Bæjarráð Reykjanesbæjar ákvað á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að gera ekki tilboð í hlut í HSV eignarhaldsfélagi, næststærsta hluthafa HS Veitna með ríflega þriðjungshlut, en tæplega 42 prósenta hlutur í eignarhaldsfélaginu var settur í opið söluferli í byrjun maímánaðar.
„Við fórum bara yfir það hvort þetta væri tækifæri sem við vildum skoða en það var ákveðið að lokum að gera það ekki,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er stærsti hluthafi HS Veitna með liðlega hfelmingshlut, í samtali við Markaðinn.
Í fundargerð sem birt hefur verið á vef sveitarfélagsins kemur fram að Þórbergur Guðjónsson og Lilja Gylfadóttir, starfsmenn fyrirtækjaráðgafar Arion banka, hafi mætt á umræddan fund bæjarráðs og gert þar grein fyrir málinu.
Eins og greint var frá í Markaðinum í liðnum mánuði eru Akur fjárfestingar og Tryggingamiðstöðin á meðal þeirra hluthafa í HSV eignarhaldsfélagi sem hyggjast selja sinn hlut í félaginu en auk þess munu lífeyrissjóðir selja hluta af sínum bréfum.
Söluferlið hófst formlega í byrjun síðasta mánaðar undir umsjón fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka.
Í stuttri fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem ber heitið Project Heat og Markaðurinn hefur undir höndum, kemur meðal annars fram að áætlaður hagnaður HS Veitna fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta fyrir þetta ár sé um 2,9 milljarðar króna og að tekjur muni aukast um liðlega 500 milljónir og verða samtals rúmlega 7,4 milljarðar króna.
Reykjanesbær er stærsti hluthafi HS Veitna með 50,1 prósents hlut en aðrir hluthafar eru HSV eignarhaldsfélag með 34,4 prósenta hlut, Hafnarfjarðarbær með 15,4 prósenta hlut og Sandgerðisbær sem fer með 0,1 prósents hlut.
Bætir ekki við sig í HS Veitum
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

„Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið
Viðskipti erlent

Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum
Viðskipti erlent

Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum
Viðskipti innlent

Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu
Viðskipti erlent

Northvolt í þrot
Viðskipti erlent

Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn
Viðskipti innlent

Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn
Viðskipti innlent

Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus
Viðskipti innlent

Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn
Viðskipti innlent

Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“
Viðskipti erlent