Salman bin Hamad bin Isa Al Khalifa, krónprins Barein, var einn af þeim sem staddur var með knattspyrnugoðsögninni David Beckham við veiðar hér á landinu um helgina.
Þetta má sjá á Instagram-síðu Beckhams sem var við veiðar í Haffjarðará á Snæfellsnesi um helgina ásamt góðvinum sínum Björgólfi Thor Björgólfssyni og breska leikstjóranum Guy Ritchie.
Samkvæmt heimildum Vísis eru myndirnar sem Beckham hefur birt á Instagram-síðu sinni teknar um helgina og því óvíst hvort hann sé enn þá staddur á landinu. Beckham skrásetti ferðina nokkuð ítarlega en meðal annars má sjá hann stinga sér til sunds og í siglingu á Breiðafirði.
„Við elskum Ísland,“ má heyra Beckham segja í einu myndbandinu en hann er mikill Íslandsvinur í gegnum vinskap sinn við Björgólf og hefur komið hingað til lands í nokkur skipti undanfarin ár.
Salman bin Hamad er 49 ára gamall og mun að öllum líkindum erfa krúnuna í Barein þegar fram líða stundir. Þá er hann einnig fyrsti varaforsætisráðherra landsins.
Lífið
Krónprins Barein veiddi með Beckham og félögum
Tengdar fréttir
Beckham ánægður með fullkomna ferð: „Fallegt land, fallegt fólk“
David Beckham birti myndasyrpu frá veiðiferðinni á Instagram.
David Beckham og félagar aftur mættir í veiði: „Við elskum Ísland“
Knattspyrnugoðsögnin David Beckham er enn á ný mættur til Íslands í veiði með félögum sínum, þeim Björgólfi Thor Björgólfssyni og breska leikstjóranum Guy Ritchie. Þeir félagar voru einnig staddir hér á landi í sömu erindagjörðum á síðasta ári.
Sjáðu fallega afmæliskveðju David Beckham til Björgólfs Thors
Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi David Beckham sendir viðskiptamanninum íslenska Björgólfi Thor Björgólfssyni afmæliskveðju á Instagram í dag.