Býst við að færa mig um set Hjörvar Ólafsson skrifar 29. júní 2019 10:30 Árni Vilhjálmsson fann sig vel þegar hann lék með Chornomorets Odesa í Úkraínu. Hann leitar nú að nýrri áskorun fréttablaðið Framherjinn Árni Vilhjálmsson átti góðu gengi að fagna með úkraínska liðinu Chornomorets Odesa á meðan hann lék þar undanfarna mánuði. Árni lék þar sem lánsmaður frá pólska félaginu Bruk-Bet Termalica Nieciecza þar sem hann er samningsbundinn næstu tvö árin. Bruk-Bet Termalica Nieciecza leikur í pólsku B-deildinni en frammistaða Árna með Chornomorets Odesa vakti athygli bæði hjá öðrum félögum í Úkraínu sem og á meginlandi Evrópu. Árni býst því frekar við því en ekki að hann yfirgefi herbúðir Bruk-Bet Termalica Nieciecza. „Fótboltinn sem spilaður er í Úkraínu hentar mér mjög vel og að mörgu leyti betur en hérna í B-deildinni í Póllandi og það sem ég kynntist allavega í Noregi og Svíþjóð. Úkraínska deildin er sterk og er meðal annars talin níunda besta deild Evrópu af UEFA þannig að það segir sitt. Liðin spila frekar taktískt en eru tæknilega góð og vilja spila boltanum með jörðinni. Mér líkar sá leikstíll og eiginleikar mínir sem knattspyrnumanns eru þannig að ég spila betur í þannig umhverfi,“ segir Árni í samtali við Fréttablaðið um tíma sinn í Úkraínu en þar skoraði hann sjö mörk í 12 leikjum.Þjálfarar kunna vel við Íslendinga Töluverður fjöldi íslenskra leikmanna hefur farið til Póllands og annarra landa í Austur-Evrópu síðustu ár og Árni segist finna fyrir því að talað sé vel um íslenska leikmenn á þessum slóðum. „Ég held að ástæðan fyrir því að pólsk lið og lið frá öðrum löndum í Austur-Evrópu hafa verið að sækjast í það að fá til sín íslenska leikmenn sé bæði að við erum góðir í fótbolta og þá fer það orðspor af okkur að við vælum ekki yfir erfiðum æfingum eða því hvar við erum látnir spila á vellinum.“ „Þeir þjálfarar sem ég hef haft hérna og hafa verið með íslenska leikmenn í sínum liðum tala um það að það sé mjög gott að vinna með okkur. Þjálfarinn sem ég var með í Odesa sagði til dæmis að hann hefði áður unnið með Eggerti Gunnþóri Jónssyni og það hefði verið mjög þægilegt,“ segir hann um mögulega ástæðu þess að austur-evrópsk lið séu áhugasöm um að vera með íslenska leikmenn á sínum snærum.Odesa algjör paradís á jörð „Mér leið mjög vel í Úkraínu og Odesa er algerlega frábær borg. Ég get alveg viðurkennt það að ég var svolítið smeykur við að fara þangað þar sem það er stríð í gangi þarna. Eftir að hafa kynnt mér málið og rætt við liðsfélaga minn hjá BrukBet Termalica Nieciecza sem er frá Úkraínu ákvað ég að kýla á þetta. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því.“ „Odesa er algjör paradís og hún er víst kölluð Ibiza norðursins. Kærastan mín var eiginlega frekar ósátt við að við værum að fara þannig að það er töluverð pressa á mér að finna mér lið í huggulegri borg,“ segir hann léttur. „Eftir að ég kom til baka til Póllands til þess að taka þátt í undirbúningstímabilinu settist ég niður með forráðamönnum Bruk-Bet Term alica Nieciecza og þeir hafa látið mig vita að það sé áhugi á mér bæði frá Úkraínu og Mið-Evrópu og nú er bara planið að finna tilboð sem hentar félaginu og mér vel.”Hefur metnað til þess að taka næsta skref „Mig langar að spila í sterkari deild en B-deildinni í Póllandi. Bæði fyrir mig sjálfan til þess að þróa minn feril og til þess að vera sýnilegri og eiga meiri möguleika á að vinna mér sæti í landsliðinu,“ segir markaskorarinn úr Kópavogi um framhaldið. Árni hefur meðal annars verið orðaður við Dynamo Kiev sem hefur verið ansi sigursælt í Úkraínu síðustu tvo áratugi en liðið hefur níu sinnum orðið Úkraínumeistari frá aldamótum og til viðbótar orðið sjö sinnum bikarmeistari. Þá eru úkraínsku liðin Desna, Karpaty, Lvov, Vorska og Oleksandr iya sögð áhugasöm, ásamt FC Ufa í Rússlandi, Craiova í Rúmeníu og nokkrum félögum í pólsku úrvalsdeildinni. „Næstu vikur fara þá bara í það að koma mér í gott stand í hörku undirbúningstímabili hér í Póllandi og funda um næstu skref. Æfingarnar hérna eru svolítið af gamla skólanum í þeim skilningi að það er mikið hlaupið og frekar mikil áhersla á líkamlegan styrk. Ég hef alveg kynnst því að ganga í gegnum skógarhlaup í tíu stiga frosti þannig að ég er ýmsu vanur,“ segir Árni um komandi vikur. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Sjá meira
Framherjinn Árni Vilhjálmsson átti góðu gengi að fagna með úkraínska liðinu Chornomorets Odesa á meðan hann lék þar undanfarna mánuði. Árni lék þar sem lánsmaður frá pólska félaginu Bruk-Bet Termalica Nieciecza þar sem hann er samningsbundinn næstu tvö árin. Bruk-Bet Termalica Nieciecza leikur í pólsku B-deildinni en frammistaða Árna með Chornomorets Odesa vakti athygli bæði hjá öðrum félögum í Úkraínu sem og á meginlandi Evrópu. Árni býst því frekar við því en ekki að hann yfirgefi herbúðir Bruk-Bet Termalica Nieciecza. „Fótboltinn sem spilaður er í Úkraínu hentar mér mjög vel og að mörgu leyti betur en hérna í B-deildinni í Póllandi og það sem ég kynntist allavega í Noregi og Svíþjóð. Úkraínska deildin er sterk og er meðal annars talin níunda besta deild Evrópu af UEFA þannig að það segir sitt. Liðin spila frekar taktískt en eru tæknilega góð og vilja spila boltanum með jörðinni. Mér líkar sá leikstíll og eiginleikar mínir sem knattspyrnumanns eru þannig að ég spila betur í þannig umhverfi,“ segir Árni í samtali við Fréttablaðið um tíma sinn í Úkraínu en þar skoraði hann sjö mörk í 12 leikjum.Þjálfarar kunna vel við Íslendinga Töluverður fjöldi íslenskra leikmanna hefur farið til Póllands og annarra landa í Austur-Evrópu síðustu ár og Árni segist finna fyrir því að talað sé vel um íslenska leikmenn á þessum slóðum. „Ég held að ástæðan fyrir því að pólsk lið og lið frá öðrum löndum í Austur-Evrópu hafa verið að sækjast í það að fá til sín íslenska leikmenn sé bæði að við erum góðir í fótbolta og þá fer það orðspor af okkur að við vælum ekki yfir erfiðum æfingum eða því hvar við erum látnir spila á vellinum.“ „Þeir þjálfarar sem ég hef haft hérna og hafa verið með íslenska leikmenn í sínum liðum tala um það að það sé mjög gott að vinna með okkur. Þjálfarinn sem ég var með í Odesa sagði til dæmis að hann hefði áður unnið með Eggerti Gunnþóri Jónssyni og það hefði verið mjög þægilegt,“ segir hann um mögulega ástæðu þess að austur-evrópsk lið séu áhugasöm um að vera með íslenska leikmenn á sínum snærum.Odesa algjör paradís á jörð „Mér leið mjög vel í Úkraínu og Odesa er algerlega frábær borg. Ég get alveg viðurkennt það að ég var svolítið smeykur við að fara þangað þar sem það er stríð í gangi þarna. Eftir að hafa kynnt mér málið og rætt við liðsfélaga minn hjá BrukBet Termalica Nieciecza sem er frá Úkraínu ákvað ég að kýla á þetta. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því.“ „Odesa er algjör paradís og hún er víst kölluð Ibiza norðursins. Kærastan mín var eiginlega frekar ósátt við að við værum að fara þannig að það er töluverð pressa á mér að finna mér lið í huggulegri borg,“ segir hann léttur. „Eftir að ég kom til baka til Póllands til þess að taka þátt í undirbúningstímabilinu settist ég niður með forráðamönnum Bruk-Bet Term alica Nieciecza og þeir hafa látið mig vita að það sé áhugi á mér bæði frá Úkraínu og Mið-Evrópu og nú er bara planið að finna tilboð sem hentar félaginu og mér vel.”Hefur metnað til þess að taka næsta skref „Mig langar að spila í sterkari deild en B-deildinni í Póllandi. Bæði fyrir mig sjálfan til þess að þróa minn feril og til þess að vera sýnilegri og eiga meiri möguleika á að vinna mér sæti í landsliðinu,“ segir markaskorarinn úr Kópavogi um framhaldið. Árni hefur meðal annars verið orðaður við Dynamo Kiev sem hefur verið ansi sigursælt í Úkraínu síðustu tvo áratugi en liðið hefur níu sinnum orðið Úkraínumeistari frá aldamótum og til viðbótar orðið sjö sinnum bikarmeistari. Þá eru úkraínsku liðin Desna, Karpaty, Lvov, Vorska og Oleksandr iya sögð áhugasöm, ásamt FC Ufa í Rússlandi, Craiova í Rúmeníu og nokkrum félögum í pólsku úrvalsdeildinni. „Næstu vikur fara þá bara í það að koma mér í gott stand í hörku undirbúningstímabili hér í Póllandi og funda um næstu skref. Æfingarnar hérna eru svolítið af gamla skólanum í þeim skilningi að það er mikið hlaupið og frekar mikil áhersla á líkamlegan styrk. Ég hef alveg kynnst því að ganga í gegnum skógarhlaup í tíu stiga frosti þannig að ég er ýmsu vanur,“ segir Árni um komandi vikur.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Sjá meira