Stálu öllu nema bröndurunum af kanadískum grínista sem heimsótti Ísland um helgina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2019 15:00 Ryan Dillon, lengst til vinstri, ásamt ferðafélögunum, á Íslandi. Mynd/Ryan Dillon. Bíræfnir þjófar brutust inn í Airbnb-íbúð sem kanadíski grínistinn Ryan Dillon hafði á leigu í Reykjavík um helgina ásamt kærustu og tveimur vinum. Þjófarnir stálu öllu steini léttara úr íbúðinni en höfðu fyrir því að rífa alla brandara sem Dillon hafði skrifað í minnisbók sína úr henni, áður en að þeir tóku minnisbókina með sér og héldu á brott.Greint er frá innbrotinu ávef kanadíska ríkisútvarpsins CBCþar sem rætt er við Dillon. Segist hann hafa verið hér á landi til þess að vera viðstaddur Secret Solstice hátíðina sem haldin var í laugardal um helgina. Dillon og félagar uppgötvuðu innbrotið þegar þau komu heim eftir vel heppnað föstudagskvöld í dalnum.„Við skildum allt eftir í íbúðinni og þegar við komum heim tókum við eftir því að hurðin var eitthvað skrýtin. Þegar við löbbuðum inn var allt í rúst,“ sagði Dillon við CBC. „Það var allt farið.Rifu brandarana út úr bókinni og hentu þeim á gólfið Dillon segir að mikið af fatnaði þeirra auk myndavéla og myndavélabúnaðar, fartölvum og öðrum raftækjum, hafi verið stolið. Þá tóku innbrotsþjófarnir meira að segja bílaleigubíl þeirra og óku honum út í buska þangað til hann varð bensínlaus. Hann segir þó að þessir hluti skipti ekki miklu máli í stóra samhenginu, hann og ferðafélagar hans séu bara fegnir að enginn þeirra hafi verið heima á meðan á innbrotinu stóð.Ekkert vantaði uppá stemmninguna í Laugardalnum um helgina.Secret Solstice„Á einum tímapunkti var kærastan mín að tala um að henni liði ekki vel og að hún vildi fara heim en við töluðum hana inn á það að vera áfram með okkur. Eftir innbrotið hugsuðum við hvað hefði eiginlega getað gerst ef Hannah hefði farið snemma heim,“ sagði Dillon. Líkt og fyrr segir er Dillon grínisti og í för með honum til Íslands var minnisbók þar sem hann skrifar niður brandara og mögulegt efni sem hann getur grínast með upp á sviðið. Minnisbókin var á meðal þess sem var stolið en svo virðist sem að brandararnir hafi verið skildir eftir. „Þeir tóku minnisbókina en rifu út alla brandarana og hentu þeim á gólfið,“ sagði Dillon. „Þeir tóku ekki brandarana en tóku bókina.“Hjálpsamur afgreiðslumaður Þrátt fyrir innbrotið er Dillon nokkuð ánægður með Íslandsdvölina en þau fljúga heim á morgun. Hann segir Íslendinga hafa verið mjög hjálpsama eftir innbrotið og nefnir sem dæmi afgreiðslumann á bensínstöð. „Við þurftum að kaupa nýtt hleðslutæki og þegar við sögðum afgreiðslumanninum frá því hvað gerðist þá gaf hann okkur afslátt af hleðslutækinu, tók í hendurnar á okkur og sagði að sér þætti leitt að þau hafi lent í innbrotsþjófum.“Lesa má viðtal CBC við Dillon hér. Ferðamennska á Íslandi Kanada Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Sjá meira
Bíræfnir þjófar brutust inn í Airbnb-íbúð sem kanadíski grínistinn Ryan Dillon hafði á leigu í Reykjavík um helgina ásamt kærustu og tveimur vinum. Þjófarnir stálu öllu steini léttara úr íbúðinni en höfðu fyrir því að rífa alla brandara sem Dillon hafði skrifað í minnisbók sína úr henni, áður en að þeir tóku minnisbókina með sér og héldu á brott.Greint er frá innbrotinu ávef kanadíska ríkisútvarpsins CBCþar sem rætt er við Dillon. Segist hann hafa verið hér á landi til þess að vera viðstaddur Secret Solstice hátíðina sem haldin var í laugardal um helgina. Dillon og félagar uppgötvuðu innbrotið þegar þau komu heim eftir vel heppnað föstudagskvöld í dalnum.„Við skildum allt eftir í íbúðinni og þegar við komum heim tókum við eftir því að hurðin var eitthvað skrýtin. Þegar við löbbuðum inn var allt í rúst,“ sagði Dillon við CBC. „Það var allt farið.Rifu brandarana út úr bókinni og hentu þeim á gólfið Dillon segir að mikið af fatnaði þeirra auk myndavéla og myndavélabúnaðar, fartölvum og öðrum raftækjum, hafi verið stolið. Þá tóku innbrotsþjófarnir meira að segja bílaleigubíl þeirra og óku honum út í buska þangað til hann varð bensínlaus. Hann segir þó að þessir hluti skipti ekki miklu máli í stóra samhenginu, hann og ferðafélagar hans séu bara fegnir að enginn þeirra hafi verið heima á meðan á innbrotinu stóð.Ekkert vantaði uppá stemmninguna í Laugardalnum um helgina.Secret Solstice„Á einum tímapunkti var kærastan mín að tala um að henni liði ekki vel og að hún vildi fara heim en við töluðum hana inn á það að vera áfram með okkur. Eftir innbrotið hugsuðum við hvað hefði eiginlega getað gerst ef Hannah hefði farið snemma heim,“ sagði Dillon. Líkt og fyrr segir er Dillon grínisti og í för með honum til Íslands var minnisbók þar sem hann skrifar niður brandara og mögulegt efni sem hann getur grínast með upp á sviðið. Minnisbókin var á meðal þess sem var stolið en svo virðist sem að brandararnir hafi verið skildir eftir. „Þeir tóku minnisbókina en rifu út alla brandarana og hentu þeim á gólfið,“ sagði Dillon. „Þeir tóku ekki brandarana en tóku bókina.“Hjálpsamur afgreiðslumaður Þrátt fyrir innbrotið er Dillon nokkuð ánægður með Íslandsdvölina en þau fljúga heim á morgun. Hann segir Íslendinga hafa verið mjög hjálpsama eftir innbrotið og nefnir sem dæmi afgreiðslumann á bensínstöð. „Við þurftum að kaupa nýtt hleðslutæki og þegar við sögðum afgreiðslumanninum frá því hvað gerðist þá gaf hann okkur afslátt af hleðslutækinu, tók í hendurnar á okkur og sagði að sér þætti leitt að þau hafi lent í innbrotsþjófum.“Lesa má viðtal CBC við Dillon hér.
Ferðamennska á Íslandi Kanada Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Sjá meira