Ólafur Ragnar segir Trump fyndinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2019 11:28 Ólafur Ragnar virðist geta séð spaugilegu hliðina á tísti Bandaríkjaforseta. Vísir/Samsett Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá því í gær vera fyndið. Tístið sem um ræðir hefur vakið talsverða athygli en það sýnir breytta útgáfu af forsíðu tímaritsins Time. Þar sjást skilti með nafni Trump og ártölum fram í tímann, það næsta 2024, en ljóst er að Trump getur ekki gegn embætti forseta Bandaríkjanna lengur en til þess árs. Forsíðan sjálf vísar til greinar sem fjallar um hvernig tröllvaxinn stuðningur við Trump og hans aðferðir og stefnur muni lifa áfram eftir að hann lætur af embætti. Í breyttir útgáfu forsíðunnar sem Trump hefur nú tíst í tvígang eru undirtónarnir þó nokkuð bersýnilega aðrir. Áhorfandinn ferðast á milli skilta þar sem ártölin hrannast upp og hækka þar til komið er að skilti með ártalinu 2048. Fyrir aftan stendur Trump sjálfur, rólegur að sjá. Þegar að síðasta skiltinu er komið tekur ártalið á því að hækka og fer alla leið upp í árið 90 þúsund. Þá breytist texti skiltisins í Trump 4Eva (Trump for ever), eða Trump að eilífu.pic.twitter.com/JDS4zVfyBe — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2019 Andstæðingar Trump hafa sagt tístið bera keim af einræðistilburðum og segja það merki um að Trump ætli sér ekki að láta völdin frá sér svo auðveldlega. Það verður þó að teljast ólíklegt að Trump takist að sitja lengur en til 2024, jafnvel þó það sé ætlun hans, en í Bandaríkjunum má forseti aðeins sitja tvö fjögurra ára kjörtímabil að hámarki.Ólafur Ragnar segir tístið fyndið Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um þetta umdeilda tíst forsetans og deilir því á Twitter-síðu sinni. „Þið verðið að gefa honum það @realDonaldTrump. Þetta er fyndið!“You have to hand it to him @realDonaldTrump. It is funny! https://t.co/F4zUNgNk5f — Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) June 27, 2019 Ekki eru allir sem deila þessu sjónarmiði Ólafs Ragnars en flest svör við færslu hans eru á þá leið að það sé fátt fyndið við tíst Trump að finna. Þá liggur ekki ljóst fyrir hvað það var sem Ólafur Ragnar telur fyndið við tístið. Bandaríkin Donald Trump Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá því í gær vera fyndið. Tístið sem um ræðir hefur vakið talsverða athygli en það sýnir breytta útgáfu af forsíðu tímaritsins Time. Þar sjást skilti með nafni Trump og ártölum fram í tímann, það næsta 2024, en ljóst er að Trump getur ekki gegn embætti forseta Bandaríkjanna lengur en til þess árs. Forsíðan sjálf vísar til greinar sem fjallar um hvernig tröllvaxinn stuðningur við Trump og hans aðferðir og stefnur muni lifa áfram eftir að hann lætur af embætti. Í breyttir útgáfu forsíðunnar sem Trump hefur nú tíst í tvígang eru undirtónarnir þó nokkuð bersýnilega aðrir. Áhorfandinn ferðast á milli skilta þar sem ártölin hrannast upp og hækka þar til komið er að skilti með ártalinu 2048. Fyrir aftan stendur Trump sjálfur, rólegur að sjá. Þegar að síðasta skiltinu er komið tekur ártalið á því að hækka og fer alla leið upp í árið 90 þúsund. Þá breytist texti skiltisins í Trump 4Eva (Trump for ever), eða Trump að eilífu.pic.twitter.com/JDS4zVfyBe — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2019 Andstæðingar Trump hafa sagt tístið bera keim af einræðistilburðum og segja það merki um að Trump ætli sér ekki að láta völdin frá sér svo auðveldlega. Það verður þó að teljast ólíklegt að Trump takist að sitja lengur en til 2024, jafnvel þó það sé ætlun hans, en í Bandaríkjunum má forseti aðeins sitja tvö fjögurra ára kjörtímabil að hámarki.Ólafur Ragnar segir tístið fyndið Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um þetta umdeilda tíst forsetans og deilir því á Twitter-síðu sinni. „Þið verðið að gefa honum það @realDonaldTrump. Þetta er fyndið!“You have to hand it to him @realDonaldTrump. It is funny! https://t.co/F4zUNgNk5f — Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) June 27, 2019 Ekki eru allir sem deila þessu sjónarmiði Ólafs Ragnars en flest svör við færslu hans eru á þá leið að það sé fátt fyndið við tíst Trump að finna. Þá liggur ekki ljóst fyrir hvað það var sem Ólafur Ragnar telur fyndið við tístið.
Bandaríkin Donald Trump Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira