Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2019 10:54 Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra og Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra Tyrklands á fundi NATO-ríkja í Brussel árið 2017. Vísir/Getty Tyrknesk stjórnvöld hafa sent íslenskum stjórnvöldum formlega kvörtun vegna framkomu gagnvart tyrkneska karlalandsliðinu í knattspyrnu þegar það kom til landsins í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir við Vísi að kvörtunin hafi borist og segir málið til skoðunar. Leikmenn tyrkneska landsliðsins kvörtuðu yfir öryggisleit og vegabréfaeftirlit þegar þeir komu til Keflavíkurflugvallar í gær en framherji liðsins, Burak Tilmaz, sagði við fjölmiðla að hann og liðsfélagar hans hefðu þurft að bíða í rúma þrjá tíma þar sem leitað var í farangri þeirra oft og ítarlega. Ekki bætti úr skák þegar óþekktur maður blandaði sér í hóp fjölmiðlamanna sem biðu eftir tyrknesku landsliðsmönnunum og rak þvottabursta framan í landsliðsfyrirliðann og þóttist taka viðtal við hann. Utanríkisráðherra Tyrkja, Mevlüt Çavuşoğlu, sagði þessa meðferð á tyrkneska liðinu óásættanlega.Hér má sjá þegar þvottabursta er beint framan í landsliðsfyrirliða Tyrkja.Vísir/GettyVíðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, sagði í samtali við Vísi fyrr í morgun að hann hefði fengið þær upplýsingar frá tyrkneska knattspyrnusambandinu að rétt rúmir tveir klukkutímar hefðu liðið frá því tyrkneska liðið lenti í Keflavík og þar til það var komið á hótel í Reykjavík. Öryggisleitin hafi tekið um klukkutíma og þá var eftir tæpur klukkutíma akstur til Reykjavíkur. Tyrkneska landsliðið flaug frá tyrknesku borginni Konya til Íslands en flugvöllurinn þar er óvottaður og því þurfti tyrkenska liðið að fara í gegnum sérstaka öryggisleit á Íslandi. Víðir sagði íslenska liðið hafa þurft að fara í gegnum sömu öryggisleit þegar það kom frá Tyrklandi fyrir tveimur árum. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi í Osló hafa sent utanríkisráðuneytinu formlegt erindi þar sem kvartað er undan þessari framkomu. Sveinn segir erindið til skoðunar hjá ráðuneytinu. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.Tyrkneska sjónvarpsstöðin NTV greindi frá því í morgun að tyrknesk stjórnvöld hefðu farið fram á að öryggisgæslan á Laugardalsvelli á morgun yrði efld til að tryggja öryggi tyrkneska landsliðsins og er farið fram á öllu eftirliti á Keflavíkurflugvelli verði hraðað til að forðast að frekari vandamál skapist þegar tyrkneska liðið yfirgefur landið. Víðir Reynisson sagði við Vísi í morgun að hann eigi fund með tyrkneska knattspyrnusambandinu í dag vegna leiksins á morgun en fyrir fundinn hafði tyrkneska sambandið ekki lagt fram óskir um aukna öryggisgæslu á leiknum. 200 tyrkneskir stuðningsmenn eru væntanlegir á leikinn, sem er svipaður fjöldi og síðast þegar Tyrkir léku á Laugardalsvelli, en Víðir sagði að gæslan yrði með sama hætti og þegar Albanir léku við Íslendinga á laugardag. EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Tyrknesk stjórnvöld hafa sent íslenskum stjórnvöldum formlega kvörtun vegna framkomu gagnvart tyrkneska karlalandsliðinu í knattspyrnu þegar það kom til landsins í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir við Vísi að kvörtunin hafi borist og segir málið til skoðunar. Leikmenn tyrkneska landsliðsins kvörtuðu yfir öryggisleit og vegabréfaeftirlit þegar þeir komu til Keflavíkurflugvallar í gær en framherji liðsins, Burak Tilmaz, sagði við fjölmiðla að hann og liðsfélagar hans hefðu þurft að bíða í rúma þrjá tíma þar sem leitað var í farangri þeirra oft og ítarlega. Ekki bætti úr skák þegar óþekktur maður blandaði sér í hóp fjölmiðlamanna sem biðu eftir tyrknesku landsliðsmönnunum og rak þvottabursta framan í landsliðsfyrirliðann og þóttist taka viðtal við hann. Utanríkisráðherra Tyrkja, Mevlüt Çavuşoğlu, sagði þessa meðferð á tyrkneska liðinu óásættanlega.Hér má sjá þegar þvottabursta er beint framan í landsliðsfyrirliða Tyrkja.Vísir/GettyVíðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, sagði í samtali við Vísi fyrr í morgun að hann hefði fengið þær upplýsingar frá tyrkneska knattspyrnusambandinu að rétt rúmir tveir klukkutímar hefðu liðið frá því tyrkneska liðið lenti í Keflavík og þar til það var komið á hótel í Reykjavík. Öryggisleitin hafi tekið um klukkutíma og þá var eftir tæpur klukkutíma akstur til Reykjavíkur. Tyrkneska landsliðið flaug frá tyrknesku borginni Konya til Íslands en flugvöllurinn þar er óvottaður og því þurfti tyrkenska liðið að fara í gegnum sérstaka öryggisleit á Íslandi. Víðir sagði íslenska liðið hafa þurft að fara í gegnum sömu öryggisleit þegar það kom frá Tyrklandi fyrir tveimur árum. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi í Osló hafa sent utanríkisráðuneytinu formlegt erindi þar sem kvartað er undan þessari framkomu. Sveinn segir erindið til skoðunar hjá ráðuneytinu. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.Tyrkneska sjónvarpsstöðin NTV greindi frá því í morgun að tyrknesk stjórnvöld hefðu farið fram á að öryggisgæslan á Laugardalsvelli á morgun yrði efld til að tryggja öryggi tyrkneska landsliðsins og er farið fram á öllu eftirliti á Keflavíkurflugvelli verði hraðað til að forðast að frekari vandamál skapist þegar tyrkneska liðið yfirgefur landið. Víðir Reynisson sagði við Vísi í morgun að hann eigi fund með tyrkneska knattspyrnusambandinu í dag vegna leiksins á morgun en fyrir fundinn hafði tyrkneska sambandið ekki lagt fram óskir um aukna öryggisgæslu á leiknum. 200 tyrkneskir stuðningsmenn eru væntanlegir á leikinn, sem er svipaður fjöldi og síðast þegar Tyrkir léku á Laugardalsvelli, en Víðir sagði að gæslan yrði með sama hætti og þegar Albanir léku við Íslendinga á laugardag.
EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10
Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14
Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30