Ökumenn aka nú upp Laugaveg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júní 2019 20:00 Mikil ringulreið skapaðist á Laugavegi í dag þegar akstursstefnunni var breytt. Héðan í frá aka ökumenn upp Laugaveg að hluta en ljóst er að ökumenn þurfi tíma til að venjast breytingunni. Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Nú verður Laugavegur ekinn til austurs frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Eins og áður er hægt að aka niður Laugaveg frá Hlemmi en nú má aðeins aka niður að Frakkastíg. Þaðan er einstefna niður á Hverfisgötu. Fram til þessa hafa þeir sem óku niður Laugaveginn þurft að beygja niður Vatnsstíg þar sem göngugötusvæðið byrjaði. Í sumar er göngugötusvæðiðá Laugavegi minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg. Frá Klapparstíg má því nú aka upp Laugaveginn. Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir ástæðu breytingarinnar tvíþætta. Fyrst og fremst sé verið að setja öryggi gangandi vegfarenda í fyrsta sæti. Með því að snúa akstursstefnunni við sé reynt að koma í veg fyrri að bílar aki inn á göngugötur. „Við erum ekki bara að gera það heldur erum við líka að dreifa umferðinni betur og létta á álaginu þannig að það er betra flæði um svæðið,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórEins og sjá máá myndbandinu eru ökumenn ekki allir búnir að átta sig á breytingunni. Fjölmargir bílar keyra niður Laugaveg þrátt fyrir tvö umferðarmerki sem banna innakstur. „Það hefur gengið ágætlega. Það voru nú ýmsir huglægir árekstrar í morgun. Ökumenn eru ekki alveg sammála í hvora áttina á að fara, en ég held að margir keyri þetta á vananum,“ sagði Sigurborg. Kaupmaður á horni Laugavegs og Klapparstígs hefði viljað sjá lögreglu stýra umferð um svæðið fyrstu dagana. „Já ég er búin að kalla eftir því að það komi einhver stýring. Löggæsla eða slíkt sem beinir fólki í rétta átt svona á meðan maður er að læra á þetta allt saman. Ég held að fólk læri á þetta bara eins og allt annað. Svo þarf fólk að venja sig á að nota bílastæðahúsin og rölta til okkar. Það er alltaf best,“ sagði Guðrún Jóhannesdóttir, kaupmaður og formaður Miðborgarinnar okkar. Göngugötur Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Ekið upp Laugaveginn þangað til vegkaflinn verður göngugata Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. 13. júní 2019 13:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Mikil ringulreið skapaðist á Laugavegi í dag þegar akstursstefnunni var breytt. Héðan í frá aka ökumenn upp Laugaveg að hluta en ljóst er að ökumenn þurfi tíma til að venjast breytingunni. Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Nú verður Laugavegur ekinn til austurs frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Eins og áður er hægt að aka niður Laugaveg frá Hlemmi en nú má aðeins aka niður að Frakkastíg. Þaðan er einstefna niður á Hverfisgötu. Fram til þessa hafa þeir sem óku niður Laugaveginn þurft að beygja niður Vatnsstíg þar sem göngugötusvæðið byrjaði. Í sumar er göngugötusvæðiðá Laugavegi minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg. Frá Klapparstíg má því nú aka upp Laugaveginn. Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir ástæðu breytingarinnar tvíþætta. Fyrst og fremst sé verið að setja öryggi gangandi vegfarenda í fyrsta sæti. Með því að snúa akstursstefnunni við sé reynt að koma í veg fyrri að bílar aki inn á göngugötur. „Við erum ekki bara að gera það heldur erum við líka að dreifa umferðinni betur og létta á álaginu þannig að það er betra flæði um svæðið,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórEins og sjá máá myndbandinu eru ökumenn ekki allir búnir að átta sig á breytingunni. Fjölmargir bílar keyra niður Laugaveg þrátt fyrir tvö umferðarmerki sem banna innakstur. „Það hefur gengið ágætlega. Það voru nú ýmsir huglægir árekstrar í morgun. Ökumenn eru ekki alveg sammála í hvora áttina á að fara, en ég held að margir keyri þetta á vananum,“ sagði Sigurborg. Kaupmaður á horni Laugavegs og Klapparstígs hefði viljað sjá lögreglu stýra umferð um svæðið fyrstu dagana. „Já ég er búin að kalla eftir því að það komi einhver stýring. Löggæsla eða slíkt sem beinir fólki í rétta átt svona á meðan maður er að læra á þetta allt saman. Ég held að fólk læri á þetta bara eins og allt annað. Svo þarf fólk að venja sig á að nota bílastæðahúsin og rölta til okkar. Það er alltaf best,“ sagði Guðrún Jóhannesdóttir, kaupmaður og formaður Miðborgarinnar okkar.
Göngugötur Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Ekið upp Laugaveginn þangað til vegkaflinn verður göngugata Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. 13. júní 2019 13:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Ekið upp Laugaveginn þangað til vegkaflinn verður göngugata Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. 13. júní 2019 13:00