Staðfesta að þær hafi heyrt um meinta árás Trump Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 12:06 E. Jean Carroll segir að Trump hafi þröngvað sér upp á sig í fataklefa í stórverslun í New York um miðjan tíunda áratuginn. AP/Craig Ruttle Tvær konur hafa stigið fram opinberlega og staðfest að E. Jean Carroll, þekktur pistlahöfundur, hafi trúað þeim fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ráðist á hana kynferðislega á 10. áratugnum. Forsetinn hefur fullyrt að hann þekki ekki Carroll og að hún ljúgi upp á hann. Carroll steig fram með sögu sína í væntanlegri bók sem New York-tímaritið birti útdrátt úr á föstudag. Þar lýsti hún því hvernig Trump á að hafa þröngvað sér upp á hana í fataklefa í stórversluninni Bergdorf Goodman annað hvort síðla árs 1995 eða snemma árs 2016. Í greininni sagðist hún hafa greint tveimur konum frá atvikinu á sínum tíma en nafngreindi þær ekki. Nú hefur hlaðvarp New York Times rætt við báðar konurnar sem staðfesta frásögn Carroll. Þær heita Carol Martin og Lisa Birnbach og voru báðar áberandi í fjölmiðlabransanum í New York á 10. áratugnum. Martin var fréttaþula og Birnbach rithöfundur sem hefur meðal annars skrifað fyrir New York Times í gegnum tíðina. Þær segjast báðar hafa haft kynni af Trump á þessum tíma. Birnbach segist hafa sagt Carroll að tilkynna lögreglunni um árásina. Martin réð henni aftur á móti frá því vegna þess að Trump væri of valdamikill. Carroll segir við New York Times að hún hafi á endanum ákveðið að þegja um atvikið þar sem hún kenndi sjálfri sér að hluta til um það. Segist ekki hafa verið nauðgað Sjálf vill Carroll ekki lýsa atvikinu sem nauðgun og telur sig ekki vera fórnarlamb. „Mér var ekki nauðgað. Eitthvað var ekki gert mér. Ég barðist,“ segir Carroll sem lýsir því í bókinni hvernig hún barði Trump af sér. „Hver kona fær að velja eigin orð. Hver kona fær að velja hvernig hún lýsir því. Þetta er mín leið til að orða það. Þetta er mitt orð. Mitt orð er barátta. Mitt orð er ekki fórnarlambsorðið,“ segir Carroll sem er þekkt sem pistlahöfundur tímaritsins Elle. Atvikið átti sér stað þegar Carroll og Trump voru bæði rúmlega fimmtug. Hún er nú 75 ára gömul og segist ekki hafa neinar væntingar um að saga hennar muni hafa áhrif. Á annan tug kvenna hefur stigið fram undir nafni og sakað Trump forseta um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Hann hefur neitað öllum ásökunum þrátt fyrir að hafa eitt sinn stært sig af því að ráðast á konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Bandaríkjaforseti segir konuna sem sakar hann um nauðgun ekki hans „týpu“ Aftur ver forseti Bandaríkjanna sig fyrir ásökunum um kynferðislegt ofbeldi með því að gera lítið úr ásakandanum. 25. júní 2019 08:02 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Tvær konur hafa stigið fram opinberlega og staðfest að E. Jean Carroll, þekktur pistlahöfundur, hafi trúað þeim fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ráðist á hana kynferðislega á 10. áratugnum. Forsetinn hefur fullyrt að hann þekki ekki Carroll og að hún ljúgi upp á hann. Carroll steig fram með sögu sína í væntanlegri bók sem New York-tímaritið birti útdrátt úr á föstudag. Þar lýsti hún því hvernig Trump á að hafa þröngvað sér upp á hana í fataklefa í stórversluninni Bergdorf Goodman annað hvort síðla árs 1995 eða snemma árs 2016. Í greininni sagðist hún hafa greint tveimur konum frá atvikinu á sínum tíma en nafngreindi þær ekki. Nú hefur hlaðvarp New York Times rætt við báðar konurnar sem staðfesta frásögn Carroll. Þær heita Carol Martin og Lisa Birnbach og voru báðar áberandi í fjölmiðlabransanum í New York á 10. áratugnum. Martin var fréttaþula og Birnbach rithöfundur sem hefur meðal annars skrifað fyrir New York Times í gegnum tíðina. Þær segjast báðar hafa haft kynni af Trump á þessum tíma. Birnbach segist hafa sagt Carroll að tilkynna lögreglunni um árásina. Martin réð henni aftur á móti frá því vegna þess að Trump væri of valdamikill. Carroll segir við New York Times að hún hafi á endanum ákveðið að þegja um atvikið þar sem hún kenndi sjálfri sér að hluta til um það. Segist ekki hafa verið nauðgað Sjálf vill Carroll ekki lýsa atvikinu sem nauðgun og telur sig ekki vera fórnarlamb. „Mér var ekki nauðgað. Eitthvað var ekki gert mér. Ég barðist,“ segir Carroll sem lýsir því í bókinni hvernig hún barði Trump af sér. „Hver kona fær að velja eigin orð. Hver kona fær að velja hvernig hún lýsir því. Þetta er mín leið til að orða það. Þetta er mitt orð. Mitt orð er barátta. Mitt orð er ekki fórnarlambsorðið,“ segir Carroll sem er þekkt sem pistlahöfundur tímaritsins Elle. Atvikið átti sér stað þegar Carroll og Trump voru bæði rúmlega fimmtug. Hún er nú 75 ára gömul og segist ekki hafa neinar væntingar um að saga hennar muni hafa áhrif. Á annan tug kvenna hefur stigið fram undir nafni og sakað Trump forseta um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Hann hefur neitað öllum ásökunum þrátt fyrir að hafa eitt sinn stært sig af því að ráðast á konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Bandaríkjaforseti segir konuna sem sakar hann um nauðgun ekki hans „týpu“ Aftur ver forseti Bandaríkjanna sig fyrir ásökunum um kynferðislegt ofbeldi með því að gera lítið úr ásakandanum. 25. júní 2019 08:02 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21
Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17
Bandaríkjaforseti segir konuna sem sakar hann um nauðgun ekki hans „týpu“ Aftur ver forseti Bandaríkjanna sig fyrir ásökunum um kynferðislegt ofbeldi með því að gera lítið úr ásakandanum. 25. júní 2019 08:02