Reykjavíkurlistinn 25 ára Dagur B. Eggertsson skrifar 13. júní 2019 08:00 Í dag eru 25 ár liðin frá því að Reykjavíkurlistinn tók við stjórn Reykjavíkurborgar. Það var á þessum degi fyrir aldarfjórðungi þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri og ferskir vindar léku um Ráðhús Reykjavíkur. Reykjavíkurlistinn var framboð félagshyggjufólks sem upphaflega kom úr fjórum mismunandi stjórnmálaflokkum. Það var ungt fólk og grasrót flokkanna sem gerði Reykjavíkurlistann að veruleika. Stjórnmálamenningin sem framboðið skapaði grundvallaðist á umræðustjórnmálum. Það reyndist styrkur en ekki veikleiki að leita lausna og samkomulags með samtali og samráði í stað valdboðs. Framboðið bauð fram og sigraði í þrennum borgarstjórnarkosningum og gjörbreytti borginni og pólitísku landslagi í landinu. Flokkarnir sem að baki voru náðu hins vegar ekki saman um sameiginlegt framboð árið 2006 og var Reykjavíkurlistinn því lagður niður án þess að tapa nokkurn tímann kosningum. Ég skora á alla sem muna árið 1994 að hugsa til baka til borgarinnar eins og hún var þá. Reykjavíkurlistinn færði borgina til nútímans. Á fyrstu tveimur kjörtímabilum hans jókst hlutfall barna með leikskólapláss í Reykjavík úr 30% úr 80%. Þetta var einfaldlega bylting. Hlutur kvenna í stjórnunarstöðum óx úr 10% 1994 í 50% 2002. Launamunur kynjanna var varla til sem hugtak. Í tíð Reykjavíkurlistans var hann kortlagður og gripið til aðgerða svo hann dróst markvisst saman. Kvenfrelsi og femínismi varð sjálfsagður meginstraumur í stjórnmálunum.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á fyrsta vinnudegi. Jón G.Tómasson skrifstofustjóri tekur á móti henni.Umhverfismál fengu aukna athygli, strandlengjan var hreinsuð og hafin lagning hjólastíga. Stefnunni var sveigt frá bílaborg að grænni lífsgæðaborg. Grunnskólinn var einsetinn. Reykjavíkurlistinn kom upp skólamötuneytum með heitum mat í hverjum skóla sem þekktust ekki áður. Frístundaheimili eftir skólatíma voru stofnuð og breiddust út um alla borg. Á fáum sviðum hefur uppbyggingin verið jafn umfangsmikil og á íþróttasviðinu, hvort sem litið er á íþróttahús, gervigrasvelli, fimleikaaðstöðu eða sund. Börn voru sett í fyrsta sæti og forvarnir ungs fólk í forgang. Gríðarlegur árangur náðist. Reykjavíkurlistinn gjörbreytti þjónustu við borgarbúa, efldi velferðarþjónustu og færði hana nær íbúum með því að setja upp þjónustumiðstöðvar í öllum hverfi og stofnun hverfaráða. Með nútímavæðingu borgarinnar og gagngerri tiltekt breytti Reykjavíkurlistinn borgarkerfinu þar sem skýrum leikreglum var fylgt og fagleg vinnubrögð voru iðkuð. Gagnsæjar leikreglur og útboð komu í stað flokksskírteina. Síðast en ekki síst var grettistaki lyft í menningarmálum með Listasafni Reykjavíkur, Hörpu og eflingu menningarstofnana borgarinnar. Hnignun miðborgarinnar var snúið við, aðdráttarafl borgarinnar aukið og borgarbragurinn er orðinn alþjóðlegri. Við þessi tímamót í íslenskri stjórnmálasögu er vert að staldra við. Á þeim 25 árum frá því að Ingibjörg Sólrún tók við lyklunum að ráðhúsinu hefur Reykjavík vaxið og dafnað hraðar og er nú öflugri en nokkru sinni. Borgin hefur aldrei verið eins skemmtileg, fjölbreytt, kraftmikil og eftirsótt. Reykjavík er grænni en nokkru sinni, framsæknari og réttlátari. Þetta eigum við frumkvöðlunum sem stóðu að stofnun Reykjavíkurlistans að þakka. Til hamingju með daginn!Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag eru 25 ár liðin frá því að Reykjavíkurlistinn tók við stjórn Reykjavíkurborgar. Það var á þessum degi fyrir aldarfjórðungi þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri og ferskir vindar léku um Ráðhús Reykjavíkur. Reykjavíkurlistinn var framboð félagshyggjufólks sem upphaflega kom úr fjórum mismunandi stjórnmálaflokkum. Það var ungt fólk og grasrót flokkanna sem gerði Reykjavíkurlistann að veruleika. Stjórnmálamenningin sem framboðið skapaði grundvallaðist á umræðustjórnmálum. Það reyndist styrkur en ekki veikleiki að leita lausna og samkomulags með samtali og samráði í stað valdboðs. Framboðið bauð fram og sigraði í þrennum borgarstjórnarkosningum og gjörbreytti borginni og pólitísku landslagi í landinu. Flokkarnir sem að baki voru náðu hins vegar ekki saman um sameiginlegt framboð árið 2006 og var Reykjavíkurlistinn því lagður niður án þess að tapa nokkurn tímann kosningum. Ég skora á alla sem muna árið 1994 að hugsa til baka til borgarinnar eins og hún var þá. Reykjavíkurlistinn færði borgina til nútímans. Á fyrstu tveimur kjörtímabilum hans jókst hlutfall barna með leikskólapláss í Reykjavík úr 30% úr 80%. Þetta var einfaldlega bylting. Hlutur kvenna í stjórnunarstöðum óx úr 10% 1994 í 50% 2002. Launamunur kynjanna var varla til sem hugtak. Í tíð Reykjavíkurlistans var hann kortlagður og gripið til aðgerða svo hann dróst markvisst saman. Kvenfrelsi og femínismi varð sjálfsagður meginstraumur í stjórnmálunum.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á fyrsta vinnudegi. Jón G.Tómasson skrifstofustjóri tekur á móti henni.Umhverfismál fengu aukna athygli, strandlengjan var hreinsuð og hafin lagning hjólastíga. Stefnunni var sveigt frá bílaborg að grænni lífsgæðaborg. Grunnskólinn var einsetinn. Reykjavíkurlistinn kom upp skólamötuneytum með heitum mat í hverjum skóla sem þekktust ekki áður. Frístundaheimili eftir skólatíma voru stofnuð og breiddust út um alla borg. Á fáum sviðum hefur uppbyggingin verið jafn umfangsmikil og á íþróttasviðinu, hvort sem litið er á íþróttahús, gervigrasvelli, fimleikaaðstöðu eða sund. Börn voru sett í fyrsta sæti og forvarnir ungs fólk í forgang. Gríðarlegur árangur náðist. Reykjavíkurlistinn gjörbreytti þjónustu við borgarbúa, efldi velferðarþjónustu og færði hana nær íbúum með því að setja upp þjónustumiðstöðvar í öllum hverfi og stofnun hverfaráða. Með nútímavæðingu borgarinnar og gagngerri tiltekt breytti Reykjavíkurlistinn borgarkerfinu þar sem skýrum leikreglum var fylgt og fagleg vinnubrögð voru iðkuð. Gagnsæjar leikreglur og útboð komu í stað flokksskírteina. Síðast en ekki síst var grettistaki lyft í menningarmálum með Listasafni Reykjavíkur, Hörpu og eflingu menningarstofnana borgarinnar. Hnignun miðborgarinnar var snúið við, aðdráttarafl borgarinnar aukið og borgarbragurinn er orðinn alþjóðlegri. Við þessi tímamót í íslenskri stjórnmálasögu er vert að staldra við. Á þeim 25 árum frá því að Ingibjörg Sólrún tók við lyklunum að ráðhúsinu hefur Reykjavík vaxið og dafnað hraðar og er nú öflugri en nokkru sinni. Borgin hefur aldrei verið eins skemmtileg, fjölbreytt, kraftmikil og eftirsótt. Reykjavík er grænni en nokkru sinni, framsæknari og réttlátari. Þetta eigum við frumkvöðlunum sem stóðu að stofnun Reykjavíkurlistans að þakka. Til hamingju með daginn!Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun