasteignum fyrir 580 milljónir króna árið 2008. Kaup borgarinnar voru gerð í tengslum við yfirlýsingu Ólafs F. Magnússonar og sjálfstæðismanna þegar nýr meirihluti var myndaður í borgarstjórn með Ólaf í hlutverki borgarstjóra. Voru kaupin liður í að viðhalda 19. aldar götumynd Laugavegarins. Áformin breyttust þó þegar borgin seldi lóðina – Laugaveg 4 og 6, auk Skólavörðustígs 1a – árið 2014 og gaf síðar út leyfi fyrir glerbyggingu milli gömlu húsanna á staðnum. Glerbyggingin reis árið 2017, en eftir framkvæmdir verður búið að tengja saman Laugaveg 4 og Skólavörðustíg 1a.Vísir/vilhelm Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Það eru margir sem hafa leitað inn á Ísbarinn og kælt sig niður í góða veðrinu í dag,“ segir Christine Rae, framkvæmdastjóri Magic Ice Bar, svokallaðs „ísbars“ sem opnaði í húsnæði við Laugaveg fyrr í dag. Undirbúningur opnunarinnar hefur staðið í marga mánuði. Rae segir stemmninguna hafa verið góða í allan dag þar sem fjöldi fólks hafi heimsótt barinn sem er til húsa í kjallara á Laugavegi 4. Auk veiganna verður hægt að njóta höggmynda úr ís á staðnum. Það eru norsk hjón sem eru bakhjarlar nýja Ísbarsins – þeim sjöunda sinnar tegundar sem þau opna. Fjórir staðanna eru í Noregi, einn í Kaupmannahöfn og einn var starfræktur í Karíbahafi en þurfti að loka eftir að fellibylur gekk þar yfir.Hægt verður að njóta höggmynda á staðnum.Vísir/VilhelmDrykkur og jakki innifalinn Rae, sem er frá Kanada, segir að gestir muni þurfa að greiða 3.900 krónur til að sækja staðinn, en innifalið er íslenskur kokteill með íslenskum vodka, auk láns á kuldajakka og hönskum með sérstöku gripi fyrir kokteilglösin. Hún segir að staðurinn sé ætlaður bæði fyrir heimamenn og ferðamenn. Kirsten-Marie Holmen, annar norsku fjárfestanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í september síðastliðinn að þau hjónin hafi varið miklum tíma og oft komið til Íslands í leit að hentugu húsnæði. „Þegar við sáum þessa byggingu í fyrrasumar hugsuðum við með okkur að rétta húsið væri fundið.“Vísir/VilhelmFramkvæmdir staðið lengi Síðustu ár hafa miklar framkvæmdir staðið á lóðinni sem Reykjavíkurborg keypti ásamt fasteignum fyrir 580 milljónir króna árið 2008. Kaup borgarinnar voru gerð í tengslum við yfirlýsingu Ólafs F. Magnússonar og sjálfstæðismanna þegar nýr meirihluti var myndaður í borgarstjórn með Ólaf í hlutverki borgarstjóra. Voru kaupin liður í að viðhalda 19. aldar götumynd Laugavegarins. Áformin breyttust þó þegar borgin seldi lóðina – Laugaveg 4 og 6, auk Skólavörðustígs 1a – árið 2014 og gaf síðar út leyfi fyrir glerbyggingu milli gömlu húsanna á staðnum. Glerbyggingin reis árið 2017, en eftir framkvæmdir verður búið að tengja saman Laugaveg 4 og Skólavörðustíg 1a.Vísir/vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15