Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2019 23:18 Hér sést skipið, Sea-Watch 3, sigla til hafnar í Sikileyjum eftir að hafa bjargað tugum flóttafólks í apríl 2018. Getty/Vísir Björgunarskip sem hafði innbyrðis flóttafólk sem bjargað hafði verið í Miðjarðarhafinu kom að bryggju á ítölsku eyjunni Lampedusa, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli ítalskra stjórnvalda um að halda sig frá landhelgi Ítalíu. Samkvæmt skipstjóra björgunarskipsins komu lögreglumenn um borð í bátinn til þess að varna því að flóttafólkið stigi fæti úr bátnum. „Ég veit að þetta er áhættusamt, en flóttafólkið er uppgefið. Ég mun koma þeim í öruggt skjól,“ sagði Carola Rackete skipstjóri. Starfandi forsætisráðherra Ítalíu virtist þó ekki hafa sömu hugmyndir og skipstjórinn en hann lýsti því yfir að flóttafólkinu yrði meinað að stíga frá borði og á ítalska grundu. „Innflutningur fólks á ekki að vera í höndum skipa [áhafna skipa] sem taka lögin í sínar hendur,“ ritaði Salvini á Facebook-síðu sína fyrr í dag. Hann sagðist þá hafa komið á framfæri opinberum mótmælum við hollensk yfirvöld vegna málsins, en björgunarskipið er með skráða heimahöfn í Hollandi og siglir undir merkjum þýska góðgerðarfélagsins Sea-Watch. Ítölsk yfirvöld höfðu áður hótað að sekta skipið vegna ferða til og frá Lampedusa, sem er syðsta eyja Ítalíu. Forstjóri Sea-Watch, Johannes Bayer, segir skipstjóra skipsins ekki hafa átt annarra kosta völ en að setja stefnuna á Lampedusa eftir að hafa bjargað tugum flóttafólks af litlum gúmmíbát á Miðjarðarhafinu fyrr í þessum mánuði. „Við siglum inn í Ítalska landhelgi þar sem við höfðum engan annan valkost til þess að tryggja öryggi gesta okkar, hvers grunnmannréttindi hafa verið brotin nógu lengi.“ Flóttamenn Ítalía Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Sjá meira
Björgunarskip sem hafði innbyrðis flóttafólk sem bjargað hafði verið í Miðjarðarhafinu kom að bryggju á ítölsku eyjunni Lampedusa, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli ítalskra stjórnvalda um að halda sig frá landhelgi Ítalíu. Samkvæmt skipstjóra björgunarskipsins komu lögreglumenn um borð í bátinn til þess að varna því að flóttafólkið stigi fæti úr bátnum. „Ég veit að þetta er áhættusamt, en flóttafólkið er uppgefið. Ég mun koma þeim í öruggt skjól,“ sagði Carola Rackete skipstjóri. Starfandi forsætisráðherra Ítalíu virtist þó ekki hafa sömu hugmyndir og skipstjórinn en hann lýsti því yfir að flóttafólkinu yrði meinað að stíga frá borði og á ítalska grundu. „Innflutningur fólks á ekki að vera í höndum skipa [áhafna skipa] sem taka lögin í sínar hendur,“ ritaði Salvini á Facebook-síðu sína fyrr í dag. Hann sagðist þá hafa komið á framfæri opinberum mótmælum við hollensk yfirvöld vegna málsins, en björgunarskipið er með skráða heimahöfn í Hollandi og siglir undir merkjum þýska góðgerðarfélagsins Sea-Watch. Ítölsk yfirvöld höfðu áður hótað að sekta skipið vegna ferða til og frá Lampedusa, sem er syðsta eyja Ítalíu. Forstjóri Sea-Watch, Johannes Bayer, segir skipstjóra skipsins ekki hafa átt annarra kosta völ en að setja stefnuna á Lampedusa eftir að hafa bjargað tugum flóttafólks af litlum gúmmíbát á Miðjarðarhafinu fyrr í þessum mánuði. „Við siglum inn í Ítalska landhelgi þar sem við höfðum engan annan valkost til þess að tryggja öryggi gesta okkar, hvers grunnmannréttindi hafa verið brotin nógu lengi.“
Flóttamenn Ítalía Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Sjá meira