Bandarísk yfirvöld óskuðu eftir því að réttarbeiðni hér á landi yrði hraðað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. júní 2019 19:00 Bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir því við íslensk stjórnvöld að réttarfarsbeiðni um að fá íslenskan mann til skýrslutöku hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vegna sakamálarannsóknar á Julian Assagne þar ytra, yrði hraðað sem kostur væri. Dómsmálaráðherra var að eigin sögn ekki upplýst um komu fulltrúa bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar hingað til lands þrátt fyrir að réttarfarsbeiðnin sé undirrituð fyrir hennar hönd. Bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir því við íslensk stjórnvöld, í lok febrúar, að íslensk yfirvöld myndu afla sér upplýsinga um afstöðu Sigurðar Inga Þórðarsonar, til þess hvort hann væri reiðubúinn að svara spurningum þarlendra yfirvalda í skýrslutöku hjá hérlendum lögregluyfirvöldum með réttarstöðu vitnis um meðferð sakamála, í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á Julian Assagne, stofnanda Wikileaks. Fréttastofan hefur beiðni dómsmálaráðuneytisins og réttarfarsbeiðni Ríkissaksóknara undir höndum og jafnframt beiðni embættisins til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður Ingi samþykkti að mæta til skýrslutöku þegar fulltrúar bandarískra yfirvalda komu hingað til lands og fór síðar út til frekari viðræðna. Vísir/Stöð 2 Í beiðninni um réttaraðstoð er þess óskað að lögregla afhenti ekki nein gögn að baki beiðninni og upplýsti ríkissaksóknara um afstöðu Sigurðar með tölvupósti. Þá er það undirstrikað að afgreiðslu beiðninnar verði hraðað auk þess sem gæta þurfi fyllsta trúnaðar við meðferð hennar. Beiðnin er undirrituð eftir umboði dómsmálaráðherra, sem hefur sagst ekki hafa haft vitneskju um málið en í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Þórdís; „Í þessu tilviki hefur dómsmálaráðuneytið samkvæmt lögum það hlutverk að vera miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er auðvitað þá hluti af sakamálarannsókn. Slík mál rata ekki inn á borð dómsmálaráðherra og eiga ekki að gera það.“ Þá hefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra lýst furðu sinni á málinu. Birgitta Jónsdóttir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að svo virtist sem erlend yfirvöld geti komið nær hindrunarlaust hingað til lands og tekið íslenska ríkisborgara til skýrslutöku með aðstoð íslenskra yfirvalda. Hún sagði það mjög alvarlegt mál. Fréttastofan leitaði eftir viðbrögðum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra í dag, án árangurs, en hún er stödd erlendis. Réttarfarsbeiðnin er undirrituð eftir umboði dómsmálaráðherraVísir/Stöð 2 WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir því við íslensk stjórnvöld að réttarfarsbeiðni um að fá íslenskan mann til skýrslutöku hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vegna sakamálarannsóknar á Julian Assagne þar ytra, yrði hraðað sem kostur væri. Dómsmálaráðherra var að eigin sögn ekki upplýst um komu fulltrúa bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar hingað til lands þrátt fyrir að réttarfarsbeiðnin sé undirrituð fyrir hennar hönd. Bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir því við íslensk stjórnvöld, í lok febrúar, að íslensk yfirvöld myndu afla sér upplýsinga um afstöðu Sigurðar Inga Þórðarsonar, til þess hvort hann væri reiðubúinn að svara spurningum þarlendra yfirvalda í skýrslutöku hjá hérlendum lögregluyfirvöldum með réttarstöðu vitnis um meðferð sakamála, í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á Julian Assagne, stofnanda Wikileaks. Fréttastofan hefur beiðni dómsmálaráðuneytisins og réttarfarsbeiðni Ríkissaksóknara undir höndum og jafnframt beiðni embættisins til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður Ingi samþykkti að mæta til skýrslutöku þegar fulltrúar bandarískra yfirvalda komu hingað til lands og fór síðar út til frekari viðræðna. Vísir/Stöð 2 Í beiðninni um réttaraðstoð er þess óskað að lögregla afhenti ekki nein gögn að baki beiðninni og upplýsti ríkissaksóknara um afstöðu Sigurðar með tölvupósti. Þá er það undirstrikað að afgreiðslu beiðninnar verði hraðað auk þess sem gæta þurfi fyllsta trúnaðar við meðferð hennar. Beiðnin er undirrituð eftir umboði dómsmálaráðherra, sem hefur sagst ekki hafa haft vitneskju um málið en í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Þórdís; „Í þessu tilviki hefur dómsmálaráðuneytið samkvæmt lögum það hlutverk að vera miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er auðvitað þá hluti af sakamálarannsókn. Slík mál rata ekki inn á borð dómsmálaráðherra og eiga ekki að gera það.“ Þá hefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra lýst furðu sinni á málinu. Birgitta Jónsdóttir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að svo virtist sem erlend yfirvöld geti komið nær hindrunarlaust hingað til lands og tekið íslenska ríkisborgara til skýrslutöku með aðstoð íslenskra yfirvalda. Hún sagði það mjög alvarlegt mál. Fréttastofan leitaði eftir viðbrögðum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra í dag, án árangurs, en hún er stödd erlendis. Réttarfarsbeiðnin er undirrituð eftir umboði dómsmálaráðherraVísir/Stöð 2
WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33
Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30
Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30
Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07