Færri ferðamenn en rekstur Icelandair Hotels batnaði Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. júní 2019 06:15 Erlendir ferðamenn sem sóttu Ísland heim í maí voru heppnir með veður. Fréttablaðið/Eyþór Herbergjanýting Icelandair Hotels batnaði óvenjumikið í maí á milli ára miðað við aðrar hótelkeðjur. Það vekur athygli í ljósi þess að erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung á milli ára í mánuðinum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í maí og nýtingin batnaði um rúm átta prósentustig, í 82,9 prósent. „Tölur Icelandair Hotels um bæði nýtingu og seldar gistinætur í maí komu á óvart,“ segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. „Það hefur komið opinberlega fram að félagið hafi lækkað meðalverð í kjölfar þess að horfur voru á umtalsverðum framboðssamdrætti á flugsætum til landsins.“ Til samanburðar segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, að það hafi verið samdráttur hjá þeirra hótelum. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keahótela, segir að nýtingin hjá keðjunni hafi minnkað lítillega á milli ára, það sé þó misjafnt eftir hótelum og landshlutum. Verð hafi þróast með svipuðum hætti. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri CenterHotels, segir að nýtingin og verð hafi verið á pari miðað við maí árið áður. Elvar Ingi segir að það megi einnig hafa í huga að samsetning farþega í millilandaflugi Icelandair hafi reynst mjög sveigjanleg. „Þannig flutti Icelandair til að mynda rúmlega 30 prósent fleiri farþega til Íslands í maímánuði en á sama tíma í fyrra. Það gæti einnig hafa lagt hönd á plóg fyrir góðar hóteltölur í mánuðinum,“ segir hann.Elvar Ingi MöllerHildur Ómarsdóttir, forstöðumaður þróunar- og markaðssviðs Icelandair Hotels, sagði við vef Túrista að meðalverð hótelkeðjunnar hefði lækkað um sex prósent í maí miðað við árið áður en gistitekjur hefðu hækkað um átta prósent. Hún þakkaði bætta nýtingu aukningu í ráðstefnu- og hvataferðum. Icelandair Group vinnur að því að selja dótturfélagi malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation 80 prósenta hlut í Icelandair Hotels. Það var stofnað af malasíska auðkýfingnum Vincent Tan sem á velska knattspyrnuliðið Cardiff sem leikur í ensku úrvalsdeildinni. Aðspurður um ólíka þróun á gistináttatölum Icelandair Hotels og annarra hótela bendir Elvar Ingi á að Hagstofan hafi ekki enn birt þær upplýsingar fyrir maímánuð. „Aftur á móti má segja að tölurnar í apríl hafi verið blendnar. Samkvæmt þeim gáfu hótel á höfuðborgarsvæðinu nokkuð eftir hvað varðar nýtingu og fjölda gistinótta á meðan talsverður vöxtur var í fjölda gistinótta á hótelum utan höfuðborgarsvæðisins. Þær upplýsingar sem við höldum utan um, og ná fram í apríl, benda aftur á móti til þess að herbergjaverðin á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað í krónum talið undanfarna mánuði,“ segir Elvar Ingi. Að hans sögn hafi tölur á undanförnum vikum hvað varðar fjölda ferðamanna ekki komið greiningardeildinni á óvart. Nýjasta spá Isavia sé í góðu samræmi við þá spá sem Arion banki setti fram í lok mars síðastliðins. Hún geri ráð fyrir fækkun ferðamanna til landsins um 16 prósent á árinu. „Það er þó vissulega eðlilegt að ferðaþjónustuaðilar beri sig misvel í því árferði sem við erum að horfa upp á núna enda getur samsetning, tegund og dvalartími ferðamanna skipt töluverðu máli fyrir rekstur þessara fyrirtækja,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Herbergjanýting Icelandair Hotels batnaði óvenjumikið í maí á milli ára miðað við aðrar hótelkeðjur. Það vekur athygli í ljósi þess að erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung á milli ára í mánuðinum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í maí og nýtingin batnaði um rúm átta prósentustig, í 82,9 prósent. „Tölur Icelandair Hotels um bæði nýtingu og seldar gistinætur í maí komu á óvart,“ segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. „Það hefur komið opinberlega fram að félagið hafi lækkað meðalverð í kjölfar þess að horfur voru á umtalsverðum framboðssamdrætti á flugsætum til landsins.“ Til samanburðar segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, að það hafi verið samdráttur hjá þeirra hótelum. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keahótela, segir að nýtingin hjá keðjunni hafi minnkað lítillega á milli ára, það sé þó misjafnt eftir hótelum og landshlutum. Verð hafi þróast með svipuðum hætti. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri CenterHotels, segir að nýtingin og verð hafi verið á pari miðað við maí árið áður. Elvar Ingi segir að það megi einnig hafa í huga að samsetning farþega í millilandaflugi Icelandair hafi reynst mjög sveigjanleg. „Þannig flutti Icelandair til að mynda rúmlega 30 prósent fleiri farþega til Íslands í maímánuði en á sama tíma í fyrra. Það gæti einnig hafa lagt hönd á plóg fyrir góðar hóteltölur í mánuðinum,“ segir hann.Elvar Ingi MöllerHildur Ómarsdóttir, forstöðumaður þróunar- og markaðssviðs Icelandair Hotels, sagði við vef Túrista að meðalverð hótelkeðjunnar hefði lækkað um sex prósent í maí miðað við árið áður en gistitekjur hefðu hækkað um átta prósent. Hún þakkaði bætta nýtingu aukningu í ráðstefnu- og hvataferðum. Icelandair Group vinnur að því að selja dótturfélagi malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation 80 prósenta hlut í Icelandair Hotels. Það var stofnað af malasíska auðkýfingnum Vincent Tan sem á velska knattspyrnuliðið Cardiff sem leikur í ensku úrvalsdeildinni. Aðspurður um ólíka þróun á gistináttatölum Icelandair Hotels og annarra hótela bendir Elvar Ingi á að Hagstofan hafi ekki enn birt þær upplýsingar fyrir maímánuð. „Aftur á móti má segja að tölurnar í apríl hafi verið blendnar. Samkvæmt þeim gáfu hótel á höfuðborgarsvæðinu nokkuð eftir hvað varðar nýtingu og fjölda gistinótta á meðan talsverður vöxtur var í fjölda gistinótta á hótelum utan höfuðborgarsvæðisins. Þær upplýsingar sem við höldum utan um, og ná fram í apríl, benda aftur á móti til þess að herbergjaverðin á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað í krónum talið undanfarna mánuði,“ segir Elvar Ingi. Að hans sögn hafi tölur á undanförnum vikum hvað varðar fjölda ferðamanna ekki komið greiningardeildinni á óvart. Nýjasta spá Isavia sé í góðu samræmi við þá spá sem Arion banki setti fram í lok mars síðastliðins. Hún geri ráð fyrir fækkun ferðamanna til landsins um 16 prósent á árinu. „Það er þó vissulega eðlilegt að ferðaþjónustuaðilar beri sig misvel í því árferði sem við erum að horfa upp á núna enda getur samsetning, tegund og dvalartími ferðamanna skipt töluverðu máli fyrir rekstur þessara fyrirtækja,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira