Lífið

Krónprins Barein veiddi með Beckham og félögum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
David Beckham, maður að nafni Jamie og svo krónrprinsinn sjálfur, Salman bin Hamad.
David Beckham, maður að nafni Jamie og svo krónrprinsinn sjálfur, Salman bin Hamad. Mynd/David Beckham
Salman bin Hamad bin Isa Al Khalifa, krónprins Barein, var einn af þeim sem staddur var með knattspyrnugoðsögninni David Beckham við veiðar hér á landinu um helgina.

Þetta má sjá á Instagram-síðu Beckhams sem var við veiðar í Haffjarðará á Snæfellsnesi um helgina ásamt góðvinum sínum Björgólfi Thor Björgólfssyni og breska leikstjóranum Guy Ritchie.

Samkvæmt heimildum Vísis eru myndirnar sem Beckham hefur birt á Instagram-síðu sinni teknar um helgina og því óvíst hvort hann sé enn þá staddur á landinu. Beckham skrásetti ferðina nokkuð ítarlega en meðal annars má sjá hann stinga sér til sunds og í siglingu á Breiðafirði.

„Við elskum Ísland,“ má heyra Beckham segja í einu myndbandinu en hann er mikill Íslandsvinur í gegnum vinskap sinn við Björgólf og hefur komið hingað til lands í nokkur skipti undanfarin ár.

Salman bin Hamad er 49 ára gamall og mun að öllum líkindum erfa krúnuna í Barein þegar fram líða stundir. Þá er hann einnig fyrsti varaforsætisráðherra landsins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.