Leggur allt í sölurnar til að komast á Ólympíuleikana á heimavelli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2019 07:00 Sveinbjörn Jun Iura segist aldrei hafa verið í betra formi. mynd/úr einkasafni Ólympíuleikarnir í Tókýó á næsta ári hafa mikla þýðingu fyrir júdókappann Sveinbjörn Jun Iura. Ólympíuleikarnir fara ekki einungis fram í heimalandi og mekka júdósins heldur hefur Sveinbjörn sterka tengingu við Japan. Faðir hans er japanskur, hann bjó þar fyrstu ár ævinnar, stundaði nám í hinum virta Tokai-júdóháskóla og hefur reglulega farið til Japans í æfingabúðir. Og þar er hann staddur núna. Sveinbjörn undirbýr sig þar fyrir mót sumarsins. En stóra markmiðið, ástæðan fyrir öllum æfingunum og í öllu harkinu, er draumurinn um að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó. Þangað setur Sveinbjörn stefnuna og leggur allt í sölurnar. „Mér finnst ég vera í besta formi sem ég hef verið í,“ sagði Sveinbjörn í samtali við Vísi á dögunum. „Ég er 29 ára og þetta er eiginlega síðasti möguleikinn minn. Draumurinn er að komast inn á Ólympíuleikana og enda ferðalagið þar. Mig hefur dreymt lengi um það.“Sveinbjörn er í æfingabúðum í Japan.mynd/úr einkasafniGæti ráðist á síðasta mótinu Sveinbjörn, sem keppir í -81 kg flokki, hefur tækifæri til 25. maí 2020 til að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en til þess að það takist þarf hann að safna ákveðið mörgum punktum. Þegar þetta er skrifað er Sveinbjörn í 58. sæti á Ólympíulistanum en hlutirnir geta breyst hratt og svokallaður álfukvóti gæti komið honum til góða. Á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 voru 33 keppendur frá 33 þjóðum í -81 kg flokknum. „Þetta getur ráðist á síðasta mótinu í maí á næsta ári. Þetta er gríðarlega mikil barátta en ég er í ágætri stöðu,“ sagði Sveinbjörn. Ísland hefur átt níu keppendur í júdó á Ólympíuleikum í gegnum tíðina; Bjarna Friðriksson (sem vann brons í Los Angeles 1984), Frey Gauta Sigmundsson, Gísla Þorsteinsson, Halldór Guðbjörnsson, Kolbein Gíslason, Sigurð Bergmann, Þormóð Árna Jónsson, Vernharð Þorleifsson og Viðar Guðjohnsen. En engan í -81 kg flokki.Ljósið í enda ganganna: Tókýó 2020.mynd/úr einkasafniMörg mót og stífar æfingar Dagskráin er þéttskipuð hjá Sveinbirni í sumar. Framundan eru Evrópuleikar í Hvíta-Rússlandi þar sem 34 fremstu júdókappar álfunnar taka þátt. Sveinbjörn verður þar á meðal keppenda. Eftir Evrópuleikana eru mót víðs vegar um heiminn, t.d. í Kanada, Króatíu og Abú Dabí, og í ágúst verður heimsmeistaramótið í júdó haldið í frægri bardagahöll í Tókýó, Budokan, en þetta er í fyrsta sinn sem mótið fer fram þar. Sveinbjörn verður á meðal þátttakenda á HM ásamt öðrum íslenskum júdókappa, Agli Blöndal. Í Toin Yokogama hákólanum, þar sem Sveinbjörn hefur dvalið síðustu vikur, er æft af miklum krafti og ekkert gefið eftir. Og við allar þessar stífu æfingar styrkist hugurinn ekki síður en líkaminn. „Við vöknum klukkan rúmlega sex á morgnana og byrjum á hlaupum. Á glímuæfingunum tökum við allt að tólf sex mínútna glímur. Á Íslandi tökum við kannski fimm fjögurra mínútna glímur. Álagið er mikið og maður þarf að æfa rétt og hlusta á líkamann. Aðaláherslan er á glímuæfingar,“ sagði Sveinbjörn og bætti við að aginn í æfingabúðunum sé mikill. Iðkendurnir þurfi t.a.m. alltaf að hneigja sig fyrir aðalþjálfaranum, eða sensei-num, áður en æfingarnar byrja. Þjálfarinn í æfingabúðunum, Mitsushi Hirokawa, er vel þekktur innan júdóheimsins en hann vann gull með sínum keppenda, Mashu Baker, í -90 kg flokki á Ólympíuleikunum í Ríó. Hér heima keppir Sveinbjörn fyrir hönd Júdófélag Ármanns en þjálfari hans er faðir hans; Yoshihiko Iura. Hann hefur verið viðloðandi júdó í hálfa öld, bæði sem keppandi og þjálfari, og er með 8. dan og er einn sá gráðuhæsti í Evrópu. „Hann hefur reynst mér best en það getur samt verið erfitt að hafa föður sinn sem þjálfara,“ sagði Sveinbjörn.Feðgarnir, Sveinbjörn og Yoshihiko Iura.mynd/úr einkasafniLíf skylmingaþrælsins Æfingum og keppni erlendis fylgir mikill kostnaður og harkið er mikið. En Sveinbjörn segir að það sé þess virði. „Mér finnst eins og maður lifi hálfgerðu „gladiator“-lífi en þetta er eitthvað sem ég elska og myndi ekki skipta út fyrir neitt annað. Þetta eru forréttindi. Ég hef verið heppinn með styrktaraðila en hef þurft að sækja þá sjálfur. En það er ekki nóg til að lifa af því. Ég vinn á Stuðlum sem fer vel með júdóinu,“ sagði Sveinbjörn en á Stuðlum vinnur hann m.a. með öðrum Ármenningi; kraftlyftingakappanum Júlían J.K. Jóhannsson. Sveinbjörn á einn son og segir að fjarveran frá honum geti tekið á. En hann á góða að og segir stuðning fjölskyldunnar ómetanlegan. „Ég fæ mjög góðan stuðning frá foreldrum, tengdamömmu og svo Ármanni. Þau gera mér kleift að einbeita mér að æfingum og keppni. Samheldin fjölskylda hjálpar mikið. Ég er hálfur Japani og það eru margir hérna úti sem hvetja mig áfram. Mig langar að gera fólkið sem hefur stutt mig svona rosalega vel stolt.“ Sveinbjörn hefur fulla trú á því að hann nái takmarki sínu og komist inn á Ólympíuleikana á næsta ári. „Mér finnst ég vera að toppa núna. Ég er kominn með reynslu og sjálfstraust sem ég hafði ekki þegar ég var yngri. Ég þekki leikinn betur sem fæst með aldrinum,“ sagði Sveinbjörn að lokum. Íþróttir Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Fleiri fréttir Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Sjá meira
Ólympíuleikarnir í Tókýó á næsta ári hafa mikla þýðingu fyrir júdókappann Sveinbjörn Jun Iura. Ólympíuleikarnir fara ekki einungis fram í heimalandi og mekka júdósins heldur hefur Sveinbjörn sterka tengingu við Japan. Faðir hans er japanskur, hann bjó þar fyrstu ár ævinnar, stundaði nám í hinum virta Tokai-júdóháskóla og hefur reglulega farið til Japans í æfingabúðir. Og þar er hann staddur núna. Sveinbjörn undirbýr sig þar fyrir mót sumarsins. En stóra markmiðið, ástæðan fyrir öllum æfingunum og í öllu harkinu, er draumurinn um að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó. Þangað setur Sveinbjörn stefnuna og leggur allt í sölurnar. „Mér finnst ég vera í besta formi sem ég hef verið í,“ sagði Sveinbjörn í samtali við Vísi á dögunum. „Ég er 29 ára og þetta er eiginlega síðasti möguleikinn minn. Draumurinn er að komast inn á Ólympíuleikana og enda ferðalagið þar. Mig hefur dreymt lengi um það.“Sveinbjörn er í æfingabúðum í Japan.mynd/úr einkasafniGæti ráðist á síðasta mótinu Sveinbjörn, sem keppir í -81 kg flokki, hefur tækifæri til 25. maí 2020 til að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en til þess að það takist þarf hann að safna ákveðið mörgum punktum. Þegar þetta er skrifað er Sveinbjörn í 58. sæti á Ólympíulistanum en hlutirnir geta breyst hratt og svokallaður álfukvóti gæti komið honum til góða. Á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 voru 33 keppendur frá 33 þjóðum í -81 kg flokknum. „Þetta getur ráðist á síðasta mótinu í maí á næsta ári. Þetta er gríðarlega mikil barátta en ég er í ágætri stöðu,“ sagði Sveinbjörn. Ísland hefur átt níu keppendur í júdó á Ólympíuleikum í gegnum tíðina; Bjarna Friðriksson (sem vann brons í Los Angeles 1984), Frey Gauta Sigmundsson, Gísla Þorsteinsson, Halldór Guðbjörnsson, Kolbein Gíslason, Sigurð Bergmann, Þormóð Árna Jónsson, Vernharð Þorleifsson og Viðar Guðjohnsen. En engan í -81 kg flokki.Ljósið í enda ganganna: Tókýó 2020.mynd/úr einkasafniMörg mót og stífar æfingar Dagskráin er þéttskipuð hjá Sveinbirni í sumar. Framundan eru Evrópuleikar í Hvíta-Rússlandi þar sem 34 fremstu júdókappar álfunnar taka þátt. Sveinbjörn verður þar á meðal keppenda. Eftir Evrópuleikana eru mót víðs vegar um heiminn, t.d. í Kanada, Króatíu og Abú Dabí, og í ágúst verður heimsmeistaramótið í júdó haldið í frægri bardagahöll í Tókýó, Budokan, en þetta er í fyrsta sinn sem mótið fer fram þar. Sveinbjörn verður á meðal þátttakenda á HM ásamt öðrum íslenskum júdókappa, Agli Blöndal. Í Toin Yokogama hákólanum, þar sem Sveinbjörn hefur dvalið síðustu vikur, er æft af miklum krafti og ekkert gefið eftir. Og við allar þessar stífu æfingar styrkist hugurinn ekki síður en líkaminn. „Við vöknum klukkan rúmlega sex á morgnana og byrjum á hlaupum. Á glímuæfingunum tökum við allt að tólf sex mínútna glímur. Á Íslandi tökum við kannski fimm fjögurra mínútna glímur. Álagið er mikið og maður þarf að æfa rétt og hlusta á líkamann. Aðaláherslan er á glímuæfingar,“ sagði Sveinbjörn og bætti við að aginn í æfingabúðunum sé mikill. Iðkendurnir þurfi t.a.m. alltaf að hneigja sig fyrir aðalþjálfaranum, eða sensei-num, áður en æfingarnar byrja. Þjálfarinn í æfingabúðunum, Mitsushi Hirokawa, er vel þekktur innan júdóheimsins en hann vann gull með sínum keppenda, Mashu Baker, í -90 kg flokki á Ólympíuleikunum í Ríó. Hér heima keppir Sveinbjörn fyrir hönd Júdófélag Ármanns en þjálfari hans er faðir hans; Yoshihiko Iura. Hann hefur verið viðloðandi júdó í hálfa öld, bæði sem keppandi og þjálfari, og er með 8. dan og er einn sá gráðuhæsti í Evrópu. „Hann hefur reynst mér best en það getur samt verið erfitt að hafa föður sinn sem þjálfara,“ sagði Sveinbjörn.Feðgarnir, Sveinbjörn og Yoshihiko Iura.mynd/úr einkasafniLíf skylmingaþrælsins Æfingum og keppni erlendis fylgir mikill kostnaður og harkið er mikið. En Sveinbjörn segir að það sé þess virði. „Mér finnst eins og maður lifi hálfgerðu „gladiator“-lífi en þetta er eitthvað sem ég elska og myndi ekki skipta út fyrir neitt annað. Þetta eru forréttindi. Ég hef verið heppinn með styrktaraðila en hef þurft að sækja þá sjálfur. En það er ekki nóg til að lifa af því. Ég vinn á Stuðlum sem fer vel með júdóinu,“ sagði Sveinbjörn en á Stuðlum vinnur hann m.a. með öðrum Ármenningi; kraftlyftingakappanum Júlían J.K. Jóhannsson. Sveinbjörn á einn son og segir að fjarveran frá honum geti tekið á. En hann á góða að og segir stuðning fjölskyldunnar ómetanlegan. „Ég fæ mjög góðan stuðning frá foreldrum, tengdamömmu og svo Ármanni. Þau gera mér kleift að einbeita mér að æfingum og keppni. Samheldin fjölskylda hjálpar mikið. Ég er hálfur Japani og það eru margir hérna úti sem hvetja mig áfram. Mig langar að gera fólkið sem hefur stutt mig svona rosalega vel stolt.“ Sveinbjörn hefur fulla trú á því að hann nái takmarki sínu og komist inn á Ólympíuleikana á næsta ári. „Mér finnst ég vera að toppa núna. Ég er kominn með reynslu og sjálfstraust sem ég hafði ekki þegar ég var yngri. Ég þekki leikinn betur sem fæst með aldrinum,“ sagði Sveinbjörn að lokum.
Íþróttir Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Fleiri fréttir Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Sjá meira