Klifurjurtir Arnar Tómas Valgeirsson skrifar 14. júní 2019 08:45 Á þrítugsafmælisdegi mínum snyrti ég eyrnahárin mín í fyrsta skipti. Það var frekar einföld en sálfræðilega þrúgandi athöfn sem setti mig í umtalsverða krísu. Eftir að hafa lesið ótal hjörtum skreyttar Facebook-færslur frá eldri konum um að aldurinn sé afstæður gaf líkaminn mér skýr skilaboð um að svo sé ekki. Klifurjurtir ellinnar klöngruðust hægt en bítandi út úr eyrunum á mér og minntu mig á feigðina. Eftir að ég hafði klippt þau fann ég fyrir að þau voru strax byrjuð að vaxa aftur, hraðar en mér þótti gott. Eyrnahár voru fyrir mér eitthvað sem menn á sjötugsaldri, líkt og pabbi minn, þurfa að gefa gætur en hingað voru þau komin, langt á undan áætlun. Krísan stóð þó stutt yfir því að um kvöldið var haldin veisla þar sem vinir og vandamenn voru komnir til að fagna hrörnun minni. Mannskapurinn hafði töluvert aðrar hugmyndir en ég um hvert ég væri kominn á lífsleiðinni. Þau færðu mér gjafir, þar á meðal Nintendo-leikjatölvu og hlaupahjól. Gjafir sem gefnar eru sjö ára grunnskólabörnum. Þær hittu þó beint í mark og þótt markhópur þeirra sé ef til vill í yngri kantinum fann ég engu að síður fyrir miklum þroskakipp sem stendur enn yfir. Ég þurfti ekki á innantómum hvatningarverkfærum samfélagsmiðlanna að halda til að ljúga að mér að ég sé ekki að eldast. Ég þurfti bara staðfestingu á að það sé allt í lagi, og ég er þegar byrjaður að gúgla öflugri eyrnaklippur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Þjóð að tala við sjálfa sig Fastir pennar Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á þrítugsafmælisdegi mínum snyrti ég eyrnahárin mín í fyrsta skipti. Það var frekar einföld en sálfræðilega þrúgandi athöfn sem setti mig í umtalsverða krísu. Eftir að hafa lesið ótal hjörtum skreyttar Facebook-færslur frá eldri konum um að aldurinn sé afstæður gaf líkaminn mér skýr skilaboð um að svo sé ekki. Klifurjurtir ellinnar klöngruðust hægt en bítandi út úr eyrunum á mér og minntu mig á feigðina. Eftir að ég hafði klippt þau fann ég fyrir að þau voru strax byrjuð að vaxa aftur, hraðar en mér þótti gott. Eyrnahár voru fyrir mér eitthvað sem menn á sjötugsaldri, líkt og pabbi minn, þurfa að gefa gætur en hingað voru þau komin, langt á undan áætlun. Krísan stóð þó stutt yfir því að um kvöldið var haldin veisla þar sem vinir og vandamenn voru komnir til að fagna hrörnun minni. Mannskapurinn hafði töluvert aðrar hugmyndir en ég um hvert ég væri kominn á lífsleiðinni. Þau færðu mér gjafir, þar á meðal Nintendo-leikjatölvu og hlaupahjól. Gjafir sem gefnar eru sjö ára grunnskólabörnum. Þær hittu þó beint í mark og þótt markhópur þeirra sé ef til vill í yngri kantinum fann ég engu að síður fyrir miklum þroskakipp sem stendur enn yfir. Ég þurfti ekki á innantómum hvatningarverkfærum samfélagsmiðlanna að halda til að ljúga að mér að ég sé ekki að eldast. Ég þurfti bara staðfestingu á að það sé allt í lagi, og ég er þegar byrjaður að gúgla öflugri eyrnaklippur.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun