Erik Hamrén sýndi blaðamönnum sigurvindilinn sinn Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 11. júní 2019 21:54 „Svona verður kvöldið mitt,“ sagði sigurreifur Erik Hamrén í lok blaðamannafundar eftir frækinn 2-1 sigur íslenska karlalandsliðsins á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Sá sænski brosti út að eyrum, nánast hló og greinilega vel létt eftir sigurinn í kvöld. Tóbak virðist fylgja íslenskum landsliðsþjálfurum, að minnsta kosti karlalandsliðsin. Ólafur Jóhannesson tók í nefið, Lars Lagerbäck í vörina og Hamrén reykir vindla - á tyllidögum. Allt er gott í hófi sagði einhver. Í kvöld er tilefni til að fagna.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, var baráttumikill á miðjunni í kvöld.vísir/gettyLangþráð uppskera Sænski þjálfarinn er heldur betur að uppskera eftir erfiða upphafsdaga í starfi. Íslenska liðið steinlá gegn afar sterkum andstæðingum í Þjóðadeildinni og eftir 2-0 sigur á Andorra steinlá liðið í 4-0 tapi gegn Frökkum í undankeppni EM. Síðan hefur íslenska liðið siglt sex stigum í hús. Hans stærsta stund klárlega 2-1 sigurinn gegn Tyrkjum sem lögðu heimsmeistara Frakka um liðna helgi. „Ég er rosalega ánægður með stigin þrjú í dag og sex stigin sem við ætluðum okkur fyrir þennan erfiða tvíhöfða,“ sagði Hamrén. „Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik, vildum að þeir hefðu boltann og blása til skyndisókna. Sköpuðum okkur mörg færi. Hefði átt að vera 3-0 í hálfleik miðað við öll færin og sterka vörn. Þegar þeir skoruðu 2-1 þá var það kjaftshögg.“ Hann sagði liðið hafa unnið vel í seinni hálfleik, verið skynsamt og unnið afar vel samna. „Ég er stoltur af leikmönnunum, hvernig þeir hafa tekið þessa tvo leiki, sem við urðum að vinna, með trompi. Nú er allt galopið fyrir framhaldið þegar undankeppnin heldur áfram í september. Við verðum þar.“Ragnar Sigurðsson kemur Íslendingum á bragðið í kvöld.Vísir/Daníel ÞórRaggi átti að skora þrjú Sá sænski sagði leikmenn sína hafa fylgt leikplaninu fullkomlega eftir. „Ef þú verst vel þá áttu möguleika á góðum skyndisóknum. Ef þú nærð góðri fyrstu snertingu og fyrstu sendingu,“ sagði sá sænski. Liðið hefði reynt að sína styrk sinn í föstum leikatriðum. Raunar komu öll mörkin í dag úr föstum leikatriðum. Aukaspyrnum og hornspyrnum. „Raggi átti að skora þrjú mörk!“ Miðvörðurinn skoraði tvö mörk með skalla í fyrri hálfleik og nagar sig eflaust í handabakið fyrir að hafa ekki nýtt þriðja skallafærið undir lok leiksins.Þjálfarateymi Íslands fangar vel á Laugardalsvelli í kvöld. Níu stig af níu mögulegum í húsi í þremur síðustu leikjum.Vísir/Daníel ÞórBirkir og Jón Daði mættir Hamrén var spurður út í þátttöku Jóns Daða sem hefur ekkert spilað síðan í upphafi árs vegna meiðsla. Hvort það hefði verið áhætta að spila honum. Sá sænski svaraði því til að það hefði líklega verið meiri áhætta að láta Jón Daða hefja æfingar tveimur vikum fyrir hitting landsliðsins. Þá hafi hann byrjað að æfa með þjálfurum í að byggja upp styrk. Í framhaldinu hafi hann verið í stöðugum prófum til að meta hvort hann ætti möguleika á að vera með í leikjunm tveimur. „Hann bætti sig stöðugt og stóðst öll prófin,“ sagði Hamrén. Jón Daði hafi fengið skilaboðin að hann væri í hóp og svo hafi þjálfarateymið verið sammála um að nýta kosti hans í leiknum í kvöld. „Vegna styrkleika hans, sem hann sýndi.“ Hamrén sagðist hafa tjáð Jóni Daða eftir leikinn að vonandi færu hjólin að snúast honum í vil hjá félagsliðinu. Að líkaminn héldi áfram að bregðast vel við endurhæfingu og framundan væri gott ár ólíkt því síðasta. „Hann hefur frábæra kosti. Skorar ekki mikið en skilar frábærri vinnu fyrir liðið.“ Svo varð hann að minnast á Birki Bjarnason sem var tæpur fyrir leikinn og hefur sömuleiðis átt erfitt uppdráttar hjá Aston Villa á Englandi. „Hann hefur átt tvo frábæra leiki fyrir Ísland,“ sagði Hamrén og aðdáunin leyndi sér ekki. Lars Lagerbäck var mikill aðdáandi Birkis og greinilegt að Hamrén hefur tekið við því kefli. Birkir átti frábæran leik í kvöld á vinstri kantinum en hann spilaði á miðjunni gegn Albaníu.Gylfi Þór Sigurðsson fer með sex stig í farteskinu til móts við ástina sína Alexöndru Helgu Ívarsdóttir en brúðkaup þeirra er framundan um næstu helgi.GettyVerkefnið ómögulega Meiðsli hafa herjað á liðið en aðspurður hvort hann hefði til dæmis saknað Jóns Daða í fyrri leikjum sagði Hamrén þann hugsanahátt ekki virka í fótbolta. „Þú getur ekki leyft þér að sakna leikmanna. Við vorum í miklu basli vegna meiðsla í Þjóðadeildinni en þannig er fótbolti. Nú er minna um meiðsli sem gleður mig. Þú þarft heila leikmenn til að ná árangri. Nú eru margir leikmenn tilbúnir,“ sagði Hamrén og ræddi aðeins hvers vegna hann tók starfið að sér. Verkefnið ómögulega eins og sumir hafa lýst. „Þegar ég sá leikmannahópinn þá vissi ég að við gætum komist á EM með þetta lið. Jafnvel þótt margir segðu að það væri ómögulegt fyrir svona lítið land að fara á stórmót þriðja skiptið í röð. En þá þurfum við heila leikmenn.“ EM 2020 í fótbolta Mest lesið Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Enski boltinn Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Sport Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Handbolti Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Fjögurra ára bann fyrir að svindla samlöndu sína inn á ÓL í París Sport Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Körfubolti Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Enski boltinn Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Körfubolti Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick Sport De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Tvær þrennur í níu marka stórsigri Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Sjá meira
„Svona verður kvöldið mitt,“ sagði sigurreifur Erik Hamrén í lok blaðamannafundar eftir frækinn 2-1 sigur íslenska karlalandsliðsins á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Sá sænski brosti út að eyrum, nánast hló og greinilega vel létt eftir sigurinn í kvöld. Tóbak virðist fylgja íslenskum landsliðsþjálfurum, að minnsta kosti karlalandsliðsin. Ólafur Jóhannesson tók í nefið, Lars Lagerbäck í vörina og Hamrén reykir vindla - á tyllidögum. Allt er gott í hófi sagði einhver. Í kvöld er tilefni til að fagna.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, var baráttumikill á miðjunni í kvöld.vísir/gettyLangþráð uppskera Sænski þjálfarinn er heldur betur að uppskera eftir erfiða upphafsdaga í starfi. Íslenska liðið steinlá gegn afar sterkum andstæðingum í Þjóðadeildinni og eftir 2-0 sigur á Andorra steinlá liðið í 4-0 tapi gegn Frökkum í undankeppni EM. Síðan hefur íslenska liðið siglt sex stigum í hús. Hans stærsta stund klárlega 2-1 sigurinn gegn Tyrkjum sem lögðu heimsmeistara Frakka um liðna helgi. „Ég er rosalega ánægður með stigin þrjú í dag og sex stigin sem við ætluðum okkur fyrir þennan erfiða tvíhöfða,“ sagði Hamrén. „Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik, vildum að þeir hefðu boltann og blása til skyndisókna. Sköpuðum okkur mörg færi. Hefði átt að vera 3-0 í hálfleik miðað við öll færin og sterka vörn. Þegar þeir skoruðu 2-1 þá var það kjaftshögg.“ Hann sagði liðið hafa unnið vel í seinni hálfleik, verið skynsamt og unnið afar vel samna. „Ég er stoltur af leikmönnunum, hvernig þeir hafa tekið þessa tvo leiki, sem við urðum að vinna, með trompi. Nú er allt galopið fyrir framhaldið þegar undankeppnin heldur áfram í september. Við verðum þar.“Ragnar Sigurðsson kemur Íslendingum á bragðið í kvöld.Vísir/Daníel ÞórRaggi átti að skora þrjú Sá sænski sagði leikmenn sína hafa fylgt leikplaninu fullkomlega eftir. „Ef þú verst vel þá áttu möguleika á góðum skyndisóknum. Ef þú nærð góðri fyrstu snertingu og fyrstu sendingu,“ sagði sá sænski. Liðið hefði reynt að sína styrk sinn í föstum leikatriðum. Raunar komu öll mörkin í dag úr föstum leikatriðum. Aukaspyrnum og hornspyrnum. „Raggi átti að skora þrjú mörk!“ Miðvörðurinn skoraði tvö mörk með skalla í fyrri hálfleik og nagar sig eflaust í handabakið fyrir að hafa ekki nýtt þriðja skallafærið undir lok leiksins.Þjálfarateymi Íslands fangar vel á Laugardalsvelli í kvöld. Níu stig af níu mögulegum í húsi í þremur síðustu leikjum.Vísir/Daníel ÞórBirkir og Jón Daði mættir Hamrén var spurður út í þátttöku Jóns Daða sem hefur ekkert spilað síðan í upphafi árs vegna meiðsla. Hvort það hefði verið áhætta að spila honum. Sá sænski svaraði því til að það hefði líklega verið meiri áhætta að láta Jón Daða hefja æfingar tveimur vikum fyrir hitting landsliðsins. Þá hafi hann byrjað að æfa með þjálfurum í að byggja upp styrk. Í framhaldinu hafi hann verið í stöðugum prófum til að meta hvort hann ætti möguleika á að vera með í leikjunm tveimur. „Hann bætti sig stöðugt og stóðst öll prófin,“ sagði Hamrén. Jón Daði hafi fengið skilaboðin að hann væri í hóp og svo hafi þjálfarateymið verið sammála um að nýta kosti hans í leiknum í kvöld. „Vegna styrkleika hans, sem hann sýndi.“ Hamrén sagðist hafa tjáð Jóni Daða eftir leikinn að vonandi færu hjólin að snúast honum í vil hjá félagsliðinu. Að líkaminn héldi áfram að bregðast vel við endurhæfingu og framundan væri gott ár ólíkt því síðasta. „Hann hefur frábæra kosti. Skorar ekki mikið en skilar frábærri vinnu fyrir liðið.“ Svo varð hann að minnast á Birki Bjarnason sem var tæpur fyrir leikinn og hefur sömuleiðis átt erfitt uppdráttar hjá Aston Villa á Englandi. „Hann hefur átt tvo frábæra leiki fyrir Ísland,“ sagði Hamrén og aðdáunin leyndi sér ekki. Lars Lagerbäck var mikill aðdáandi Birkis og greinilegt að Hamrén hefur tekið við því kefli. Birkir átti frábæran leik í kvöld á vinstri kantinum en hann spilaði á miðjunni gegn Albaníu.Gylfi Þór Sigurðsson fer með sex stig í farteskinu til móts við ástina sína Alexöndru Helgu Ívarsdóttir en brúðkaup þeirra er framundan um næstu helgi.GettyVerkefnið ómögulega Meiðsli hafa herjað á liðið en aðspurður hvort hann hefði til dæmis saknað Jóns Daða í fyrri leikjum sagði Hamrén þann hugsanahátt ekki virka í fótbolta. „Þú getur ekki leyft þér að sakna leikmanna. Við vorum í miklu basli vegna meiðsla í Þjóðadeildinni en þannig er fótbolti. Nú er minna um meiðsli sem gleður mig. Þú þarft heila leikmenn til að ná árangri. Nú eru margir leikmenn tilbúnir,“ sagði Hamrén og ræddi aðeins hvers vegna hann tók starfið að sér. Verkefnið ómögulega eins og sumir hafa lýst. „Þegar ég sá leikmannahópinn þá vissi ég að við gætum komist á EM með þetta lið. Jafnvel þótt margir segðu að það væri ómögulegt fyrir svona lítið land að fara á stórmót þriðja skiptið í röð. En þá þurfum við heila leikmenn.“
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Enski boltinn Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Sport Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Handbolti Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Fjögurra ára bann fyrir að svindla samlöndu sína inn á ÓL í París Sport Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Körfubolti Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Enski boltinn Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Körfubolti Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick Sport De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Tvær þrennur í níu marka stórsigri Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Sjá meira