Viðskipti innlent

Íslenskt eftirlit einkennist af hálfkáki

Aðalheiður Ámundadóttir og Daníel Freyr Birkisson skrifar
Málefni Íslandspósts hafa ítrekað verið umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarin misseri.
Málefni Íslandspósts hafa ítrekað verið umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarin misseri. Fréttablaðið/Ernir
Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær.

„Það er auðvitað gott að fá þessa skýrslu en mér finnst hins vegar mjög oft brenna við að eftirlitsstofnanir séu í einhverju hálfkáki, veigra sér við að segja hlutina beint út og gefa ákveðnar ábendingar og tilmæli,“ segir Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í gær í kjölfar sameiginlegs fundar fjárlaganefndar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins.

Björn tekur sem dæmi að í skýrslunni sé ekki tekið með afgerandi hætti af skarið um hvort fjármálaráðuneytinu hefði borið að leita álits Samkeppniseftirlitsins varðandi stóra lánið til Íslandspósts.

Þá sé engu slegið föstu í skýrslunni um óásættanleg samskipti milli aðila segir Björn og vísar til samskipta stjórn­ar félagsins og helstu stjórnenda og samskipta við bæði eft­ir­litsaðila og ráðuneyti um ólíkan skilning á útfærslu laga.

„Það er heldur ekki tekið af skarið með það í skýrslunni hvort kostnaðarhlutdeild samkeppnishlutans sé lögleg, en það er auðvitað mjög mikilvæg spurning sem lýtur að því hvernig einkaréttur stendur undir öllum föstum kostnaði félagsins,“ segir Björn Leví.

Svipaður tónn er í yfirlýsingu Félags atvinnurekenda um skýrsluna sem send var fjölmiðlum í gær en þar er lýst vonbrigðum með óljósa afstöðu í skýrslunni um hvort lögbundinn aðskilnaður einkaréttar og samkeppnisrekstrar hafi verið framkvæmdur með fullnægjandi hætti af Íslandspósti. Stór hluti starfsmanna félagsins vinni við verkefni sem ríkið eigi ekki að vera að sinna.

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram það álit að brýnt sé að stjórn­völd bregðist við og tryggi rekstrar­grund­völl inn­lendrar póst­þjónustu í því breyti­lega um­hverfi sem starfs­greinin býr við.

Ís­lands­póstur hefur glímt við fjár­hags­vanda að undan­förnu. Fyrir­tækið fékk síðasta haust 500 milljóna króna neyðar­lán frá ríkinu. Það dugði ekki til en í fjárlögum 2019 heimilaði Alþingi að endurlána mætti félaginu allt að 1,5 milljarða króna og leggja því til aukið eigið fé gegn því að fyrirtækið myndi ráðast í endurskipulagningu á starfseminni. Tap fyrir­tækisins í fyrra nam 293 milljónum króna.

Fjórar til­lögur að úrbótum eru út­listaðar í út­tektinni sem á­kveðið var að ráðist yrði í í janúar á þessu ári. Í fyrstu til­lögunni bendir ríkisendur­skoðandi á þann mögu­leika í frum­varpi til nýrra heildar­laga um póst­þjónustu að gera þjónustu­samning við al­þjónustu­skylda aðila. Með fyrir­huguðu af­námi einka­réttar á hluta póst­þjónustu sé mikil­vægt að stjórn­völd stuðli að fyrir­sjáan­legu starfs­um­hverfi þeirra aðila sem nú starfa fyrir Ís­lands­póst.

Önnur til­lagan miðar að því að stjórn­völd ráðist í mótun sér­stakrar eig­anda­stefnu fyrir Ís­lands­póst vegna sí­breyti­legra að­stæðna og sér­tækra á­skorana í rekstrar­um­hverfi fé­lagsins. Þá þurfi að efla eftir­lit en ríkis­endur­skoðandi leggur á­herslu á að ráðu­neyti og eftir­lits­stofnanir túlki eftir­lits­heimildir og -skyldur sínar gagn­vart Ís­lands­pósti með sama hætti og stundi for­virkt eftir­lit út ­frá sam­eigin­legri heildar­sýn.

Að lokum sé full á­stæða til þess að hagræða verulega í starfsemi Ís­lands­pósts, einkum hvað varðar að sam­eina enn frekar dreifi­kerfi bréfa og pakka í þétt­býli.

Að mati ríkisendurskoðanda er ekki útilokað að félagið þurfi á frekari fyrir­greiðslu að halda á næsta ári, hvort sem um er að ræða aukið hluta­fé, láns­fé eða bein fjár­fram­lög frá ríkinu.


Tengdar fréttir

Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts

Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×