Skerpa þurfi á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum Sighvatur Jónsson skrifar 14. júní 2019 12:30 Formaður Bændasamtaka Íslands segir mikilvægt að Matvælastofnun geri skimun sem þessa. Vísir/Getty Formaður Bændasamtaka Íslands segir niðurstöður Matvælastofnunar um sjúkdómsvaldandi bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti koma á óvart. Rannsaka þurfi málin betur og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum. Skoðunin hafi hins vegar leitt í ljós sterka stöðu svína- og kjúklingakjöts. Við skoðun Matvælastofnunar fundust eiturmyndandi E. coli bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti. Sóttvarnalæknir segir þetta til marks um að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu. Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að skimun sem þessi hafi ekki áður verið gerð á kjötvörum í verslunum hér á landi. Niðurstöðurnar varðandi kjöt af sauðfé og nautgripum hafi komið á óvart. „Miðað við þær sýkingar sem hafa komið fram í fólki þá er þetta meira heldur en menn áttu von á. En við vitum að E. coli er til staðar og er alls staðar, þannig að það er ekki skrítið að þessar ákveðnu bakteríur séu það líka.“ Formaður Bændasamtaka Íslands segir stöðu íslensks kjúklinga- og svínakjöts vera sterka.Vísir/Getty Guðrún hjá Bændasamtökunum bendir á að samanburður við önnur lönd í Evrópu sýni að sýkingar af völdum E. coli bakteríu séu mjög fáar hér á landi og tíðni þeirra með því lægsta sem gerist í álfunni. Matvælastofnun segir að hvorki salmonella né kampýlóbakter hafi greinst í svína- og fuglakjöti að undanskildu einu sýni af svínakjöti þar sem fannst salmonella. „Þarna er löng saga um fyrirbyggjandi aðgerðir sem skila sér í frábærri stöðu í dag.“ Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segist ekki hafa áhyggjur af orðspori um hreinleika íslensks kjöts. Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Landbúnaður Matur Neytendur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Formaður Bændasamtaka Íslands segir niðurstöður Matvælastofnunar um sjúkdómsvaldandi bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti koma á óvart. Rannsaka þurfi málin betur og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum. Skoðunin hafi hins vegar leitt í ljós sterka stöðu svína- og kjúklingakjöts. Við skoðun Matvælastofnunar fundust eiturmyndandi E. coli bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti. Sóttvarnalæknir segir þetta til marks um að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu. Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að skimun sem þessi hafi ekki áður verið gerð á kjötvörum í verslunum hér á landi. Niðurstöðurnar varðandi kjöt af sauðfé og nautgripum hafi komið á óvart. „Miðað við þær sýkingar sem hafa komið fram í fólki þá er þetta meira heldur en menn áttu von á. En við vitum að E. coli er til staðar og er alls staðar, þannig að það er ekki skrítið að þessar ákveðnu bakteríur séu það líka.“ Formaður Bændasamtaka Íslands segir stöðu íslensks kjúklinga- og svínakjöts vera sterka.Vísir/Getty Guðrún hjá Bændasamtökunum bendir á að samanburður við önnur lönd í Evrópu sýni að sýkingar af völdum E. coli bakteríu séu mjög fáar hér á landi og tíðni þeirra með því lægsta sem gerist í álfunni. Matvælastofnun segir að hvorki salmonella né kampýlóbakter hafi greinst í svína- og fuglakjöti að undanskildu einu sýni af svínakjöti þar sem fannst salmonella. „Þarna er löng saga um fyrirbyggjandi aðgerðir sem skila sér í frábærri stöðu í dag.“ Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segist ekki hafa áhyggjur af orðspori um hreinleika íslensks kjöts.
Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Landbúnaður Matur Neytendur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira