Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. júní 2019 19:30 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu var falið að efla eftirlit með heimagistingu síðasta sumar en um var að ræða átaksverkefni. Starfsfólki var falið að gera vettvangsrannsóknir í kjölfar ábendinga eða af eigin frumkvæði. Sýslumaður áætlar að dregið hafi úr óskráðri og óleyfilegri skammtímaleigu um tæpan þriðjung frá því að átakið hófst. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála er afar ánægð með hversu vel hefur tekist til. Skráningarhlutfall húsnæðis var 15% og með þessari aukningu nú er það komið upp í 50% þannig að átakið hefur skilað mjög miklum árangri. En auðvitað viljum við ná árangrinum uppí 100%,“ segir Þórdís.Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf rannsóknir í september í fyrra og frá þeim tíma hafa borist yfir 3000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu, 455 mál hafa verið stofnuð, 396 vettvangsheimsóknir framkvæmda og 71 máli lokið með stjórnvaldssektum. Þá hafa 59 mál verið áframsend á lögreglu vegna brota á rekstrarleyfisskyldu. Tugir mála eru til meðferðar sem verður að óbreyttu lokið með álagningu stjórnvaldssekta. Upplýsingar um 420 fasteignir í eigu einstaklinga og lögaðila hafa verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld í tengslum við eftirlit með gististarfsemi og 68 áskoranir hafa sendar á aðila vegna minniháttar brota á lögum. Eftir að eftirlitið var aukið hefur fjöldi skráðra heimagistinga næstum tvöfaldast og það sem af er þessu ári eru þær um 1750 talsins.Frá ársbyrjun 2018 hefur sýslumaður innheimt yfir þrjátíu milljónir króna í skráningargjöld vegna skráðra heimagistinga og þá eru fyrirhugaðar og álagðar sektir um tæplega 106 milljónir króna. Átakið hefur gengið það vel að ákveðið hefur verið að það verði til frambúðar og þá voru lög hert í vor. „Ég er að forgangsraða fjármunum hér í ráðuneytinu svo þetta verði ekki bara átaksverkefni heldur viðvarandi eftirlit með heimagistingu,“ segir Þórdís Kolbrún. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu var falið að efla eftirlit með heimagistingu síðasta sumar en um var að ræða átaksverkefni. Starfsfólki var falið að gera vettvangsrannsóknir í kjölfar ábendinga eða af eigin frumkvæði. Sýslumaður áætlar að dregið hafi úr óskráðri og óleyfilegri skammtímaleigu um tæpan þriðjung frá því að átakið hófst. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála er afar ánægð með hversu vel hefur tekist til. Skráningarhlutfall húsnæðis var 15% og með þessari aukningu nú er það komið upp í 50% þannig að átakið hefur skilað mjög miklum árangri. En auðvitað viljum við ná árangrinum uppí 100%,“ segir Þórdís.Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf rannsóknir í september í fyrra og frá þeim tíma hafa borist yfir 3000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu, 455 mál hafa verið stofnuð, 396 vettvangsheimsóknir framkvæmda og 71 máli lokið með stjórnvaldssektum. Þá hafa 59 mál verið áframsend á lögreglu vegna brota á rekstrarleyfisskyldu. Tugir mála eru til meðferðar sem verður að óbreyttu lokið með álagningu stjórnvaldssekta. Upplýsingar um 420 fasteignir í eigu einstaklinga og lögaðila hafa verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld í tengslum við eftirlit með gististarfsemi og 68 áskoranir hafa sendar á aðila vegna minniháttar brota á lögum. Eftir að eftirlitið var aukið hefur fjöldi skráðra heimagistinga næstum tvöfaldast og það sem af er þessu ári eru þær um 1750 talsins.Frá ársbyrjun 2018 hefur sýslumaður innheimt yfir þrjátíu milljónir króna í skráningargjöld vegna skráðra heimagistinga og þá eru fyrirhugaðar og álagðar sektir um tæplega 106 milljónir króna. Átakið hefur gengið það vel að ákveðið hefur verið að það verði til frambúðar og þá voru lög hert í vor. „Ég er að forgangsraða fjármunum hér í ráðuneytinu svo þetta verði ekki bara átaksverkefni heldur viðvarandi eftirlit með heimagistingu,“ segir Þórdís Kolbrún.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira