Trump danglaði blaði með meintum leyniákvæðum framan í fréttamenn Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2019 20:44 Trump forseti veifaði blaði sem átti að vera til sönnunar þess að fleiri ákvæði séu í samningi hans við Mexíkó en greint hefur verið frá opinberlega. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrðir enn að leynileg ákvæði sé að finna í samkomulagi um innflytjendamál við mexíkósk stjórnvöld þrátt fyrir að þau hafi neitað því. Forsetinn sagði blað sem hann veifaði fyrir framan fréttamenn við Hvíta húsið lýsa þeim ákvæðum í dag. Tilkynnt var um samkomulag í innflytjendamálum á milli Bandaríkjanna og Mexíkó um hvítasunnuhelgina. Trump dró þá til baka hótun sína um að leggja refsitolla á mexíkóskar vörur ef mexíkósk stjórnvöld gerðu ekki meira til að stöðva straum fólks í gegnum landið til Bandaríkjanna. Tollarnir áttu að taka gildi í dag. Bandarískir fjölmiðlar sögðu þó fljótt frá því að fátt nýtt væri að finna í samkomulaginu. Aðgerðirnar sem mexíkóska ríkisstjórnin lofaði að ráðast í hefði hún fyrst heitið fyrir nokkrum mánuðum. Trump tók þá upp á því að fullyrða að í samkomulaginu væru leynileg ákvæði um frekari aðgerðir til að fækka fólki sem kemur að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en einnig um að Mexíkóar ætluðu að kaupa meira af bandarískum landbúnaðarvörum. Hann hefur ekki sagt nánar hvers eðlis þau ákvæði eiga að vera og mexíkósk stjórnvöld hafa neitað tilvist þeirra. AP-fréttastofan segir að svo virðist sem að samkomulag um landbúnaðarviðskipti sé einfaldlega ekki til. Á lóð Hvíta hússins í dag veifaði Trump svo blaði fyrir framan fréttamenn sem hann sagði sanna mál hans. Forsetinn sýndi þeim þó ekki blaðið eða gaf frekari upplýsingar um hvað á því stæði. Sagði hann aðeins að hann ætlaði að láta Mexíkóum eftir að tilkynna um ákvæðin en að þau tækju gildi að hans ákvörðun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ljósmyndarar fjölmiðla náðu myndum af blaðinu og gátu fréttamenn þeirra lesið hluta þess sem á blaðinu stóð. Þar er meðal annars vísað til þess að mexíkósk stjórnvöld fari yfir mögulega lagabreytingar til að koma samkomulaginu í framkvæmd. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Repúblikanar búa sig undir slag við Trump um tolla Þingmönnum Repúblikanaflokksins var heitt í hamsi eftir fund með embættismönnum Hvíta hússins í vikunni. Þeir hótuðu því að ógilda neitunarvald forsetans til að koma í veg fyrir að hann legði tolla á mexíkóskar vörur. 5. júní 2019 11:46 Segist hafa náð samkomulagi við Mexíkóstjórn Því verði hægt að aflýsa fyrirhuguðum tollahækkunum. 8. júní 2019 09:47 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrðir enn að leynileg ákvæði sé að finna í samkomulagi um innflytjendamál við mexíkósk stjórnvöld þrátt fyrir að þau hafi neitað því. Forsetinn sagði blað sem hann veifaði fyrir framan fréttamenn við Hvíta húsið lýsa þeim ákvæðum í dag. Tilkynnt var um samkomulag í innflytjendamálum á milli Bandaríkjanna og Mexíkó um hvítasunnuhelgina. Trump dró þá til baka hótun sína um að leggja refsitolla á mexíkóskar vörur ef mexíkósk stjórnvöld gerðu ekki meira til að stöðva straum fólks í gegnum landið til Bandaríkjanna. Tollarnir áttu að taka gildi í dag. Bandarískir fjölmiðlar sögðu þó fljótt frá því að fátt nýtt væri að finna í samkomulaginu. Aðgerðirnar sem mexíkóska ríkisstjórnin lofaði að ráðast í hefði hún fyrst heitið fyrir nokkrum mánuðum. Trump tók þá upp á því að fullyrða að í samkomulaginu væru leynileg ákvæði um frekari aðgerðir til að fækka fólki sem kemur að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en einnig um að Mexíkóar ætluðu að kaupa meira af bandarískum landbúnaðarvörum. Hann hefur ekki sagt nánar hvers eðlis þau ákvæði eiga að vera og mexíkósk stjórnvöld hafa neitað tilvist þeirra. AP-fréttastofan segir að svo virðist sem að samkomulag um landbúnaðarviðskipti sé einfaldlega ekki til. Á lóð Hvíta hússins í dag veifaði Trump svo blaði fyrir framan fréttamenn sem hann sagði sanna mál hans. Forsetinn sýndi þeim þó ekki blaðið eða gaf frekari upplýsingar um hvað á því stæði. Sagði hann aðeins að hann ætlaði að láta Mexíkóum eftir að tilkynna um ákvæðin en að þau tækju gildi að hans ákvörðun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ljósmyndarar fjölmiðla náðu myndum af blaðinu og gátu fréttamenn þeirra lesið hluta þess sem á blaðinu stóð. Þar er meðal annars vísað til þess að mexíkósk stjórnvöld fari yfir mögulega lagabreytingar til að koma samkomulaginu í framkvæmd.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Repúblikanar búa sig undir slag við Trump um tolla Þingmönnum Repúblikanaflokksins var heitt í hamsi eftir fund með embættismönnum Hvíta hússins í vikunni. Þeir hótuðu því að ógilda neitunarvald forsetans til að koma í veg fyrir að hann legði tolla á mexíkóskar vörur. 5. júní 2019 11:46 Segist hafa náð samkomulagi við Mexíkóstjórn Því verði hægt að aflýsa fyrirhuguðum tollahækkunum. 8. júní 2019 09:47 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Repúblikanar búa sig undir slag við Trump um tolla Þingmönnum Repúblikanaflokksins var heitt í hamsi eftir fund með embættismönnum Hvíta hússins í vikunni. Þeir hótuðu því að ógilda neitunarvald forsetans til að koma í veg fyrir að hann legði tolla á mexíkóskar vörur. 5. júní 2019 11:46
Segist hafa náð samkomulagi við Mexíkóstjórn Því verði hægt að aflýsa fyrirhuguðum tollahækkunum. 8. júní 2019 09:47