Jessica Biel gengur til liðs við baráttumann gegn bólusetningum Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2019 08:37 Jessica Biel og Robert F. Kennedy yngri. Instagram Bandaríska leikkonan Jessica Biel hefur gengið til liðs við lögmanninn Robert F. Kennedy yngri í baráttu hans gegn bólusetningafrumvarpi í Kaliforníu. Frumvarpið miðar að því að draga úr undanþágum vegna bólusetninga í ríkinu. Ef læknir ákveður að barn skuli vera undanþegið bólusetningu sökum undirliggjandi veikinda þarf sú undanþága að fá samþykki frá opinberum heilbrigðisstarfsmönnum Kaliforníuríkis. Kennedy sagði við bandaríska fjölmiðilinn The Daily Beast að þau Biel væru á móti þeirri pólitísku skriffinsku sem fylgir frumvarpinu og mun neyða börn til að gangast undir bólusetningu. Hann og Jessica Biel fóru í þinghúsið í Kaliforníu á þriðjudag þar sem þau viðruðu áhyggjur sínar af frumvarpinu við ráðamenn. Jessica Biel er 37 ára gömul en hún hefur getið sér gott orð fyrir leik í kvikmyndum á borð við The Illusionist, The A Team og Total Recall en í fyrra var hún tilnefnd til Golden Globe og Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum The Sinner. Hún er gift tónlistarmanninum og leikaranum Justin Timberlake. View this post on InstagramPlease say thank you to the courageous @jessicabiel for a busy and productive day at the California State House. A post shared by Robert F. Kennedy Jr. (@robertfkennedyjr) on Jun 11, 2019 at 6:27pm PDT Að mati Kennedy mun frumvarpið taka valdið úr höndum lækna sem hafa metið börn of veikburða til að vera bólusett. „Þetta frumvarp myndi ómerkja ákvörðun læknisins og börnin verða neydd í bólusetningu,“ sagði Kennedy. Hann sagði að Jessica Biel væri þeirrar skoðunar að frumvarpið boðaði mikla grimmd í garð barna og að hún ætti vini sem sæju fram á að þurfa að flytja úr Kaliforníuríki verði frumvarpið að lögum. Stuðningsmenn frumvarpsins benda á að frumvarpið tryggi stöðu þeirra sem eru veikir fyrir og að það séu nákvæmlega þeir einstaklingar sem eru veikir sem þurfa á því að halda að almenningur sé bólusettur til að koma í veg fyrir farsóttir sem gætu orðið þeim að aldurtila. Kennedy er þekktur fyrir baráttu sína gegn bólusetningu en hann hefur skrifað greinar og gefið út bækur þar sem hann heldur því fram að bólusetningar valdi einhverfu, en það er staðhæfing sem hefur verið hrakin af mörgum vísindamönnum. Í síðasta mánuði lýstu Kathleen Kennedy Townsend, Joseph P. Kennedy og Maeve Kennedy McKean því opinberlega yfir að ættingi þeirra, Robert Kennedy yngri, hefði dreift hættulega villandi upplýsingum á samfélagsmiðlum og að hann sé sekur um að sá efasemdarfræjum um vísindin sem búa að baki bólusetningum. Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Bandaríska leikkonan Jessica Biel hefur gengið til liðs við lögmanninn Robert F. Kennedy yngri í baráttu hans gegn bólusetningafrumvarpi í Kaliforníu. Frumvarpið miðar að því að draga úr undanþágum vegna bólusetninga í ríkinu. Ef læknir ákveður að barn skuli vera undanþegið bólusetningu sökum undirliggjandi veikinda þarf sú undanþága að fá samþykki frá opinberum heilbrigðisstarfsmönnum Kaliforníuríkis. Kennedy sagði við bandaríska fjölmiðilinn The Daily Beast að þau Biel væru á móti þeirri pólitísku skriffinsku sem fylgir frumvarpinu og mun neyða börn til að gangast undir bólusetningu. Hann og Jessica Biel fóru í þinghúsið í Kaliforníu á þriðjudag þar sem þau viðruðu áhyggjur sínar af frumvarpinu við ráðamenn. Jessica Biel er 37 ára gömul en hún hefur getið sér gott orð fyrir leik í kvikmyndum á borð við The Illusionist, The A Team og Total Recall en í fyrra var hún tilnefnd til Golden Globe og Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum The Sinner. Hún er gift tónlistarmanninum og leikaranum Justin Timberlake. View this post on InstagramPlease say thank you to the courageous @jessicabiel for a busy and productive day at the California State House. A post shared by Robert F. Kennedy Jr. (@robertfkennedyjr) on Jun 11, 2019 at 6:27pm PDT Að mati Kennedy mun frumvarpið taka valdið úr höndum lækna sem hafa metið börn of veikburða til að vera bólusett. „Þetta frumvarp myndi ómerkja ákvörðun læknisins og börnin verða neydd í bólusetningu,“ sagði Kennedy. Hann sagði að Jessica Biel væri þeirrar skoðunar að frumvarpið boðaði mikla grimmd í garð barna og að hún ætti vini sem sæju fram á að þurfa að flytja úr Kaliforníuríki verði frumvarpið að lögum. Stuðningsmenn frumvarpsins benda á að frumvarpið tryggi stöðu þeirra sem eru veikir fyrir og að það séu nákvæmlega þeir einstaklingar sem eru veikir sem þurfa á því að halda að almenningur sé bólusettur til að koma í veg fyrir farsóttir sem gætu orðið þeim að aldurtila. Kennedy er þekktur fyrir baráttu sína gegn bólusetningu en hann hefur skrifað greinar og gefið út bækur þar sem hann heldur því fram að bólusetningar valdi einhverfu, en það er staðhæfing sem hefur verið hrakin af mörgum vísindamönnum. Í síðasta mánuði lýstu Kathleen Kennedy Townsend, Joseph P. Kennedy og Maeve Kennedy McKean því opinberlega yfir að ættingi þeirra, Robert Kennedy yngri, hefði dreift hættulega villandi upplýsingum á samfélagsmiðlum og að hann sé sekur um að sá efasemdarfræjum um vísindin sem búa að baki bólusetningum.
Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira