Hafa ekki tekið „lokaákvörðun“ um mögulega refsingu Hatara Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2019 12:17 Undir lok Eurovision-útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda. mynd/Skjáskot af vef RÚV Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. Fánar Hatara vöktu mikla athygli og jafnvel hörð viðbrögð í einhverjum tilfellum strax í kjölfar keppninnar. Þannig var til að mynda efnt til undirskriftarsöfnunar þar sem nær fimmtíu þúsund manns hafa nú skrifað undir kröfu þess efnis að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir gjörning Hatara.Hvers kyns pólitísk orðræða og framganga er bönnuð í Eurovision og brutu Hatarar þannig reglur um slíkt með Palestínufánum sínum. Bæði Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og Gísli Marteinn Baldursson Eurovision-kynnir og sjónvarpsmaður hafa þó sagst efast um að tekið verði hart á uppátæki Hatara. EBU sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins strax eftir Eurovision í maí en þar kom fram að fánarnir brjóti beint í bága við reglur keppninnar. Þá myndu afleiðingar uppátækisins vera ræddar á fundi framkvæmdastjórnar Eurovision eftir keppnina.Sjá einnig: EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna HataraÍ svari við fyrirspurn fréttastofu vegna málsins þann 7. júní kom svo fram að framkvæmdastjórnin myndi ræða brot Hatara á fundi „eftir nokkrar vikur“. Á þeim fundi verði ákveðið hvort beita þurfi refsingu. Þá kvað við sama tón í svari EBU við fyrirspurn Vísis sem send var í gær. Í svarinu segir að „lokaákvörðun“ hafi ekki enn verið tekin í málinu en ekki liggur fyrir hvort búið sé að taka málið fyrir á fundi stjórnarinnar. EBU muni jafnframt ekki tjá sig frekar fyrr en sú ákvörðun hafi verið tekin. Eurovision Tengdar fréttir „Það felst engin árás í því að halda fána á lofti“ Bashar Murad er palestínskur tónlistarmaður búsettur í Austur-Jerúsalem. Hann er ötull baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks og reynir með list sinni storka staðalímyndum. 29. maí 2019 17:17 Ólga í Ísrael eftir brottrekstur Hatara hatara Krefjast þess að flugfreyjan sem stærði sig af því að Hatarar hefðu fengið lakari sæti verði ráðin aftur. 7. júní 2019 09:16 Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30 Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. Fánar Hatara vöktu mikla athygli og jafnvel hörð viðbrögð í einhverjum tilfellum strax í kjölfar keppninnar. Þannig var til að mynda efnt til undirskriftarsöfnunar þar sem nær fimmtíu þúsund manns hafa nú skrifað undir kröfu þess efnis að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir gjörning Hatara.Hvers kyns pólitísk orðræða og framganga er bönnuð í Eurovision og brutu Hatarar þannig reglur um slíkt með Palestínufánum sínum. Bæði Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og Gísli Marteinn Baldursson Eurovision-kynnir og sjónvarpsmaður hafa þó sagst efast um að tekið verði hart á uppátæki Hatara. EBU sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins strax eftir Eurovision í maí en þar kom fram að fánarnir brjóti beint í bága við reglur keppninnar. Þá myndu afleiðingar uppátækisins vera ræddar á fundi framkvæmdastjórnar Eurovision eftir keppnina.Sjá einnig: EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna HataraÍ svari við fyrirspurn fréttastofu vegna málsins þann 7. júní kom svo fram að framkvæmdastjórnin myndi ræða brot Hatara á fundi „eftir nokkrar vikur“. Á þeim fundi verði ákveðið hvort beita þurfi refsingu. Þá kvað við sama tón í svari EBU við fyrirspurn Vísis sem send var í gær. Í svarinu segir að „lokaákvörðun“ hafi ekki enn verið tekin í málinu en ekki liggur fyrir hvort búið sé að taka málið fyrir á fundi stjórnarinnar. EBU muni jafnframt ekki tjá sig frekar fyrr en sú ákvörðun hafi verið tekin.
Eurovision Tengdar fréttir „Það felst engin árás í því að halda fána á lofti“ Bashar Murad er palestínskur tónlistarmaður búsettur í Austur-Jerúsalem. Hann er ötull baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks og reynir með list sinni storka staðalímyndum. 29. maí 2019 17:17 Ólga í Ísrael eftir brottrekstur Hatara hatara Krefjast þess að flugfreyjan sem stærði sig af því að Hatarar hefðu fengið lakari sæti verði ráðin aftur. 7. júní 2019 09:16 Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30 Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
„Það felst engin árás í því að halda fána á lofti“ Bashar Murad er palestínskur tónlistarmaður búsettur í Austur-Jerúsalem. Hann er ötull baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks og reynir með list sinni storka staðalímyndum. 29. maí 2019 17:17
Ólga í Ísrael eftir brottrekstur Hatara hatara Krefjast þess að flugfreyjan sem stærði sig af því að Hatarar hefðu fengið lakari sæti verði ráðin aftur. 7. júní 2019 09:16
Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30
Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00
Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36