Ráðherra segir misskilning tefja umræðu um nýjan þjóðarleikvang í handbolta Anton Ingi Leifsson skrifar 28. júní 2019 21:45 Misskilningur milli HSÍ og ríkisins gerir það að verkum að engar viðræður hafa átt sér stað um nýjan þjóðarleikvang fyrir handbolta á Íslandi. Þetta staðfesti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag þar sem Lilja var spurð afhverju ríkið hefði ekki gefið handboltanum á Íslandi betri svör en hafa borist. „Það ber fyrst að nefna að við settum á laggirnar nýja reglugerð um þjóðarleikvanga í fyrra. Í henni er kveðið á um formlegt ferli umsókna um þjóðleikvanga,“ sagði Lilja í spjalli sínu við Reykjavík síðdegis í dag. „Hún er framfaraskref því hún bætir umgjörð og faglega ákvörðunartöku. Þar sem sérsamböndin þurfa að gera er að þau þurfa að vinna að þarfagreiningu, eiga samtöl við viðkomandi sveitarfélög og vinna umsókn í gegnum ÍSÍ, sem síðan sendir ráðuneytinu.“ „Það hefur ekki borist til okkar sú umsókn til að meta og fara yfir. Við munum að sjálfsögðu taka vel í þá umsókn frá viðkomandi sérsambandi með það að markmiði að bæta þjóðarleikvanga hér á landi.“ Lilja segir að fyrst og fremst þurfi HSÍ að vinna að greinngunni, innan sinna raða, áður en þeir sendi inn umsóknina. Sú umsókn og greining hafi aldrei borist. „Það er sérsambandanna að fara í þarfagreininguna og tala við sveitarfélagið og koma svo til okkar. Ég vil líka nefna það að það er búið að setja á laggirnar nefnd um þjóðarleikvanga sem ÍSÍ er með. Það hefur heilmikið gerst,“ segir Lilja.Úr landsleik í Laugardalshöll.vísir/vilhelmLilja bætir við að hún hafi átt samtal við borgarstjórann í Reykjavík, Dag B. Eggertsson, og þau bæði hafa verið sammála um það, að viljinn sé fyrir hendi. „Ég hef verið í sambandi við borgarstjórann og við höfum farið yfir það hvernig við getum komið til móts við HSÍ. Auðvitað erum við handboltaþjóð. Auðvitað viljum við hafa þetta í góðum farvegi og við höfum verið að leggja grunninn að því.“ „Íþróttastarf og árangur okkar er framúrskarandi. Við þurfum að hafa aðstöðuna þannig og okkar metnaður er til þess,“ en HSÍ þarf hins vegar að klára sína umsókn að fullnustu, segir Lilja: „Umsóknin þarf að koma. Ákveðin þarfagreining þarf að eiga sér stað. Ég hef verið í sambandi við mína embættismenn, því það vita allir hér í ráðuneytinu að ég er sjálf mikil íþróttamanneskja og sæki landsleiki reglulega og aðra leiki. Mér finnst afskaplega mikilvægt að við sníðum alla umgjörð í kringum menningarstarf og við gerum það eins vel og hægt er.“ „Við gerum ákveðnar kröfur til sérsambandanna að þau vinni sína heimavinnu. Ég hef ítrekað spurt um hvort að þessi umsókn sé komin hingað inn. Mér skilst að svo sé ekki.“ Það er þó tilhlökkun í Lilju að umsóknin berist loks inn á borð ríkisins og að hún fari að skoða málið af alvöru. „Ég hlakka til að fá þessa umsókn og fara yfir hana eftir að það er búið að vinna þessa heimavinnu. Þetta ráðuneyti er opið fyrir öllu frá því frábæra fólki sem er að vinna frábært starf um allt land til að efla íþróttir og heilsu landsmanna,“ sagði Lilja. Viðtalið í heild sinni má heyra í glugganum efst í fréttinni. Íslenski handboltinn Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. 21. júní 2019 10:57 HSÍ kallar eftir svörum: "Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Landsliðin okkar í handbolta eru á undanþágu og ljóst er að það þarf nýja þjóðarhöll sem allra, allra fyrst. 27. júní 2019 07:00 Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF Það var hiti yfir málinu í dag en nú hefur borist skýring. 21. júní 2019 17:44 Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu Sjá meira
