Heiðruðu Rúnar fyrir framlag til Helgafellsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 12:09 Frá toppi Helgarfells í gær. Ný útsýnisskífa á toppi Helgafells var vígð formlega í gær að viðstöddu fjölmenni. Heiðurinn að framkvæmdinni á Rótarý klúbbur Hafnarfjarðar í samstarfi við Rio Tinto Alcan, Verkfræðistofuna Mannvit og fleiri góða aðila. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, var viðstödd vígsluna og fékk að nýta tækifærið til að afhenda Rúnari Pálssyni viðurkenningu fyrir framlag sitt til Helgafellsins að því er segir í tilkynningu frá bænum. Rúnar Pálsson hlaut nýju nafnbótina og viðurkenninguna Hafnfirðingur til fyrirmyndar á toppi Helgafellsins. Rúnar fer nær daglega á fjallið og þá ýmist gangandi, hjólandi eða hlaupandi. Hann hefur til 22 ára séð um gestabókina á Helgafelli og á í dag dágott safn af gestabókum í bílskúrnum hjá sér. Gróflega má áætla að Rúnar eigi í dag um 150 bækur með alls konar skemmtilegum kveðjum frá gestum og gangandi víðs vegar að úr heiminum. Hugmyndin að gestabók á svæðinu og framkvæmdin í heild var upphaflega hans og hefur verkefnið fylgt honum öll þessi ár. Yfir sumartímann hefur Rúnar farið með eina eða fleiri gestabækur á fjallið enda þær fljótar að fyllast þegar umferðin er mikil. Bækurnar fyllast hægar yfir vetrartímann en umferðin samt orðin ótrúlega mikil um fjallið allt árið um kring þar sem „líkamsræktarstöðin“ Helgafell hentar fólki á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum og þjóðernum. „Heilsubærinn Hafnarfjörður vill með þessari viðurkenningu til Rúnars þakka honum innilega fyrir óeigingjarnt framlag sem er til mikillar fyrirmyndar. Einstaklingsframtak sem nær til alls samfélagsins og fleiri fá að njóta góðs af. Það eitt að setja upp geymslu fyrir gestabók og setja upp fyrsta eintakið er ekki sjálfgefið en að fylgja verkefni sínu og framkvæmd eftir í 22 ár er hvatningar- og lofsvert.“ Með þessu framlagi og þessari hvatningu vill Hafnarfjarðarbær leggja sitt af mörkum til verkefnisins. „Við viljum á þessum fallega degi og við þetta frábæra tilefni þakka Rúnari fyrir óeigingjarnt framlag sitt í þágu samfélagsins og á sama tíma þakka Rótarý klúbb Hafnarfjarðar og öllum þeim sem komu að uppsetningu á þessari stórglæsilegu útsýnisskífu fyrir þeirra framlag og framtak. Það eru einstaklingarnir, félögin og fyrirtækin sem bæinn byggja sem gera bæinn einstakan. Við í Hafnarfirði erum rík af fólki sem láta sig samfélagið og umhverfið varða og fyrir það erum við afar þakklát“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir eftir vígsluna á toppi Helgafellsins í gær. Hafnarfjörður Heilsa Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Ný útsýnisskífa á toppi Helgafells var vígð formlega í gær að viðstöddu fjölmenni. Heiðurinn að framkvæmdinni á Rótarý klúbbur Hafnarfjarðar í samstarfi við Rio Tinto Alcan, Verkfræðistofuna Mannvit og fleiri góða aðila. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, var viðstödd vígsluna og fékk að nýta tækifærið til að afhenda Rúnari Pálssyni viðurkenningu fyrir framlag sitt til Helgafellsins að því er segir í tilkynningu frá bænum. Rúnar Pálsson hlaut nýju nafnbótina og viðurkenninguna Hafnfirðingur til fyrirmyndar á toppi Helgafellsins. Rúnar fer nær daglega á fjallið og þá ýmist gangandi, hjólandi eða hlaupandi. Hann hefur til 22 ára séð um gestabókina á Helgafelli og á í dag dágott safn af gestabókum í bílskúrnum hjá sér. Gróflega má áætla að Rúnar eigi í dag um 150 bækur með alls konar skemmtilegum kveðjum frá gestum og gangandi víðs vegar að úr heiminum. Hugmyndin að gestabók á svæðinu og framkvæmdin í heild var upphaflega hans og hefur verkefnið fylgt honum öll þessi ár. Yfir sumartímann hefur Rúnar farið með eina eða fleiri gestabækur á fjallið enda þær fljótar að fyllast þegar umferðin er mikil. Bækurnar fyllast hægar yfir vetrartímann en umferðin samt orðin ótrúlega mikil um fjallið allt árið um kring þar sem „líkamsræktarstöðin“ Helgafell hentar fólki á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum og þjóðernum. „Heilsubærinn Hafnarfjörður vill með þessari viðurkenningu til Rúnars þakka honum innilega fyrir óeigingjarnt framlag sem er til mikillar fyrirmyndar. Einstaklingsframtak sem nær til alls samfélagsins og fleiri fá að njóta góðs af. Það eitt að setja upp geymslu fyrir gestabók og setja upp fyrsta eintakið er ekki sjálfgefið en að fylgja verkefni sínu og framkvæmd eftir í 22 ár er hvatningar- og lofsvert.“ Með þessu framlagi og þessari hvatningu vill Hafnarfjarðarbær leggja sitt af mörkum til verkefnisins. „Við viljum á þessum fallega degi og við þetta frábæra tilefni þakka Rúnari fyrir óeigingjarnt framlag sitt í þágu samfélagsins og á sama tíma þakka Rótarý klúbb Hafnarfjarðar og öllum þeim sem komu að uppsetningu á þessari stórglæsilegu útsýnisskífu fyrir þeirra framlag og framtak. Það eru einstaklingarnir, félögin og fyrirtækin sem bæinn byggja sem gera bæinn einstakan. Við í Hafnarfirði erum rík af fólki sem láta sig samfélagið og umhverfið varða og fyrir það erum við afar þakklát“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir eftir vígsluna á toppi Helgafellsins í gær.
Hafnarfjörður Heilsa Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira