Sorgarhelgi Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 12. júní 2019 08:15 Slysin gera ekki boð á undan sér, segjum við eftir þessa liðnu hvítasunnuhelgi og horfum raunaleg á hvert annað. Það er satt. Slysin gerast á þessu skelfilega augnabliki þegar tíminn stendur í stað, allt hljóðnar og ekkert verður framar eins og áður var. Þegar slysin dynja yfir eiga margir um sárt að binda. Persónur kveðja, önnur liggja slösuð og ástvinir þjást og syrgja. Við hugsum líka til þeirra sem mæta fyrst á vettvang eftir að allt er breytt og fá það hlutverk að bjarga því sem bjargað verður. Þau eru fólkið sem fyrst áttar sig á því sem orðið er. Þetta fólk fær það verkefni að halda ró sinni við erfiðar aðstæður, sýna algera yfirvegun og starfa sem einn maður í þágu vonarinnar. Eitt augnablik birtist fregnin í fjölmiðlum og við finnum til. En þau sem eiga hliðstæða reynslu finna hvernig sárin opnast hið innra og gamall sársauki minnir á sig. Á svona dögum er ég alltaf svo þakklát að búa í litlu landi þar sem áföllin verða svo miklu meira en frétt þegar samkenndin kemur eins og hlýr andvari, sorginni er deilt og engum stendur á sama. Það er rétt sem sagt er, að léttar raunir eru málgefnar en þungar sorgir þöglar. Samt verðum við að tala um flugslysið við Múlakot og ekki síst við unga fólkið okkar því við finnum öll til. Ég bið þess að himneskir og jarðneskir englar umvefji þau sem látin eru, þau sem eru slösuð og þau öll sem hafa misst. Einnig hugsum við til viðbragðsaðilanna allra sem hafa lagt mikið af mörkum og gert sitt besta. Öll slys af þessu tagi búa í minni þjóðarinnar líkt og ör á þjóðarlíkamanum. Hvítasunnuhelgin 2019, með blíðviðri sínu og sól, verður um ókomna tíð sorgarhelgi í minni þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Slysin gera ekki boð á undan sér, segjum við eftir þessa liðnu hvítasunnuhelgi og horfum raunaleg á hvert annað. Það er satt. Slysin gerast á þessu skelfilega augnabliki þegar tíminn stendur í stað, allt hljóðnar og ekkert verður framar eins og áður var. Þegar slysin dynja yfir eiga margir um sárt að binda. Persónur kveðja, önnur liggja slösuð og ástvinir þjást og syrgja. Við hugsum líka til þeirra sem mæta fyrst á vettvang eftir að allt er breytt og fá það hlutverk að bjarga því sem bjargað verður. Þau eru fólkið sem fyrst áttar sig á því sem orðið er. Þetta fólk fær það verkefni að halda ró sinni við erfiðar aðstæður, sýna algera yfirvegun og starfa sem einn maður í þágu vonarinnar. Eitt augnablik birtist fregnin í fjölmiðlum og við finnum til. En þau sem eiga hliðstæða reynslu finna hvernig sárin opnast hið innra og gamall sársauki minnir á sig. Á svona dögum er ég alltaf svo þakklát að búa í litlu landi þar sem áföllin verða svo miklu meira en frétt þegar samkenndin kemur eins og hlýr andvari, sorginni er deilt og engum stendur á sama. Það er rétt sem sagt er, að léttar raunir eru málgefnar en þungar sorgir þöglar. Samt verðum við að tala um flugslysið við Múlakot og ekki síst við unga fólkið okkar því við finnum öll til. Ég bið þess að himneskir og jarðneskir englar umvefji þau sem látin eru, þau sem eru slösuð og þau öll sem hafa misst. Einnig hugsum við til viðbragðsaðilanna allra sem hafa lagt mikið af mörkum og gert sitt besta. Öll slys af þessu tagi búa í minni þjóðarinnar líkt og ör á þjóðarlíkamanum. Hvítasunnuhelgin 2019, með blíðviðri sínu og sól, verður um ókomna tíð sorgarhelgi í minni þjóðarinnar.
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar