Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2019 13:39 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. visir/vilhelm Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. Áður hafði sýslumaður vísað kærunni frá en fyrr í þessum mánuði felldi dómsmálaráðuneytið ákvörðun sýslumanns úr gildi og lagði fyrir hann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni.Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg ákvað snemma árs 2018 að ráðast í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku. Send voru bréf á innflytjendur sem nýverið höfðu öðlast kosningarétt í borgarstjórnarkosningum, konur yfir áttrætt og ungt fólk sem var að kjósa í fyrsta skipti. Á síðastnefnda hópnum stóð til að gera rannsókn á hvaða áhrif hvatningin hefði. Persónuvernd tók málið til skoðunar og úrskurðaði að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Vigdís ákvað í kjölfarið að kæra framkvæmd kosninganna, taldi hún umrætt verkefni Reykjavíkurborgar vera ólögmæta íhlutun þáverandi meirihluta í hið lýðræðislega ferli sem kosningar eru. Kæra Vigdísar til sýslumanns.Vigdís segist ætla að tæma allar kæruleiðir innanlands Í úrskurði hinnar þriggja manna nefndar, sem Vigdís sendi á fjölmiðla í dag, er vísað í lög um kosningar til sveitarstjórna þar sem fram kemir að frestur til að kæra kosningar séu sjö dagar frá kosning. Umræddar kosningar voru haldnar 26. maí á síðasta ári. Í umsögn yfirkjörstjórnar, sem nefndin aflaði sér vegna málsins, kemur fram að yfirkjörstjórnin telji að kærufrestur runnið út 2. júní, og því hafi hann verið runnin út þegar Vigdís kærði málið í febrúar. Þriggja manna nefndin tekur undir þetta álit yfirkjörstjórnar og en í úrskurði nefndarinnar segir að ekki megi finna í lögum um kosningar til sveitarstjórna ákvæði um að framlengja megi kærufrestinn. Þá sé ekkert í öðrum lögum eða réttarheimildum til að finna heimild til þess að nefndin geti framlengt þamnn frest eða geti ákvarðað að upphaf hans verði fært til síðara tímamarks en þess er úrslitum kosninga er lýst. Sjálf vildi Vigdís meina að nýr kærufrestur hafi byrjað að líða þann 7. febrúar þegar Reykjavíkurborg birti úrskurð Persónuverndar. Vigdís kærði málið viku síðar. Í tölvupósti sem Vigdís sendi á fjölmiðla í dag mótmælir hún niðurstöðu nefndarinnar harkalega. „Ekki verður komist að annari niðurstöðu en þeirri að heimilt sé að stunda kosningasvindl í lögbundnum kosningum, svo framarlega að það komist ekki upp innan umrædds sjö daga ákvæðis lagana,“ skrifar Vigdís. Hefur hún því ákveðið að kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. „Með því tæmi ég allar kæruleiðir innanlands, eins og ég var búin að lofa Reykvíkingum og landsmönnum öllum.“ Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35 Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55 Dagur setti hnefann í borðið: „Ábyrgðarhluti af kjörnum fulltrúum að dreifa gróusögum um kosningasvindl“ Breytingartillaga meirihlutans var samþykkt í kvöld. 20. febrúar 2019 00:10 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. Áður hafði sýslumaður vísað kærunni frá en fyrr í þessum mánuði felldi dómsmálaráðuneytið ákvörðun sýslumanns úr gildi og lagði fyrir hann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni.Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg ákvað snemma árs 2018 að ráðast í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku. Send voru bréf á innflytjendur sem nýverið höfðu öðlast kosningarétt í borgarstjórnarkosningum, konur yfir áttrætt og ungt fólk sem var að kjósa í fyrsta skipti. Á síðastnefnda hópnum stóð til að gera rannsókn á hvaða áhrif hvatningin hefði. Persónuvernd tók málið til skoðunar og úrskurðaði að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Vigdís ákvað í kjölfarið að kæra framkvæmd kosninganna, taldi hún umrætt verkefni Reykjavíkurborgar vera ólögmæta íhlutun þáverandi meirihluta í hið lýðræðislega ferli sem kosningar eru. Kæra Vigdísar til sýslumanns.Vigdís segist ætla að tæma allar kæruleiðir innanlands Í úrskurði hinnar þriggja manna nefndar, sem Vigdís sendi á fjölmiðla í dag, er vísað í lög um kosningar til sveitarstjórna þar sem fram kemir að frestur til að kæra kosningar séu sjö dagar frá kosning. Umræddar kosningar voru haldnar 26. maí á síðasta ári. Í umsögn yfirkjörstjórnar, sem nefndin aflaði sér vegna málsins, kemur fram að yfirkjörstjórnin telji að kærufrestur runnið út 2. júní, og því hafi hann verið runnin út þegar Vigdís kærði málið í febrúar. Þriggja manna nefndin tekur undir þetta álit yfirkjörstjórnar og en í úrskurði nefndarinnar segir að ekki megi finna í lögum um kosningar til sveitarstjórna ákvæði um að framlengja megi kærufrestinn. Þá sé ekkert í öðrum lögum eða réttarheimildum til að finna heimild til þess að nefndin geti framlengt þamnn frest eða geti ákvarðað að upphaf hans verði fært til síðara tímamarks en þess er úrslitum kosninga er lýst. Sjálf vildi Vigdís meina að nýr kærufrestur hafi byrjað að líða þann 7. febrúar þegar Reykjavíkurborg birti úrskurð Persónuverndar. Vigdís kærði málið viku síðar. Í tölvupósti sem Vigdís sendi á fjölmiðla í dag mótmælir hún niðurstöðu nefndarinnar harkalega. „Ekki verður komist að annari niðurstöðu en þeirri að heimilt sé að stunda kosningasvindl í lögbundnum kosningum, svo framarlega að það komist ekki upp innan umrædds sjö daga ákvæðis lagana,“ skrifar Vigdís. Hefur hún því ákveðið að kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. „Með því tæmi ég allar kæruleiðir innanlands, eins og ég var búin að lofa Reykvíkingum og landsmönnum öllum.“
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35 Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55 Dagur setti hnefann í borðið: „Ábyrgðarhluti af kjörnum fulltrúum að dreifa gróusögum um kosningasvindl“ Breytingartillaga meirihlutans var samþykkt í kvöld. 20. febrúar 2019 00:10 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35
Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55
Dagur setti hnefann í borðið: „Ábyrgðarhluti af kjörnum fulltrúum að dreifa gróusögum um kosningasvindl“ Breytingartillaga meirihlutans var samþykkt í kvöld. 20. febrúar 2019 00:10