Misskilningur milli HSÍ og ríkisins gerir það að verkum að engar viðræður hafa átt sér stað um nýjan þjóðarleikvang fyrir handbolta á Íslandi. Þetta staðfesti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag þar sem Lilja var spurð afhverju ríkið hefði ekki gefið handboltanum á Íslandi betri svör en hafa borist. „Það ber fyrst að nefna að við settum á laggirnar nýja reglugerð um þjóðarleikvanga í fyrra. Í henni er kveðið á um formlegt ferli umsókna um þjóðleikvanga,“ sagði Lilja í spjalli sínu við Reykjavík síðdegis í dag. „Hún er framfaraskref því hún bætir umgjörð og faglega ákvörðunartöku. Þar sem sérsamböndin þurfa að gera er að þau þurfa að vinna að þarfagreiningu, eiga samtöl við viðkomandi sveitarfélög og vinna umsókn í gegnum ÍSÍ, sem síðan sendir ráðuneytinu.“ „Það hefur ekki borist til okkar sú umsókn til að meta og fara yfir. Við munum að sjálfsögðu taka vel í þá umsókn frá viðkomandi sérsambandi með það að markmiði að bæta þjóðarleikvanga hér á landi.“ Lilja segir að fyrst og fremst þurfi HSÍ að vinna að greinngunni, innan sinna raða, áður en þeir sendi inn umsóknina. Sú umsókn og greining hafi aldrei borist. „Það er sérsambandanna að fara í þarfagreininguna og tala við sveitarfélagið og koma svo til okkar. Ég vil líka nefna það að það er búið að setja á laggirnar nefnd um þjóðarleikvanga sem ÍSÍ er með. Það hefur heilmikið gerst,“ segir Lilja.Úr landsleik í Laugardalshöll.vísir/vilhelmLilja bætir við að hún hafi átt samtal við borgarstjórann í Reykjavík, Dag B. Eggertsson, og þau bæði hafa verið sammála um það, að viljinn sé fyrir hendi. „Ég hef verið í sambandi við borgarstjórann og við höfum farið yfir það hvernig við getum komið til móts við HSÍ. Auðvitað erum við handboltaþjóð. Auðvitað viljum við hafa þetta í góðum farvegi og við höfum verið að leggja grunninn að því.“ „Íþróttastarf og árangur okkar er framúrskarandi. Við þurfum að hafa aðstöðuna þannig og okkar metnaður er til þess,“ en HSÍ þarf hins vegar að klára sína umsókn að fullnustu, segir Lilja: „Umsóknin þarf að koma. Ákveðin þarfagreining þarf að eiga sér stað. Ég hef verið í sambandi við mína embættismenn, því það vita allir hér í ráðuneytinu að ég er sjálf mikil íþróttamanneskja og sæki landsleiki reglulega og aðra leiki. Mér finnst afskaplega mikilvægt að við sníðum alla umgjörð í kringum menningarstarf og við gerum það eins vel og hægt er.“ „Við gerum ákveðnar kröfur til sérsambandanna að þau vinni sína heimavinnu. Ég hef ítrekað spurt um hvort að þessi umsókn sé komin hingað inn. Mér skilst að svo sé ekki.“ Það er þó tilhlökkun í Lilju að umsóknin berist loks inn á borð ríkisins og að hún fari að skoða málið af alvöru. „Ég hlakka til að fá þessa umsókn og fara yfir hana eftir að það er búið að vinna þessa heimavinnu. Þetta ráðuneyti er opið fyrir öllu frá því frábæra fólki sem er að vinna frábært starf um allt land til að efla íþróttir og heilsu landsmanna,“ sagði Lilja. Viðtalið í heild sinni má heyra í glugganum efst í fréttinni.
Íslenski handboltinn Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. 21. júní 2019 10:57 HSÍ kallar eftir svörum: "Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Landsliðin okkar í handbolta eru á undanþágu og ljóst er að það þarf nýja þjóðarhöll sem allra, allra fyrst. 27. júní 2019 07:00 Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF Það var hiti yfir málinu í dag en nú hefur borist skýring. 21. júní 2019 17:44 Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu Sjá meira
Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. 21. júní 2019 10:57
HSÍ kallar eftir svörum: "Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Landsliðin okkar í handbolta eru á undanþágu og ljóst er að það þarf nýja þjóðarhöll sem allra, allra fyrst. 27. júní 2019 07:00
Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF Það var hiti yfir málinu í dag en nú hefur borist skýring. 21. júní 2019 17:44
Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16
Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32