Klifurjurtir Arnar Tómas Valgeirsson skrifar 14. júní 2019 08:45 Á þrítugsafmælisdegi mínum snyrti ég eyrnahárin mín í fyrsta skipti. Það var frekar einföld en sálfræðilega þrúgandi athöfn sem setti mig í umtalsverða krísu. Eftir að hafa lesið ótal hjörtum skreyttar Facebook-færslur frá eldri konum um að aldurinn sé afstæður gaf líkaminn mér skýr skilaboð um að svo sé ekki. Klifurjurtir ellinnar klöngruðust hægt en bítandi út úr eyrunum á mér og minntu mig á feigðina. Eftir að ég hafði klippt þau fann ég fyrir að þau voru strax byrjuð að vaxa aftur, hraðar en mér þótti gott. Eyrnahár voru fyrir mér eitthvað sem menn á sjötugsaldri, líkt og pabbi minn, þurfa að gefa gætur en hingað voru þau komin, langt á undan áætlun. Krísan stóð þó stutt yfir því að um kvöldið var haldin veisla þar sem vinir og vandamenn voru komnir til að fagna hrörnun minni. Mannskapurinn hafði töluvert aðrar hugmyndir en ég um hvert ég væri kominn á lífsleiðinni. Þau færðu mér gjafir, þar á meðal Nintendo-leikjatölvu og hlaupahjól. Gjafir sem gefnar eru sjö ára grunnskólabörnum. Þær hittu þó beint í mark og þótt markhópur þeirra sé ef til vill í yngri kantinum fann ég engu að síður fyrir miklum þroskakipp sem stendur enn yfir. Ég þurfti ekki á innantómum hvatningarverkfærum samfélagsmiðlanna að halda til að ljúga að mér að ég sé ekki að eldast. Ég þurfti bara staðfestingu á að það sé allt í lagi, og ég er þegar byrjaður að gúgla öflugri eyrnaklippur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á þrítugsafmælisdegi mínum snyrti ég eyrnahárin mín í fyrsta skipti. Það var frekar einföld en sálfræðilega þrúgandi athöfn sem setti mig í umtalsverða krísu. Eftir að hafa lesið ótal hjörtum skreyttar Facebook-færslur frá eldri konum um að aldurinn sé afstæður gaf líkaminn mér skýr skilaboð um að svo sé ekki. Klifurjurtir ellinnar klöngruðust hægt en bítandi út úr eyrunum á mér og minntu mig á feigðina. Eftir að ég hafði klippt þau fann ég fyrir að þau voru strax byrjuð að vaxa aftur, hraðar en mér þótti gott. Eyrnahár voru fyrir mér eitthvað sem menn á sjötugsaldri, líkt og pabbi minn, þurfa að gefa gætur en hingað voru þau komin, langt á undan áætlun. Krísan stóð þó stutt yfir því að um kvöldið var haldin veisla þar sem vinir og vandamenn voru komnir til að fagna hrörnun minni. Mannskapurinn hafði töluvert aðrar hugmyndir en ég um hvert ég væri kominn á lífsleiðinni. Þau færðu mér gjafir, þar á meðal Nintendo-leikjatölvu og hlaupahjól. Gjafir sem gefnar eru sjö ára grunnskólabörnum. Þær hittu þó beint í mark og þótt markhópur þeirra sé ef til vill í yngri kantinum fann ég engu að síður fyrir miklum þroskakipp sem stendur enn yfir. Ég þurfti ekki á innantómum hvatningarverkfærum samfélagsmiðlanna að halda til að ljúga að mér að ég sé ekki að eldast. Ég þurfti bara staðfestingu á að það sé allt í lagi, og ég er þegar byrjaður að gúgla öflugri eyrnaklippur.
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar