Barnaverndarnefndum mögulega fækkað eða þær lagðar niður Sighvatur Jónsson skrifar 27. júní 2019 18:30 Til greina kemur að fækka eða leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd segir félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason. Nýtt upplýsingakerfi um velferð barna á að tryggja skilvirkari viðbrögð vegna ofbeldisbrota gegn börnum. Ráðherra segir nýlegar upplýsingar um að 16% barna hér á landi verði fyrir ofbeldi hafa komið stjórnvöldum á óvart. Tilraunaverkefni um þróun upplýsingakerfis um velferð barna á Íslandi var hleypt af stokkunum í dag. Hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect kemur að verkefninu ásamt Kópavogsbæ og UNICEF á Íslandi.Skrifað var undir samstarfssamninginn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag.Vísir/SighvaturFramkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, Bergsteinn Jónsson, segir hugmyndina að verkefninu hafa kviknaði í tengslum við innleiðingu Kópavogsbæjar á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það hefur verið mikið kappsmál fyrir okkur að bæta gagnaöflun fyrir börn. Stundum er hún vanrækt, sérstaklega í efnameiri ríkjum. Stundum eigum við miklu meiri tölfræði um börn í fátækari ríkjum,“ segir Bergsteinn. Ásmundur Einar, barna- og félagsmálaráðherra, vísar til nýlegra frétta frá UNICEF á Íslandi um að 16% barna á Íslandi hafi orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi.Stjórnvöld höfðu ekki upplýsingar um þetta. Ráðherra segir verkefnið í takti við grundvallarbreytingar á þjónustu við börn. „Eitt af því sem þar er verið að skoða er einmitt að fækka eða jafnvel leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd. Öll sú grundvallarhugsun og breyting sem er í gangi miðar að því að grípa fyrr inn í og hún miðar að því að við höfum þá grunnupplýsingar sem við erum að setja af stað þróun við hér í dag,“ segir Ásmundur Einar.Yfirsýn stofnana og sérfræðinga Upplýsingakerfið hýsir viðkvæmar upplýsingar um börn. Því er ætlað að tryggja að stofnanir og sérfræðingar hafi yfirsýn og viðbrögð verði þannig skilvirkari en ella. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect, segir eitt af verkefnunum vera að finna út hvernig hvetja eigi til skráninga án þess að ýta undir það að of miklar upplýsingar um börn verði skráðar í kerfið. „Sem dæmi verður að passa að leikskólar skrái uppákomur sem eru alvarlegar. En það hefur verið reynslan að leikskólastigið skráir mjög lítið vegna nálægðar við foreldra sem er skiljanlegt. Þannig að við erum að reyna að hjálpa til að tryggja að börnin verði sem mest örugg í öllu umhverfi og að við getum gripið inn í sem fyrst,“ segir Þorbjörg Helga. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Til greina kemur að fækka eða leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd segir félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason. Nýtt upplýsingakerfi um velferð barna á að tryggja skilvirkari viðbrögð vegna ofbeldisbrota gegn börnum. Ráðherra segir nýlegar upplýsingar um að 16% barna hér á landi verði fyrir ofbeldi hafa komið stjórnvöldum á óvart. Tilraunaverkefni um þróun upplýsingakerfis um velferð barna á Íslandi var hleypt af stokkunum í dag. Hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect kemur að verkefninu ásamt Kópavogsbæ og UNICEF á Íslandi.Skrifað var undir samstarfssamninginn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag.Vísir/SighvaturFramkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, Bergsteinn Jónsson, segir hugmyndina að verkefninu hafa kviknaði í tengslum við innleiðingu Kópavogsbæjar á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það hefur verið mikið kappsmál fyrir okkur að bæta gagnaöflun fyrir börn. Stundum er hún vanrækt, sérstaklega í efnameiri ríkjum. Stundum eigum við miklu meiri tölfræði um börn í fátækari ríkjum,“ segir Bergsteinn. Ásmundur Einar, barna- og félagsmálaráðherra, vísar til nýlegra frétta frá UNICEF á Íslandi um að 16% barna á Íslandi hafi orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi.Stjórnvöld höfðu ekki upplýsingar um þetta. Ráðherra segir verkefnið í takti við grundvallarbreytingar á þjónustu við börn. „Eitt af því sem þar er verið að skoða er einmitt að fækka eða jafnvel leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd. Öll sú grundvallarhugsun og breyting sem er í gangi miðar að því að grípa fyrr inn í og hún miðar að því að við höfum þá grunnupplýsingar sem við erum að setja af stað þróun við hér í dag,“ segir Ásmundur Einar.Yfirsýn stofnana og sérfræðinga Upplýsingakerfið hýsir viðkvæmar upplýsingar um börn. Því er ætlað að tryggja að stofnanir og sérfræðingar hafi yfirsýn og viðbrögð verði þannig skilvirkari en ella. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect, segir eitt af verkefnunum vera að finna út hvernig hvetja eigi til skráninga án þess að ýta undir það að of miklar upplýsingar um börn verði skráðar í kerfið. „Sem dæmi verður að passa að leikskólar skrái uppákomur sem eru alvarlegar. En það hefur verið reynslan að leikskólastigið skráir mjög lítið vegna nálægðar við foreldra sem er skiljanlegt. Þannig að við erum að reyna að hjálpa til að tryggja að börnin verði sem mest örugg í öllu umhverfi og að við getum gripið inn í sem fyrst,“ segir Þorbjörg Helga.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent