Reykjavíkurlistinn 25 ára Dagur B. Eggertsson skrifar 13. júní 2019 08:00 Í dag eru 25 ár liðin frá því að Reykjavíkurlistinn tók við stjórn Reykjavíkurborgar. Það var á þessum degi fyrir aldarfjórðungi þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri og ferskir vindar léku um Ráðhús Reykjavíkur. Reykjavíkurlistinn var framboð félagshyggjufólks sem upphaflega kom úr fjórum mismunandi stjórnmálaflokkum. Það var ungt fólk og grasrót flokkanna sem gerði Reykjavíkurlistann að veruleika. Stjórnmálamenningin sem framboðið skapaði grundvallaðist á umræðustjórnmálum. Það reyndist styrkur en ekki veikleiki að leita lausna og samkomulags með samtali og samráði í stað valdboðs. Framboðið bauð fram og sigraði í þrennum borgarstjórnarkosningum og gjörbreytti borginni og pólitísku landslagi í landinu. Flokkarnir sem að baki voru náðu hins vegar ekki saman um sameiginlegt framboð árið 2006 og var Reykjavíkurlistinn því lagður niður án þess að tapa nokkurn tímann kosningum. Ég skora á alla sem muna árið 1994 að hugsa til baka til borgarinnar eins og hún var þá. Reykjavíkurlistinn færði borgina til nútímans. Á fyrstu tveimur kjörtímabilum hans jókst hlutfall barna með leikskólapláss í Reykjavík úr 30% úr 80%. Þetta var einfaldlega bylting. Hlutur kvenna í stjórnunarstöðum óx úr 10% 1994 í 50% 2002. Launamunur kynjanna var varla til sem hugtak. Í tíð Reykjavíkurlistans var hann kortlagður og gripið til aðgerða svo hann dróst markvisst saman. Kvenfrelsi og femínismi varð sjálfsagður meginstraumur í stjórnmálunum.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á fyrsta vinnudegi. Jón G.Tómasson skrifstofustjóri tekur á móti henni.Umhverfismál fengu aukna athygli, strandlengjan var hreinsuð og hafin lagning hjólastíga. Stefnunni var sveigt frá bílaborg að grænni lífsgæðaborg. Grunnskólinn var einsetinn. Reykjavíkurlistinn kom upp skólamötuneytum með heitum mat í hverjum skóla sem þekktust ekki áður. Frístundaheimili eftir skólatíma voru stofnuð og breiddust út um alla borg. Á fáum sviðum hefur uppbyggingin verið jafn umfangsmikil og á íþróttasviðinu, hvort sem litið er á íþróttahús, gervigrasvelli, fimleikaaðstöðu eða sund. Börn voru sett í fyrsta sæti og forvarnir ungs fólk í forgang. Gríðarlegur árangur náðist. Reykjavíkurlistinn gjörbreytti þjónustu við borgarbúa, efldi velferðarþjónustu og færði hana nær íbúum með því að setja upp þjónustumiðstöðvar í öllum hverfi og stofnun hverfaráða. Með nútímavæðingu borgarinnar og gagngerri tiltekt breytti Reykjavíkurlistinn borgarkerfinu þar sem skýrum leikreglum var fylgt og fagleg vinnubrögð voru iðkuð. Gagnsæjar leikreglur og útboð komu í stað flokksskírteina. Síðast en ekki síst var grettistaki lyft í menningarmálum með Listasafni Reykjavíkur, Hörpu og eflingu menningarstofnana borgarinnar. Hnignun miðborgarinnar var snúið við, aðdráttarafl borgarinnar aukið og borgarbragurinn er orðinn alþjóðlegri. Við þessi tímamót í íslenskri stjórnmálasögu er vert að staldra við. Á þeim 25 árum frá því að Ingibjörg Sólrún tók við lyklunum að ráðhúsinu hefur Reykjavík vaxið og dafnað hraðar og er nú öflugri en nokkru sinni. Borgin hefur aldrei verið eins skemmtileg, fjölbreytt, kraftmikil og eftirsótt. Reykjavík er grænni en nokkru sinni, framsæknari og réttlátari. Þetta eigum við frumkvöðlunum sem stóðu að stofnun Reykjavíkurlistans að þakka. Til hamingju með daginn!Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í dag eru 25 ár liðin frá því að Reykjavíkurlistinn tók við stjórn Reykjavíkurborgar. Það var á þessum degi fyrir aldarfjórðungi þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri og ferskir vindar léku um Ráðhús Reykjavíkur. Reykjavíkurlistinn var framboð félagshyggjufólks sem upphaflega kom úr fjórum mismunandi stjórnmálaflokkum. Það var ungt fólk og grasrót flokkanna sem gerði Reykjavíkurlistann að veruleika. Stjórnmálamenningin sem framboðið skapaði grundvallaðist á umræðustjórnmálum. Það reyndist styrkur en ekki veikleiki að leita lausna og samkomulags með samtali og samráði í stað valdboðs. Framboðið bauð fram og sigraði í þrennum borgarstjórnarkosningum og gjörbreytti borginni og pólitísku landslagi í landinu. Flokkarnir sem að baki voru náðu hins vegar ekki saman um sameiginlegt framboð árið 2006 og var Reykjavíkurlistinn því lagður niður án þess að tapa nokkurn tímann kosningum. Ég skora á alla sem muna árið 1994 að hugsa til baka til borgarinnar eins og hún var þá. Reykjavíkurlistinn færði borgina til nútímans. Á fyrstu tveimur kjörtímabilum hans jókst hlutfall barna með leikskólapláss í Reykjavík úr 30% úr 80%. Þetta var einfaldlega bylting. Hlutur kvenna í stjórnunarstöðum óx úr 10% 1994 í 50% 2002. Launamunur kynjanna var varla til sem hugtak. Í tíð Reykjavíkurlistans var hann kortlagður og gripið til aðgerða svo hann dróst markvisst saman. Kvenfrelsi og femínismi varð sjálfsagður meginstraumur í stjórnmálunum.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á fyrsta vinnudegi. Jón G.Tómasson skrifstofustjóri tekur á móti henni.Umhverfismál fengu aukna athygli, strandlengjan var hreinsuð og hafin lagning hjólastíga. Stefnunni var sveigt frá bílaborg að grænni lífsgæðaborg. Grunnskólinn var einsetinn. Reykjavíkurlistinn kom upp skólamötuneytum með heitum mat í hverjum skóla sem þekktust ekki áður. Frístundaheimili eftir skólatíma voru stofnuð og breiddust út um alla borg. Á fáum sviðum hefur uppbyggingin verið jafn umfangsmikil og á íþróttasviðinu, hvort sem litið er á íþróttahús, gervigrasvelli, fimleikaaðstöðu eða sund. Börn voru sett í fyrsta sæti og forvarnir ungs fólk í forgang. Gríðarlegur árangur náðist. Reykjavíkurlistinn gjörbreytti þjónustu við borgarbúa, efldi velferðarþjónustu og færði hana nær íbúum með því að setja upp þjónustumiðstöðvar í öllum hverfi og stofnun hverfaráða. Með nútímavæðingu borgarinnar og gagngerri tiltekt breytti Reykjavíkurlistinn borgarkerfinu þar sem skýrum leikreglum var fylgt og fagleg vinnubrögð voru iðkuð. Gagnsæjar leikreglur og útboð komu í stað flokksskírteina. Síðast en ekki síst var grettistaki lyft í menningarmálum með Listasafni Reykjavíkur, Hörpu og eflingu menningarstofnana borgarinnar. Hnignun miðborgarinnar var snúið við, aðdráttarafl borgarinnar aukið og borgarbragurinn er orðinn alþjóðlegri. Við þessi tímamót í íslenskri stjórnmálasögu er vert að staldra við. Á þeim 25 árum frá því að Ingibjörg Sólrún tók við lyklunum að ráðhúsinu hefur Reykjavík vaxið og dafnað hraðar og er nú öflugri en nokkru sinni. Borgin hefur aldrei verið eins skemmtileg, fjölbreytt, kraftmikil og eftirsótt. Reykjavík er grænni en nokkru sinni, framsæknari og réttlátari. Þetta eigum við frumkvöðlunum sem stóðu að stofnun Reykjavíkurlistans að þakka. Til hamingju með daginn!Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun