Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 08:24 Cory Booker (t.v.), Elizabeth Warren (f.m.) og Beto O'Rourke á kappræðusviðinu í gærkvöldi. AP/Wilfredo Lee Fyrstu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári fóru fram í gærkvöldi. Þar tókust frambjóðendur meðal annars á um hvort að leggja ætti af einkasjúkratryggingar en voru sammála um að innflytjendastefna Trump forseta væri harðneskjuleg. Á þriðja tug frambjóðenda er í forvali demókrata á þessu sinni en tuttugu þeirra voru gjaldgengir til að taka þátt í sjónvarpskappræðunum. Fyrstu kappræðunum er skipt upp í tvö kvöld. Tíu frambjóðendur tóku þátt í gærkvöldi en hinir tíu etja kappi í kvöld. Alls eru tólf kappræður á dagskránni í forvali Demókrataflokksins. Á meðal frambjóðenda á sviðinu í Miami í Flórída í gær var Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, sem hefur styrkt sig í skoðanakönnunum undanfarið. Mælist hún nú með svipað fylgi og Bernie Sanders, óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont, en þau eru bæði töluvert á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Biden og Sanders taka þátt í seinni hluta kappræðnanna í kvöld. Beto O‘Rourke, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður frá Texas, Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, og Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, voru á meðal þeirra sem deildu sviðinu með Warren í gær. Warren var önnur af tveimur frambjóðendum á sviðinu í gær sem sagðist fylgjandi því að taka upp opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla og leggja af einkasjúkratryggingar. Sagði hún tryggingafyrirtæki sem bjóða upp á slíkar tryggingar notfæra sér almenning, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það sem þau eru að segja ykkur er að þau munu ekki berjast fyrir því. Heilbrigðisþjónusta er grundvallarréttur og ég mun berjast fyrir honum,“ sagði Warren um flokkssystkini sín sem studdu ekki opinbert heilbrigðiskerfi fyrir allan almenning. O‘Rourke fullyrti á móti að einkasjúkratryggingar væru grundvallaratriði til að hægt væri að veita öllum landsmönnum heilbrigðisþjónustu.Frambjóðendur tíu á sviði í gærkvöldi. Flestir frambjóðendanna 23 í forvalinu mælast með innan við 2% fylgi.AP/Wilfredo LeeReyndu að vekja á sér athygli Frambjóðendurnir veigruðu sér við því að beina spjótum sínum að forystusauðnum Biden. Washington Post segir að frambjóðendurnir hafi sjaldan ávarpað hver annan beint og hafi að mestu haldið sig við undirbúnar ræður. Markmið margra þeirra hafi að líkindum verið að kynna sig fyrir þjóðinni. Þess í stað beindu þeir frekar spjótum sínum að stefnumálum Trump forseta án þess þó að vega að honum beint. Þar fóru hæsta innflytjendamál og landamærin að Mexíkó þar sem forsetinn hefur lýst yfir neyðarástandi. Margir frambjóðendanna lýstu þeirri skoðun sinni að afglæpavæða ætti för fólks yfir landamærin. Trump-stjórnin hefur rekið þá stefnu að handtaka og halda öllum þeim sem koma ólöglega yfir landamærin. Um tíma skildi hún þá að fjölskyldur sem hafa enn ekki verið sameinaðar, um ári eftir að aðskilnaðarstefnan var lögð af. Trump forseti, sem hafði látið að því liggja að hann myndi tísta um kappræðurnar í beinni útsendingu, sagðist ætla að láta það vera þar sem hann yrði í flugi til Japan til að taka þátt í G20-fundi á meðan á kappræðunum stæði. Nokkru síðar tísti hann þó „LEIÐINLEGT!“ og virtist þar eiga við kappræðurnar frekar en flugferðina. Þegar hann sendi út tístið voru frambjóðendurnir að ræða dauða ungs föður frá El Salvador og tveggja ára gamallar dóttur hans á landamærunum í vikunni. Talsmaður forsetaframboðs Trump sagði í yfirlýsingu eftir kappræðurnar að þær hefðu verið bestu rökin fyrir endurkjöri Trump. Sakaði hann demókrata um að aðhyllast öfgavinstristefnu og sósíalisma, að sögn Reuters-fréttastofunnar.BORING!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Fyrstu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári fóru fram í gærkvöldi. Þar tókust frambjóðendur meðal annars á um hvort að leggja ætti af einkasjúkratryggingar en voru sammála um að innflytjendastefna Trump forseta væri harðneskjuleg. Á þriðja tug frambjóðenda er í forvali demókrata á þessu sinni en tuttugu þeirra voru gjaldgengir til að taka þátt í sjónvarpskappræðunum. Fyrstu kappræðunum er skipt upp í tvö kvöld. Tíu frambjóðendur tóku þátt í gærkvöldi en hinir tíu etja kappi í kvöld. Alls eru tólf kappræður á dagskránni í forvali Demókrataflokksins. Á meðal frambjóðenda á sviðinu í Miami í Flórída í gær var Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, sem hefur styrkt sig í skoðanakönnunum undanfarið. Mælist hún nú með svipað fylgi og Bernie Sanders, óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont, en þau eru bæði töluvert á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Biden og Sanders taka þátt í seinni hluta kappræðnanna í kvöld. Beto O‘Rourke, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður frá Texas, Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, og Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, voru á meðal þeirra sem deildu sviðinu með Warren í gær. Warren var önnur af tveimur frambjóðendum á sviðinu í gær sem sagðist fylgjandi því að taka upp opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla og leggja af einkasjúkratryggingar. Sagði hún tryggingafyrirtæki sem bjóða upp á slíkar tryggingar notfæra sér almenning, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það sem þau eru að segja ykkur er að þau munu ekki berjast fyrir því. Heilbrigðisþjónusta er grundvallarréttur og ég mun berjast fyrir honum,“ sagði Warren um flokkssystkini sín sem studdu ekki opinbert heilbrigðiskerfi fyrir allan almenning. O‘Rourke fullyrti á móti að einkasjúkratryggingar væru grundvallaratriði til að hægt væri að veita öllum landsmönnum heilbrigðisþjónustu.Frambjóðendur tíu á sviði í gærkvöldi. Flestir frambjóðendanna 23 í forvalinu mælast með innan við 2% fylgi.AP/Wilfredo LeeReyndu að vekja á sér athygli Frambjóðendurnir veigruðu sér við því að beina spjótum sínum að forystusauðnum Biden. Washington Post segir að frambjóðendurnir hafi sjaldan ávarpað hver annan beint og hafi að mestu haldið sig við undirbúnar ræður. Markmið margra þeirra hafi að líkindum verið að kynna sig fyrir þjóðinni. Þess í stað beindu þeir frekar spjótum sínum að stefnumálum Trump forseta án þess þó að vega að honum beint. Þar fóru hæsta innflytjendamál og landamærin að Mexíkó þar sem forsetinn hefur lýst yfir neyðarástandi. Margir frambjóðendanna lýstu þeirri skoðun sinni að afglæpavæða ætti för fólks yfir landamærin. Trump-stjórnin hefur rekið þá stefnu að handtaka og halda öllum þeim sem koma ólöglega yfir landamærin. Um tíma skildi hún þá að fjölskyldur sem hafa enn ekki verið sameinaðar, um ári eftir að aðskilnaðarstefnan var lögð af. Trump forseti, sem hafði látið að því liggja að hann myndi tísta um kappræðurnar í beinni útsendingu, sagðist ætla að láta það vera þar sem hann yrði í flugi til Japan til að taka þátt í G20-fundi á meðan á kappræðunum stæði. Nokkru síðar tísti hann þó „LEIÐINLEGT!“ og virtist þar eiga við kappræðurnar frekar en flugferðina. Þegar hann sendi út tístið voru frambjóðendurnir að ræða dauða ungs föður frá El Salvador og tveggja ára gamallar dóttur hans á landamærunum í vikunni. Talsmaður forsetaframboðs Trump sagði í yfirlýsingu eftir kappræðurnar að þær hefðu verið bestu rökin fyrir endurkjöri Trump. Sakaði hann demókrata um að aðhyllast öfgavinstristefnu og sósíalisma, að sögn Reuters-fréttastofunnar.BORING!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira