Öldungadeildin felldi frumvarp um mannúðaraðstoð á landamærunum Sylvía Hall skrifar 26. júní 2019 19:18 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild þingsins, gagnrýndi bæði tillögu Demókrata og sagði þá vera ósamvinnuþýða. Vísir/getty Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa hátt í fimm milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Frumvarpið var komið frá fulltrúadeild þingsins þar sem Demókratar eru í meirihluta. BBC greinir frá. Repúblikanar eru með meirihluta á í öldungadeildinni með 53 þingmenn. 55 þingmenn greiddu atkvæði gegn og voru þrír Demókratar á meðal þeirra sem studdu ekki frumvarpið. 37 greiddu atkvæði með. Öldungadeildin mun nú greiða atkvæði um sína útgáfu af mannúðaraðstoð á landamærunum en málið hefur vakið mikið umtal undanfarna daga. Fregnir af dauðsföllum innflytjenda sem freista þess að komast yfir landamærin færast í aukana og börn eru sögð búa við óviðunandi aðstæður í flóttamannabúðum á svæðinu. Um helgina drukknuðu feðgin frá El Salvador í ánni Río Grande á landamærunum, hinn 25 ára gamli Óscar Alberto Martínez Ramírez og dóttir hans Valeria. Valera var 23 mánaða gömul en mynd af feðginunum hefur vakið mikinn óhug og segja margir hana vera vitnisburð um hversu mikið fólk þarf að leggja á sig í leit að betra lífi.Nancy Pelosi ræddi við Bandaríkjaforseta í dag.Vísir/GettyÓlík sjónarmið hjá deildum þingsins Frumvörp beggja deilda innihalda tillögur um hvernig skuli veita aðstoð á landamærunum og er lagt bann við því að fjármagnið verði notað til þess að byggja hinn svokallaða múr á landamærunum. Í tillögu fulltrúadeildarinnar er að finna nánari útlistun á því hvernig skuli nýta fjármagnið á meðan tillaga öldungadeildarinnar gefur stofnunum frjálsari hendur í ráðstöfun þess. Þingmaður Repúblikana, Mich McConnell, sagði tillögu fulltrúadeildarinnar ekki stefna neitt og gagnrýndi fulltrúadeildarþingmenn Demókrata fyrir að vera ósamvinnuþýða og reyna að fella pólitískar keilur. Fulltrúadeildin samþykkti í gær eigin tillögu um að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærunum. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði að það sætta þyrfti nokkur sjónarmið varðandi frumvarpið. Hún ræddi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um tillöguna í dag. Báðar deildir þingsins munu þurfa að samþykkja samræmdar tillögur svo hægt sé að senda frumvarpið til undirritunar hjá Bandaríkjaforseta en hann hefur áður hótað því að beita neitunarvaldi á tillögu fulltrúadeildarinnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hópur stuðningsmanna Trumps reisir landamæramúr Hópur stuðningsmanna Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa hafið að reisa fyrsta hluta múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reistur hefur verið með einkaframtaki. 28. maí 2019 21:34 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Trump danglaði blaði með meintum leyniákvæðum framan í fréttamenn Ekkert liggur frekar fyrir um hver ákvæðin eru. Mexíkósk stjórnvöld hafa neitað því að fleira sé í samkomulagi þeirra við Trump en gefið hefur verið upp. 11. júní 2019 20:44 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa hátt í fimm milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Frumvarpið var komið frá fulltrúadeild þingsins þar sem Demókratar eru í meirihluta. BBC greinir frá. Repúblikanar eru með meirihluta á í öldungadeildinni með 53 þingmenn. 55 þingmenn greiddu atkvæði gegn og voru þrír Demókratar á meðal þeirra sem studdu ekki frumvarpið. 37 greiddu atkvæði með. Öldungadeildin mun nú greiða atkvæði um sína útgáfu af mannúðaraðstoð á landamærunum en málið hefur vakið mikið umtal undanfarna daga. Fregnir af dauðsföllum innflytjenda sem freista þess að komast yfir landamærin færast í aukana og börn eru sögð búa við óviðunandi aðstæður í flóttamannabúðum á svæðinu. Um helgina drukknuðu feðgin frá El Salvador í ánni Río Grande á landamærunum, hinn 25 ára gamli Óscar Alberto Martínez Ramírez og dóttir hans Valeria. Valera var 23 mánaða gömul en mynd af feðginunum hefur vakið mikinn óhug og segja margir hana vera vitnisburð um hversu mikið fólk þarf að leggja á sig í leit að betra lífi.Nancy Pelosi ræddi við Bandaríkjaforseta í dag.Vísir/GettyÓlík sjónarmið hjá deildum þingsins Frumvörp beggja deilda innihalda tillögur um hvernig skuli veita aðstoð á landamærunum og er lagt bann við því að fjármagnið verði notað til þess að byggja hinn svokallaða múr á landamærunum. Í tillögu fulltrúadeildarinnar er að finna nánari útlistun á því hvernig skuli nýta fjármagnið á meðan tillaga öldungadeildarinnar gefur stofnunum frjálsari hendur í ráðstöfun þess. Þingmaður Repúblikana, Mich McConnell, sagði tillögu fulltrúadeildarinnar ekki stefna neitt og gagnrýndi fulltrúadeildarþingmenn Demókrata fyrir að vera ósamvinnuþýða og reyna að fella pólitískar keilur. Fulltrúadeildin samþykkti í gær eigin tillögu um að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærunum. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði að það sætta þyrfti nokkur sjónarmið varðandi frumvarpið. Hún ræddi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um tillöguna í dag. Báðar deildir þingsins munu þurfa að samþykkja samræmdar tillögur svo hægt sé að senda frumvarpið til undirritunar hjá Bandaríkjaforseta en hann hefur áður hótað því að beita neitunarvaldi á tillögu fulltrúadeildarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hópur stuðningsmanna Trumps reisir landamæramúr Hópur stuðningsmanna Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa hafið að reisa fyrsta hluta múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reistur hefur verið með einkaframtaki. 28. maí 2019 21:34 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Trump danglaði blaði með meintum leyniákvæðum framan í fréttamenn Ekkert liggur frekar fyrir um hver ákvæðin eru. Mexíkósk stjórnvöld hafa neitað því að fleira sé í samkomulagi þeirra við Trump en gefið hefur verið upp. 11. júní 2019 20:44 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Hópur stuðningsmanna Trumps reisir landamæramúr Hópur stuðningsmanna Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa hafið að reisa fyrsta hluta múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reistur hefur verið með einkaframtaki. 28. maí 2019 21:34
Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45
Trump danglaði blaði með meintum leyniákvæðum framan í fréttamenn Ekkert liggur frekar fyrir um hver ákvæðin eru. Mexíkósk stjórnvöld hafa neitað því að fleira sé í samkomulagi þeirra við Trump en gefið hefur verið upp. 11. júní 2019 20:44