Aron Einar: Þessi umræða var eins og hún var Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2019 21:18 Það var stoltur fyrirliði Íslands, Aron Einar Gunnarsson, sem spjallaði við fjölmiðla eftir 2-1 sigur Íslands á Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. „Ég er hrikalega ánægður. Ég er stoltur af hvernig við tækluðum þetta verkefni. Það er mikill meðbyr með Tyrkjunum eins og við töluðum um fyrir leikinn,“ sagði Aron við Eirík Stefán Ásgeirsson í leikslok. „Það eru kynslóðaskipti og nýjar áherslur. Að ná sex stigum út úr þessum tveimur leikjum er virkilega jákvætt og gefur okkur sjálfstraust. Við erum búnir að gera Laugardalsvöll aftur að gryfju.“ „Þannig viljum við hafa það. Við viljum að liðin óttist við að spila við okkur á Laugardalsvelli og áhorfendurnir voru geggjaðir í kvöld.“ Tyrkir spiluðu erfiðan leik gegn Frakklandi á laugardagskvöldið og þurftu svo að ferðast til Íslands og það tók sinn toll. „Við ætluðum að nýta okkur það að við værum ekki að ferðast og nýta okkur það með að næra okkur vel og vera klárir. Allir vöðvar klárir og mér fannst við byrja mikla betur. Þeir voru á hælunum.“ „Við vitum hvernig það er að ferðast og sérstaklega svona langt ferðalag eftir erfiðan leik gegn Frökkum. Við ætluðum að nýta okkur það.“ „Þessi umræða var eins og hún var. Við höfum ekkert að segja um það og tökum ekkert þátt í því. Mér fannst koma að krafti inn í þennan leik og settum tempóið í fyrstu spyrnu leiksins.“ Aron Einar segir að gamla góða Ísland sé komið til baka. „Þú veist alveg hvernig við erum og hvernig við vinnum þegar við erum samheldnir og stöndum saman í því sem við erum að gera. Þetta er vonandi komið til að vera og við ætlum að vinna hart að því áfram.“ „Þegar við erum á fullum krafti og stöndum saman á Laugardalsvellinum er erfitt að vinna okkur,“ en stuðningsmennirnir voru magnaðir í kvöld og Aron var sammála því: „Geggjaðir í kvöld. Við fundum fyrir því og það gefur okkur orku. Við vorum nokkrir sem stóðum á öndinni í lokin, hlaupa eins og brjálæðingar allan leikinn, og að heyra alla gefa manni orku - það gefur okkur kraft.“ „Við vitum það og það vita það allir að þegar við stöndum saman þá gerist óvæntir hlutir. Við þurfum að halda því áfram og vonandi er það komið til að vera. Við fáum vonandi pakkaði velli á sama móti hverjum við spilum,“ Var byrjað að fara um fyrirliðann í lokin? „Nei, mér fannst við vera með tök á leiknum. Þegar við höldum liðunum fyrir framan okkur þá líður okkur vel og þeir voru farnir að pirra sig og það er jákvætt fyrir okkur,“ sagði Aron Einar. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Einkunnir Íslands: Markamaskínan Raggi Sig maður leiksins Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. 11. júní 2019 20:58 Hetjan Ragnar: Þetta hefur aldrei gerst áður Árbæingurinn var stoltur í leikslok. 11. júní 2019 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Það var stoltur fyrirliði Íslands, Aron Einar Gunnarsson, sem spjallaði við fjölmiðla eftir 2-1 sigur Íslands á Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. „Ég er hrikalega ánægður. Ég er stoltur af hvernig við tækluðum þetta verkefni. Það er mikill meðbyr með Tyrkjunum eins og við töluðum um fyrir leikinn,“ sagði Aron við Eirík Stefán Ásgeirsson í leikslok. „Það eru kynslóðaskipti og nýjar áherslur. Að ná sex stigum út úr þessum tveimur leikjum er virkilega jákvætt og gefur okkur sjálfstraust. Við erum búnir að gera Laugardalsvöll aftur að gryfju.“ „Þannig viljum við hafa það. Við viljum að liðin óttist við að spila við okkur á Laugardalsvelli og áhorfendurnir voru geggjaðir í kvöld.“ Tyrkir spiluðu erfiðan leik gegn Frakklandi á laugardagskvöldið og þurftu svo að ferðast til Íslands og það tók sinn toll. „Við ætluðum að nýta okkur það að við værum ekki að ferðast og nýta okkur það með að næra okkur vel og vera klárir. Allir vöðvar klárir og mér fannst við byrja mikla betur. Þeir voru á hælunum.“ „Við vitum hvernig það er að ferðast og sérstaklega svona langt ferðalag eftir erfiðan leik gegn Frökkum. Við ætluðum að nýta okkur það.“ „Þessi umræða var eins og hún var. Við höfum ekkert að segja um það og tökum ekkert þátt í því. Mér fannst koma að krafti inn í þennan leik og settum tempóið í fyrstu spyrnu leiksins.“ Aron Einar segir að gamla góða Ísland sé komið til baka. „Þú veist alveg hvernig við erum og hvernig við vinnum þegar við erum samheldnir og stöndum saman í því sem við erum að gera. Þetta er vonandi komið til að vera og við ætlum að vinna hart að því áfram.“ „Þegar við erum á fullum krafti og stöndum saman á Laugardalsvellinum er erfitt að vinna okkur,“ en stuðningsmennirnir voru magnaðir í kvöld og Aron var sammála því: „Geggjaðir í kvöld. Við fundum fyrir því og það gefur okkur orku. Við vorum nokkrir sem stóðum á öndinni í lokin, hlaupa eins og brjálæðingar allan leikinn, og að heyra alla gefa manni orku - það gefur okkur kraft.“ „Við vitum það og það vita það allir að þegar við stöndum saman þá gerist óvæntir hlutir. Við þurfum að halda því áfram og vonandi er það komið til að vera. Við fáum vonandi pakkaði velli á sama móti hverjum við spilum,“ Var byrjað að fara um fyrirliðann í lokin? „Nei, mér fannst við vera með tök á leiknum. Þegar við höldum liðunum fyrir framan okkur þá líður okkur vel og þeir voru farnir að pirra sig og það er jákvætt fyrir okkur,“ sagði Aron Einar.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Einkunnir Íslands: Markamaskínan Raggi Sig maður leiksins Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. 11. júní 2019 20:58 Hetjan Ragnar: Þetta hefur aldrei gerst áður Árbæingurinn var stoltur í leikslok. 11. júní 2019 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41
Einkunnir Íslands: Markamaskínan Raggi Sig maður leiksins Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. 11. júní 2019 20:58
Hetjan Ragnar: Þetta hefur aldrei gerst áður Árbæingurinn var stoltur í leikslok. 11. júní 2019 21:15