Íslenski markaðurinn kominn á lista MSCI Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 26. júní 2019 07:30 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er kominn á athugunarlista MSCI, sem er eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, en það markar upphafið að samráðsferli sem lýkur í október. Ef niðurstaðan verður jákvæð verða skráð íslensk félög gjaldgeng í vísitölur MSCI í maí 2020. Ísland verður fyrst um sinn í flokki vaxtarmarkaða (e. frontier markets) en þar á meðal eru Kasakstan, Litháen og Rúmenía. Flokkunin er endurskoðuð á hálfs árs fresti. „Það eru líkur á því að við förum upp um nokkra flokka á komandi árum og það getur haft úrslitaáhrif fyrir markaðinn,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, í samtali við Fréttablaðið. „Þó nokkuð mikið af fjármagni í heiminum fylgir þessum vísitölum og að því leyti eru þetta gleðifréttir fyrir markaðinn.“ Eins og Markaðurinn greindi frá komu fulltrúar MSCI til landsins í vor til að funda með forsvarsmönnum Fossa markaða. Þá hefur vísitölufyrirtækið rætt við þá erlendu hluthafa sem hafa gert sig gildandi á innlendum hlutabréfamarkaði á undanförnum misserum. Íslenski markaðurinn er nú þegar á leið inn í mengi vísitölufyrirtækisins FTSE Russel í september en niðurstaðan úr samráðsferli MSCI verður tilkynnt í nóvember. Í umfjöllun Financial Post er rætt við erlenda sjóðstjóra um málið. Andrew Brudenell hjá Ashmore Group segist ekki vera að flýta sér að fjárfesta í íslenskum hlutabréfum. Ávöxtunin hafi verið lág og fyrirtækin séu offjármögnuð. „Þetta er flott og allt það en við viljum sjá kerfisbreytingar. Við hefðum átt að vera þarna fyrir þremur árum en komumst ekki inn út af fjármagnshöftunum.“ „Ef við skoðum vaxtarmarkaðslönd þá er oft búist við tækifærum sem felast í umbótaferli,“ segir Julian Mayo hjá Fiera Capital. „Sjáum við fyrir okkur mikinn vöxt í hagkerfinu? Svarið er að það sé ólíklegt.“ Sjóðstjórarnir segja seljanleika á íslenska markaðinum vera áskorun. Að Marel og Arion banka undanskildum sé seljanleiki fæstra félaga nægur. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er kominn á athugunarlista MSCI, sem er eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, en það markar upphafið að samráðsferli sem lýkur í október. Ef niðurstaðan verður jákvæð verða skráð íslensk félög gjaldgeng í vísitölur MSCI í maí 2020. Ísland verður fyrst um sinn í flokki vaxtarmarkaða (e. frontier markets) en þar á meðal eru Kasakstan, Litháen og Rúmenía. Flokkunin er endurskoðuð á hálfs árs fresti. „Það eru líkur á því að við förum upp um nokkra flokka á komandi árum og það getur haft úrslitaáhrif fyrir markaðinn,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, í samtali við Fréttablaðið. „Þó nokkuð mikið af fjármagni í heiminum fylgir þessum vísitölum og að því leyti eru þetta gleðifréttir fyrir markaðinn.“ Eins og Markaðurinn greindi frá komu fulltrúar MSCI til landsins í vor til að funda með forsvarsmönnum Fossa markaða. Þá hefur vísitölufyrirtækið rætt við þá erlendu hluthafa sem hafa gert sig gildandi á innlendum hlutabréfamarkaði á undanförnum misserum. Íslenski markaðurinn er nú þegar á leið inn í mengi vísitölufyrirtækisins FTSE Russel í september en niðurstaðan úr samráðsferli MSCI verður tilkynnt í nóvember. Í umfjöllun Financial Post er rætt við erlenda sjóðstjóra um málið. Andrew Brudenell hjá Ashmore Group segist ekki vera að flýta sér að fjárfesta í íslenskum hlutabréfum. Ávöxtunin hafi verið lág og fyrirtækin séu offjármögnuð. „Þetta er flott og allt það en við viljum sjá kerfisbreytingar. Við hefðum átt að vera þarna fyrir þremur árum en komumst ekki inn út af fjármagnshöftunum.“ „Ef við skoðum vaxtarmarkaðslönd þá er oft búist við tækifærum sem felast í umbótaferli,“ segir Julian Mayo hjá Fiera Capital. „Sjáum við fyrir okkur mikinn vöxt í hagkerfinu? Svarið er að það sé ólíklegt.“ Sjóðstjórarnir segja seljanleika á íslenska markaðinum vera áskorun. Að Marel og Arion banka undanskildum sé seljanleiki fæstra félaga nægur.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent