Þjálfari Tyrkja sagði sitt lið þreytt en þó betra en Ísland Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 11. júní 2019 21:16 Senol Gunes, landsliðsþjálfari Tyrkja, ásamt túlki (til hægri) á blaðamannafundinum í kjallara Laugardalsvallar í kvöld. Vísir/Kolbeinn Tumi Senol Gunes, landsliðsþjálfari Tyrkja, segir að langt ferðalag hafi haft sitt að segja í 2-1 tapinu í Laugardalnum í kvöld í undankeppni EM 2020. Hans menn hafi verið þreyttir og Íslendingar gengið á lagið. Gunes studdist við túlk sem þýddi svö þjálfarans yfir á ensku. Þjálfarinn vildi í fyrstu ekki ræða uppákomuna á Keflavíkurflugvelli en kom svo lítillega inn á hana í svörum sínum við spurningum tyrkneskra blaðamanna. „Við sögðum í byrjun að Ísland væri aðalandstæðingur okkar. Það hefði verið betra að tapa gegn Frökkum og vinna Ísland,“ sagði Gunes eftir að blaðamenn rifjuðu upp orð hans að allt frá þremur til sex stigum gæti verið viðunandi niðurstaða úr leikjunum tveimur. Hann talaði aðeins um „allt vesenið“ á leiðinni hingað til lands og þá stöðu að Ísland væri nú í bílstjórasætinu í baráttu þjóðanna um annað sætið í riðlinum. Þar gerðu þeir ráð fyrir að Frakkar myndu vinna riðilinn og gera enn. „Okkar klúður var að tapa seinni boltanum og ná ekki stutta veggspilinu,“ sagði Gunes um spil Tyrkja. „Við mættum þreyttir en vongóðir ef frá eru taldar fyrstu 30 mínúturnar þar sem við vorum taugaveiklaðir,“ sagði Gunes. Ísland væri hávaxið lið sem hefði nýtt sér hæðarmuninn og stress Tyrkja í föstum leikatriðum í fyrri hálfleik. Hans menn hefðu sýnt trú og reynt að bæta leik sinn en ekki dugað til. „Við erum betra lið,“ sagði Gunes sannfærður um gæði síns liðs sem á eftir að taka á móti Íslandi í seinni leiknum. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Senol Gunes, landsliðsþjálfari Tyrkja, segir að langt ferðalag hafi haft sitt að segja í 2-1 tapinu í Laugardalnum í kvöld í undankeppni EM 2020. Hans menn hafi verið þreyttir og Íslendingar gengið á lagið. Gunes studdist við túlk sem þýddi svö þjálfarans yfir á ensku. Þjálfarinn vildi í fyrstu ekki ræða uppákomuna á Keflavíkurflugvelli en kom svo lítillega inn á hana í svörum sínum við spurningum tyrkneskra blaðamanna. „Við sögðum í byrjun að Ísland væri aðalandstæðingur okkar. Það hefði verið betra að tapa gegn Frökkum og vinna Ísland,“ sagði Gunes eftir að blaðamenn rifjuðu upp orð hans að allt frá þremur til sex stigum gæti verið viðunandi niðurstaða úr leikjunum tveimur. Hann talaði aðeins um „allt vesenið“ á leiðinni hingað til lands og þá stöðu að Ísland væri nú í bílstjórasætinu í baráttu þjóðanna um annað sætið í riðlinum. Þar gerðu þeir ráð fyrir að Frakkar myndu vinna riðilinn og gera enn. „Okkar klúður var að tapa seinni boltanum og ná ekki stutta veggspilinu,“ sagði Gunes um spil Tyrkja. „Við mættum þreyttir en vongóðir ef frá eru taldar fyrstu 30 mínúturnar þar sem við vorum taugaveiklaðir,“ sagði Gunes. Ísland væri hávaxið lið sem hefði nýtt sér hæðarmuninn og stress Tyrkja í föstum leikatriðum í fyrri hálfleik. Hans menn hefðu sýnt trú og reynt að bæta leik sinn en ekki dugað til. „Við erum betra lið,“ sagði Gunes sannfærður um gæði síns liðs sem á eftir að taka á móti Íslandi í seinni leiknum.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira